Útdráttur
Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði. Uppfærð eru ákvæði um þjálfun og hæfi starfsfólks sem kemur að viðhaldsvottun loftfara. Einnig eru leiðréttar villur sem voru gerðar fyrir mistök með reglugerð (ESB) 2022/1360 um breytingu á reglugerð (ESB) 1321/2014. Lítil áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði.Uppfærð eru ákvæði um þjálfun og hæfi starfsfólks sem kemur að viðhaldsvottun loftfara. Einnig eru leiðréttar villur sem voru gerðar fyrir mistök með reglugerð (ESB) 2022/1360 um breytingu á reglugerð (ESB) 1321/2014.Efnisútdráttur: Í reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 er mælt fyrir um kröfur um áframhaldandi lofthæfi loftfara, þar með talið um hæfi og skírteini starfsfólks sem ber ábyrgð á því þegar tæki og íhlutir eru teknir í notkun eftir viðhald.Með þessari gerð eru lagðar til tilteknar breytingar á reglugerðinni:Breyting á hugtakinu „flókið vélknúið loftfar“ til að aðlaga það skilgreiningu á því hugtaki í reglugerð (ESB) 2018/1139.Breytingar á kröfum um skírteini flugvélatækna og þjálfunarfyrirtæki sem settar eru fram í III. viðauka (Part-66) og IV. viðauka (Part-147) við reglugerðina.Breytingar til að auðvelda áritun tegundarréttinda loftfara á viðhaldsskírteini þegar engin fyrirtæki sem eru samþykkt í samræmi við IV. viðauka við reglugerðina bjóða upp á tegundarþjálfun fyrir það loftfar.Breytingar sem miða að því að uppfæra námsskrá grunnþjálfunar viðhaldsvotta, auka skilvirkni starfsþjálfunar sem krafist er fyrir fyrstu tegundaráritun í flokki viðhaldsskírteina, kynna nýja þjálfunaraðferð og kennslutækni og gera aðrar nauðsynlegar uppfærslur á kröfum IV. viðauka.Þá eru leiðrétt mistök sem gerð voru með reglugerð (ESB) 2022/1360 um breytingu á reglugerð (ESB) 1321/2014 þar sem ákvæði voru tekin út sem áttu að haldast.Breytingarnar eru byggðar á áliti EASA nr. 07/2022 og eru í samræmi við b-lið 2. mgr. 75. gr. og 1. mgr. 76. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139.Veittur skal hæfilegur aðlögunartími fyrir viðhaldsþjálfunarstofnanir og leyfisveitingaryfirvöld til að tryggja að þau uppfylli nýjar reglur og verklagsreglur sem innleiddar verða með þessari gerð. Í tillögunni er lagt til að reglugerðin komi til framkvæmda 12 mánuðum eftir gildistöku.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi þar sem hún snýr að einkum að viðhaldskennslufyrirtækjum en engin slík fyrirtæki eru til á Íslandi auk þess er um að ræða uppfærslu á kröfum sem þegar eru til staðar.Gerðin hefur einhver áhrif í för með sér fyrir Samgöngustofu þar sem rýna þarf breytingarnar, uppfæra verklagsreglur um Part-66 skírteini flugvéltækna, uppfæra verklagsreglur um Part-147 viðhaldskennslufyrirtæki, uppfæra vef SGS ef með þarf og innri þjálfun eftirlitsmanna. Eins er breyting á Part-66 skírteini sem kallar á smávægilega hugbúnaðarbreytingu.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er (e-, g-, og i-liður) 72. gr. . gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Einhver kostnaður felst í innleiðingu gerðarinnar fyrir Samgöngustofu. Sá kostnaður felst í vinnu SGS við rýni á gerðinni, uppfærslu verklagsreglna, mögulegum breytingum á vef Samgöngustofu og í þjálfun starfsfólks. Eins gæti kostnaður falist í smávægilegri hugbúnaðarvinnu sem er líklega innan við fimm klst. Áætla má eins mánaðar vinnu starfsfólks SGS vegna breytinganna.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Part-147 viðhaldskennslufyrirtæki (enginn hér á landi), Part-66 skírteinishafar, Samgöngustofa.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei ekki þörf.