Áburður - 32023R1605

Commission Delegated Regulation (EU) 2023/1605 of 22 May 2023 supplementing Regulation (EC) No 1069/2009 of the European Parliament and of the Council as regards the determination of end points in the manufacturing chain of certain organic fertilisers and soil improvers


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1605 frá 22. maí 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 að því er varðar ákvörðun á endapunktum í framleiðsluferli tiltekins lífræns áburðar og tiltekinna jarðvegsbæta
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.14 Áburður
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 060/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1605 og er viðbót við reglugerð (EB) 1069/2009 Evrópuþingsins og Ráðsins sem viðkemur skilgreiningum á endapunktum í framleiðsluferli ákveðinna lífrænna áburðartegunda og jarðvegsbæta.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin er sett til að skilgreina endapunkta fyrir ýmsar dýraafurðir sem ætlaðar eru í áburð. Hún þýðir að þessar afurðir sem fara í gegn um skilgreinda endapunkta verða CE merktar og fara í frjálst flæði innan EES. Hér verða tilgreindar nokkrar athugasemdir við þessi áform. Hver efnisþáttur verður tekinn fyrir sérstaklega og borinn saman við aukaafurðalöggjöf og íslenska dýrasjúkdómalöggjöf.Vinnsla efna talin upp í 3. grein.Eftirfarandi efni eru talin hafa náð endapunkti sem lífrænn áburður og jarðvegsbætandi efni séu þau unnin í samþykktri starfsstöð (skv. 24. gr. 1069/2009/EB). Þau geta þá samkvæmt nýju áburðareglugerðinn verið CE merkt og farið í frjálst flæði innan EES. Þau geta bæði verið í pakkningum eða í búlk.Aska eftir brennslu efna úr 2. og 3. Áhættuflokki: Efnið er brennt við a.m.k. 850°C eða 1100°C eftir því sem við á. Askan talin hafa náð endapunkti eftir brennsluna. Ekki eru sett magnmörk á þessar afurðir og engin skilyrði fyrir pakkningar.Dýrasjúkdómalögin setja engar varnir gegn innflutningi þessa efnis.Meltunarleyfar úr lífgasframleiðslu: Efni úr 2. og 3. flokki, hakkað í 12 mm bita, hitameðhöndlun 70°C í 1 klst. Varnir gegn utanaðkomandi mengun. Lokaafurð testuð fyrir enterobakteríum og salmonella.a.       Bann við innflutningi er ekki skýrt í lögum 25/1993 alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði. Í reglugerð 1250/2019 er þetta skýrara: Hey, hálm, alidýraáburð og rotmassa og aðrar sambærilegar vörur blandað alidýraáburði.    3. Molta: Lokað kerfi sem efnið kemst ekki framhjáMælitæki sem geta mælt hita versus tíma ásamt skráningakerfi fyrir það. Öryggiskerfi til að vara við ónógri hitun. Sömu vinnsluskilyrði og í meltunarleyfum úr lífgasframleiðslu.Bann við innflutningi er ekki skýrt í lögum 25/1993 alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði. Í reglugerð 1250/2019 er þetta skýrara: Hey, hálm, alidýraáburð og rotmassa og aðrar sambærilegar vörur blandað alidýraáburði.    4.      Unnin húsdýraáburður og saur frá skordýrum í eldi:a.       Þarf að koma frá stöðvum sem vinna afleiddar afurðir utan matvælakeðjunnar. Eða frá lífgasframleiðslu eða moltgerð eða frá stöð sem vinnur lífrænan áburð eða jarðvegsbæta.b.      Hitameðhöndlun a.m.k. 70¨C í 60 mín. Sýna fram á fækkun grómyndandi baktería og myndun eiturefna.c.       Hægt að samþykkja aðrar aðferðir geti framleiðandi sýnt fram á ásættanlegt öryggi.d.       Bann við innflutningi er skýrt í lögum 25/1993 alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði. Í reglugerð 1250/2019 er þetta skýrara: Hey, hálm, alidýraáburð og rotmassa og aðrar sambærilegar vörur blandað alidýraáburði.Vinnsla efna talin upp í 4. grein.Þessi efni eru talin hafa náð endapunkti (að undanskildum þeim sem eru flutt inn á EES svæðið) hafi þau verið unnin í samþykktri áburðarstöð samkvæmt f-lið 24. Gr. 1069/2009/EB séu þau:A.    