Hópundanþága v/samninga á sviði rannsókna og þróunar - 32023R1066
Commission Regulation (EU) 2023/1066 of 1 June 2023 on the application of Article 101(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union to certain categories of research and development agreements


Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1066 frá 1. júní 2023 um beitingu 3. mgr. 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart tilteknum flokkum samninga um rannsóknir og þróun
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 14 Samkeppni |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 173/2024 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerðin veitir hópundanþágu frá bannreglum samkeppnisákvæða sáttmálans (TFEU) og EES-samningsins fyrir tiltekna samninga á sviði rannsókna og þróunar.
Nánari efnisumfjöllun
Með reglugerðinni er veitt hópundanþága frá banni um ólögmætt samráð fyrir samninga á sviði rannsókna og þróuar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hópundanþágan byggist á 3. mgr. 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandið (TFEU), sbr. einnig 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Markmið reglugerðarinnar er að styðja við rannsóknir og þróun án þess að það bitni á virkri samkeppni auk þess að auka réttarvissu og draga úr reglubyrði fyrirtækja sem vinna að rannsóknum og þróun. Byggist hún á þeirri forsendu, að undir ákveðinni markaðshlutdeild sé ávinningurinn af stuðningi við rannsóknir og þróun meiri en möguleg neikvæð áhrif hópundanþágunnar á samkeppni. Undanþágan á við um samninga milli fyrirtækja um rannsóknir og þróun að því leyti sem slíkir samningar fælu ella í sér brot gegn bannreglu 1. mgr. 101. gr. sáttmálans (sbr. 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins), þar á meðal um nýtingu afraksturs rannsókna og þróunar að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í 5. gr. reglugerðarinnar.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Tæknilegri aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Ný reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005 (með tilliti til 15. gr. sömu laga). |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Enginn |
---|---|
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Jákvæð áhrif fyrir atvinnulíf með minni reglubyrði og meiri réttarvissu fyrir fyrirtæki sem starfa að rannsóknum og þróun. |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Menningar- og viðskiptaráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Samkeppniseftirlitið |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32023R1066 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 143, 2.6.2023, p. 9 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 76, 17.10.2024, p. 40 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2024/2554, 17.10.2024 |