32023R0980

Commission Implementing Regulation (EU) 2023/980 of 16 May 2023 amending Implementing Regulation (EU) 2016/799 as regards a transitional smart tachograph and its use of the Galileo Open Service Navigation Message Authentication and amending Implementing Regulation (EU) 2021/1228


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/980 frá 16. maí 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/799 að því er varðar bráðabirgðasnjallökurita og notkun hans á kerfi fyrir sannvottun leiðsöguboða í opinni þjónustu Galíleó og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1228
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 035/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framlengdur er frestur til að fá viðurkenningu á ökuritum sem framleiddir hafa verið samkvæmt fyrirmælum reglugerða 2016/799 með breytingum samkvæmt 2021/1228.
Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1228 var innleidd skyldubundin notkun Galileo Open Service Navigation Message Authentication-kerfisins, eða OSNMA, fyrir snjallökurita. Tilgangurinn var að gera mögulega auðkenningu á stöðum sem skráðir eru af ökurita með Galileo Global Navigation Satellite System, GNSS.
Ökuritar af þessu tagi eru ekki tilbúnir. Því er hér heimilað að nota ökurita sem ekki geta notað Galileo Open Service Navigation Message Authentication kerfið eða OSNMA að minnsta kosti til áramóta 2023/24. Óbein áhrif. Kostnaður vegna þessarar gerðar óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1228 var innleidd skyldubundin notkun Galileo Open Service Navigation Message Authentication-kerfisins eða OSNMA fyrir snjallökurita. Tilgangurinn var að gera mögulega auðkenningu á stöðum sem skráðir eru af ökurita með Galileo Global Navigation Satellite System, GNSS.OSNMA-ökuritar eru enn í opinberum prófunarfasa. Svokölluð þjónustuyfirlýsing – undanfari viðurkenningar - er væntanleg eftir að útgáfa tvö af ökuritanum hefur verið sett í ný ökutæki. Það að viðurkenningarferli er ekki að fullu lokið skapar óvissu við veitingu gerðarviðurkenningu fyrir einingar ökutækja auk þess sem hegðun annarrar útgáfu snjallökurita er þar með ekki að fullu kunn. Til að tryggja samræmd prófunar- og gerðarviðurkenningarskilyrði, sem og samræmt mat á hegðun eininga bifreiða er nauðsynlegt að tryggja samræmda virkni snjallökurita af annarri útgáfu, bæði fyrir og eftir að þjónustuyfirlýsingin hefur verið gefin út.Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að breyta vélbúnaði þegar formlegu mati er að fullu lokið  til að ökuriti virki með þeirri OSNMA-þjónustu sem þegar er í notkun. Því ættu ekki að vera vandkvæði á að uppfæra hugbúnað ökurita til að nýta OSNMA að fullu þegar það er tilbúið. Framkvæmdastjórnin metur hvort nauðsynlegt sé að snjallökuritinn sem er notaður á aðlögunartímabilinu nýti sér að fullu OSNMA með hliðsjón af kostnaði við skipti á ökuritum, göllum sem gætu komið fram auk annarra atriða.Aðdragandi: Reglugerð 2020/1054 fjallar um breytingar sem gerðar eru á kröfum til snjallökurita. Reglugerð 2021/1228 er um framkvæmdina á þeim breytingum. Með þessari gerð 2023/980 er verið að breyta frestum til að auðvelda útskipti á snjall-ökuritum.Efnisútdráttur: Í grundvallaratriðum er verið að framlengja frest til að fá viðurkenningu á ökuritum sem framleiddir hafa verið samkvæmt fyrirmælum reglugerða 2016/799 með breytingum samkvæmt 2021/1228. Fresturinn verður framlengdur til áramótanna 2023/24.Hægt verður að sækja um gerðarviðurkenningu fyrir bráðabirgðaökurita sem geta ekki lesið OSNMA-kerfið að minnsta kosti til 31. desember 2023. Einnig verður hægt að halda áfram að setja upp bráðabirgðaökurita í takmarkaðan tíma eftir að OSNMA þjónustuyfirlýsing liggur fyrir.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Áhrif af þessari tilteknu gerð lítil sem engin.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er í 54. gr. og 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er:Kostnaðaráhrif af þessari gerð lítil sem engin.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tilgreining á hagsmunaaðilum: Aðilar sem stunda akstur í atvinnuskyni á milli landa.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES:Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða:  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 54. gr. og 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R0980
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 134, 22.5.2023, p. 28
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur