32023R0989

Commission Implementing Regulation (EU) 2023/989 of 22 May 2023 amending Regulation (EU) No 1321/2014 on the continuing airworthiness of aircraft and aeronautical products, parts and appliances, and on the approval of organisations and personnel involved in these tasks, and correcting that Regulation


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/989 frá 22. maí 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði, og um leiðréttingu þeirrar reglugerðar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 296/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði. Uppfærð eru ákvæði um þjálfun og hæfi starfsfólks sem kemur að viðhaldsvottun loftfara. Einnig eru leiðréttar villur sem voru gerðar fyrir mistök með reglugerð (ESB) 2022/1360 um breytingu á reglugerð (ESB) 1321/2014. Lítil áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði.Uppfærð eru ákvæði um þjálfun og hæfi starfsfólks sem kemur að viðhaldsvottun loftfara. Einnig eru leiðréttar villur sem voru gerðar fyrir mistök með reglugerð (ESB) 2022/1360 um breytingu á reglugerð  (ESB) 1321/2014.Efnisútdráttur: Í reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 er mælt fyrir um kröfur um áframhaldandi lofthæfi loftfara, þar með talið um hæfi og skírteini starfsfólks sem ber ábyrgð á því þegar tæki og íhlutir eru teknir í notkun eftir viðhald.Með þessari gerð eru lagðar til tilteknar breytingar á reglugerðinni:Breyting á hugtakinu „flókið vélknúið loftfar“ til að aðlaga það skilgreiningu á því hugtaki í reglugerð (ESB) 2018/1139.Breytingar á kröfum um skírteini flugvélatækna og þjálfunarfyrirtæki sem settar eru fram í III. viðauka (Part-66) og IV. viðauka (Part-147) við reglugerðina.Breytingar til að auðvelda áritun tegundarréttinda loftfara á viðhaldsskírteini þegar engin fyrirtæki sem eru samþykkt í samræmi við IV. viðauka við reglugerðina bjóða upp á tegundarþjálfun fyrir það loftfar.Breytingar sem miða að því að uppfæra námsskrá grunnþjálfunar viðhaldsvotta, auka skilvirkni starfsþjálfunar sem krafist er fyrir fyrstu tegundaráritun í flokki viðhaldsskírteina, kynna nýja þjálfunaraðferð og kennslutækni og gera aðrar nauðsynlegar uppfærslur á kröfum IV. viðauka.Þá eru leiðrétt mistök sem gerð voru með reglugerð (ESB) 2022/1360 um breytingu á reglugerð  (ESB) 1321/2014 þar sem ákvæði voru tekin út sem áttu að haldast.Breytingarnar eru byggðar á áliti EASA nr. 07/2022 og eru í samræmi við b-lið 2. mgr. 75. gr. og 1. mgr. 76. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139.Veittur skal hæfilegur aðlögunartími fyrir viðhaldsþjálfunarstofnanir og leyfisveitingaryfirvöld til að tryggja að þau uppfylli nýjar reglur og verklagsreglur sem innleiddar verða með þessari gerð. Í tillögunni er lagt til að reglugerðin komi til framkvæmda 12 mánuðum eftir gildistöku.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi þar sem hún snýr að einkum að viðhaldskennslufyrirtækjum en engin slík fyrirtæki eru til á Íslandi auk þess er um  að ræða uppfærslu á kröfum sem þegar eru til staðar.Gerðin hefur einhver áhrif í för með sér fyrir Samgöngustofu þar sem rýna þarf breytingarnar, uppfæra verklagsreglur um Part-66 skírteini flugvéltækna, uppfæra verklagsreglur um Part-147 viðhaldskennslufyrirtæki, uppfæra vef SGS ef með þarf og innri þjálfun eftirlitsmanna. Eins er breyting á Part-66 skírteini sem kallar á smávægilega hugbúnaðarbreytingu.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er (e-, g-, og i-liður) 72. gr. . gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Einhver kostnaður felst í innleiðingu gerðarinnar fyrir Samgöngustofu. Sá kostnaður  felst í vinnu SGS við rýni á gerðinni, uppfærslu verklagsreglna, mögulegum breytingum á vef Samgöngustofu og í þjálfun starfsfólks. Eins gæti kostnaður falist í smávægilegri hugbúnaðarvinnu sem er líklega innan við fimm klst. Áætla má eins mánaðar vinnu starfsfólks SGS vegna breytinganna.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Part-147 viðhaldskennslufyrirtæki (enginn hér á landi), Part-66 skírteinishafar, Samgöngustofa.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei ekki þörf. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð: (e-, g-, og i-liður) 72. gr. . gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara o. s. frv.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R0989
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 135, 23.5.2023, p. 53
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D087746/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 25, 24.4.2025, p. 76
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2025/564, 24.4.2025

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Rauð: ESA hefur ekki móttekið Form 1