32023R1020

Commission Implementing Regulation (EU) 2023/1020 of 24 May 2023 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards helicopter emergency medical service operations


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1020 frá 24. maí 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar neyðarsjúkraflug með þyrlu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 290/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða drög að reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012. Breytt er kröfum til slíkrar starfsemi og þær uppfærðar til að tryggja að þær endurspegli nýjustu tækni í þróun og séu í samræmi við bestu starfsvenjur á sviði flugrekstrar. Þá miðar gerðin að því að fella björgunarflug í neyð með þyrlum, undir sömu kröfur og sjúkraflug með þyrlum í neyð. Samkvæmt núverandi kröfum um frammistöðu og súrefni í sjúkraflugi með þyrlum og björgunarflug með þeim sem kveðið er á um í reglugerð (ESB) 965/2012 er ekki heimilt að stunda það í mikilli hæð. Er því breytt með þessari gerð svo bjarga megi fólki í hvaða hæð sem er. Lítil áhrif og óverulegur kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða drög að reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar sjúkraflug með þyrlum (HEMS).Með þessari gerð eru gerðar breytingar á kröfum til slíkrar starfsemi og þær uppfærðar til að tryggja að þær endurspegli nýjustu tækni í þróun og séu í samræmi við bestu starfsvenjur á sviði flugrekstrar. Þá miðar gerðin að því að fella björgunarflug í neyð með þyrlum, e. non-medical, undir sömu kröfur og sjúkraflug með þyrlum í neyð.Efnisútdráttur: Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 965/2012 er mælt fyrir um tæknikröfur og stjórnsýslureglur fyrir starfrækslu loftfara, þar á meðal fyrir þyrlur sem notaðar eru við sjúkraflug (HEMS).Neyðarflug með þyrlum, non-medical, við þær aðstæður sem eru í sjúkraflugi eru jafn krefjandi og þegar leitað er að loftförum og unnið að björgun þeirra.  Þegar slíkt flug, e. helicopter emergency non-medical rescue, fellur undir gildissvið reglugerðar (ESB) 2018/1139 ætti það að vera undir sama eftirliti og sjúkraflug með þyrlum. Með þessari gerð er gert ráð fyrir að kröfur um sjúkraflug og eftirlit með því eigi einnig við um björgunarflug, non-medical, þegar það fellur undir gildissvið reglugerðar (ESB) 2018/1139.Samkvæmt núverandi kröfum um frammistöðu og súrefni í sjúkraflugi með þyrlum og björgunarflug með þeim sem kveðið er á um í reglugerð (ESB) 965/2012 er ekki heimilt að stunda það í mikilli hæð. Er því breytt með þessari gerð svo bjarga megi fólki í hvaða hæð sem er.Þá er gerð er breyting á skilgreiningu á hugtakinu flókið vélknúið loftfar til að samræma það við skilgreiningu hugtaksins í reglugerð (ESB) 2018/1139.Rekstraraðilar sem stunda sjúkraflug með þyrlum (HEMS) og lögbær yfirvöld sem bera ábyrgð á vottun og eftirliti með slíkum rekstri munu fá hæfilegan tíma til að innleiða að fullu þær breytingar sem koma fram í reglugerðinni. Gildistöku ákvæða sem tengjast HEMS er frestað um eitt ár frá birtingu. Þá mun gildistíma tiltekinna ákvæða sem til dæmis kveða á um að afla þurfi nýs samþykkis, nýs tækjabúnaðar eða breytingar á kröfum um frammistöðu og þjálfun vera frestað um lengri tíma.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Lítið sem ekkert sjúkraflug á þyrlum er stundað á Íslandi og þá undir þjóðarflugrekstrarleyfi Landhelgisgæslunnar. Áhrif gerðarinnar hér á landi eru því óveruleg.  Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 93. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur kostnaður er metinn vegna innleiðingar.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 93. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R1020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 137, 25.5.2023, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D087747/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar