Hópundanþága v/samninga á sviði rannsókna og þróunar - 32023R1066

Commission Regulation (EU) 2023/1066 of 1 June 2023 on the application of Article 101(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union to certain categories of research and development agreements

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 14 Samkeppni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 173/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin veitir hópundanþágu frá bannreglum samkeppnisákvæða sáttmálans (TFEU) og EES-samningsins fyrir tiltekna samninga á sviði rannsókna og þróunar.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerðinni er veitt hópundanþága frá banni um ólögmætt samráð fyrir samninga á sviði rannsókna og þróuar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hópundanþágan byggist á 3. mgr. 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandið (TFEU), sbr. einnig 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Markmið reglugerðarinnar er að styðja við rannsóknir og þróun án þess að það bitni á virkri samkeppni auk þess að auka réttarvissu og draga úr reglubyrði fyrirtækja sem vinna að rannsóknum og þróun. Byggist hún á þeirri forsendu, að undir ákveðinni markaðshlutdeild sé ávinningurinn af stuðningi við rannsóknir og þróun meiri en möguleg neikvæð áhrif hópundanþágunnar á samkeppni. Undanþágan á við um samninga milli fyrirtækja um rannsóknir og þróun að því leyti sem slíkir samningar fælu ella í sér brot gegn bannreglu 1. mgr. 101. gr. sáttmálans (sbr. 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins), þar á meðal um nýtingu afraksturs rannsókna og þróunar að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í 5. gr. reglugerðarinnar. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ný reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005 (með tilliti til 15. gr. sömu laga).
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Jákvæð áhrif fyrir atvinnulíf með minni reglubyrði og meiri réttarvissu fyrir fyrirtæki sem starfa að rannsóknum og þróun.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samkeppniseftirlitið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R1066
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 143, 2.6.2023, p. 9
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 76, 17.10.2024, p. 40
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/2554, 17.10.2024