Séu þau notuð í EB merktar áburðarvörur í að hámarki 5% af rúmmáli.B.    Fari þau yfir 5% af rúmmáli eru þau talin hafa náð endapunkti sem lífrænn áburður eða jarðvegsbætir séu þau pökkuð í neytendapakkningar tilbúnar til sölu fyrir lokanotendur. Þær skulu merktar samkvæmt reglum áburðarreglugerðarinnar 2019/1009/EB og standast eftirfarandi kröfur:Pakkningarnar mega ekki vega meira en 50 kg eða;Pakkningar mega ekki vega meira en 1000 kg og vera blandaðar með a.m.k. 10% af rúmmáli með eftirfarandi efnum:Kalki.SteinefnaáburðiAfurðum samkvæmt 3. gr. þ.e. ösku, meltunarleyfum úr lífgasframleiðslu, moltu eða unnum húsdýraáburði. 1.      Glyserín úr áhættuflokkum 2 og 3. Fellur til við framleiðslu á lífdísel úr dýrafitu. Áhættulítið efni.2.      Önnur efni en glyserín úr áhættuflokkum 2 og 3 sem falla til við framleiðslu á lífdísel úr dýrafitu.3.      Unnin dýrapótein úr áhættuflokki 3 (þ.m.t. skordýraprótein) öðrum en þeim sem eru talin upp í liðum n (húðir og skinn, hófar og klaufir, fjaðrir, ullar horna hárs og loðskinna af dauðum dýrum), o (fituvefs dýra), p (eldhússafgangar). Þau skulu unnin með þrýstisæfingu (skv. aðferð 1 í III. kafla IV viðauka). Blóðmjöl úr svínum má vera unnið samkvæmt öðrum aðferðum en verður að ná 80°C hita í öllu efninu. Efnin skulu geymd í steriliseruðum nýjum umbúðum og varin fyrir utanaðkomandi mengun með tilhlýðilegum þrifum á geymslum.a.      Bann við innflutningi skv. 10. Gr. laga nr. 25/1993 og reglugerð 1250/2019. 4.      Kjöt og beinamjöl úr áhættuflokki 2. (Hæsti áhættuflokkur í þessum flokki) Úr próteinhluta hráefnisins. Unnið með þrýstisæfingu samkvæmt aðferð 1 sem felur í sér að:a.       Hráefnið er hakkað niður í hámark 50 mm bitastærðirb. Kanna þarf virkni búnaðarins og nái hann ekki þessu marki þarf að stöðva vinnslu og lagfæra búnaðinn.c. Hita þarf efnið upp í 133°C í a.m.k. 20 mínútur við 3 bara þrýsting.d. Loftinu sem fyrir er er þrýst út og mettarði gufu hleypt inn í suðuklefann.e. Bann við innflutningi skv. 10. Gr. laga nr. 25/1993 og reglugerð 1250/2019. 5. Blóðafurðir sem uppfylla úr áhættuflokki 3. Unnar samkvæmt aðferðum 1 – 5 eða 7, þrýstisæfingu eða aðferð sem tryggir að það standist örveruviðmið. Aðeins blóð sem fellur til í sláturhúsum.Bann við innflutningi skv. 10. Gr. laga nr. 25/1993 og reglugerð 1250/2019.6.Vatnsrofin prótein úr áhættuflokki 3 þar á meðal prótein sem falla t.d. til við leður og textílvinnslu. Þarna er t.d. gelatín.a. Innflutningur virðist ekki vera bannaður á þessum efnum.7. Dikalsíumfosfat og tríkalsíumfosfat: Aðeins unnið úr áhættuflokki 3 og aðeins úr húðum og skinnum, klaufum og hófum, fjöðrum, ull, hornum, hári eða loðskinnum, einnig fituvef dýra og eldhúsafgöngum. Vinnsluaðferðin felst í mölun, hitameðhöndlun, 145°C í 30 mín við 4 bara þrýsting, skiljun sem skilur að próteinhluta og fosfathluta, þurrkað við 200°C og malað.Engar hömlur á innflutning samkvæmt lögum og reglugerðum.8. Horn, klaufir og hófar og afurðir úr þeim að undanskildu mjöli. Af heilbrigðum samkvæmt heilbrigðisskoðun skepnum sem slátrað er í viðurkenndu sláturhúsi. Unnar með hitameðferð upp í a.m.k. 80°C og uppfylla önnur skilyrði til að verða nýtt sem gæludýrafóður.Ekki er ljóst hvort takmarkanir séu á innflutningi. Þessar afurðir eru nú þegar fluttar inn sem nagfóður fyrir hunda.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð nr. 674/2017, sett með stoð í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R1605
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 198, 8.8.2023, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2023)3366
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur