Reglugerð (ESB) 2023/2776 um breytingar á reglugerð (ESB) 2015/757 hvað varðar reglur um vöktun gróðurhúsalofttegunda og annarra upplýsinga sem skipta máli í sjóflutningum. - 32023R2776

Commission Delegated Regulation (EU) 2023/2776 of 12 October 2023 amending Regulation (EU) 2015/757 of the European Parliament and of the Council as regards the rules for monitoring greenhouse gas emissions and other relevant information from maritime transport


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2776 frá 12. október 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 að því er varðar reglur um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum viðeigandi upplýsingum frá sjóflutningum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 345/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér breytingar á kröfum um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýring frá sjóflutningum þar sem sjóflutningar verða nú hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þá stækkar umfang vöktunar og skýrslugerðar sökum þess að gildissvið reglugerðarinnar rýmkar og tekur nú til fleiri gróðurhúsalofttegunda.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerð (ESB) 2023/2776, sem hér er til greiningar, eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) 2015/757, m.a. á grundvelli 2. mgr. 5. gr. þeirrar reglugerðar, í kjölfar þess að losun frá sjóflutningum hefur verið felld undir gildissvið tilskipunar 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (hér eftir nefnd ETS-tilskipunin). Annars vegar er um að ræða nýjan viðauka I við reglugerð (ESB) 2015/757 þar sem skipafélög munu þurfa að gera grein fyrir losun metans og díköfnunarefnisoxíðs til viðbótar við koldíoxíð. Hins vegar eru gerðar breytingar á viðauka II sem fjallar um vöktun annarra upplýsinga sem skipta máli. Viðauki I – Aðferðir við vöktun á losun gróðurhúsalofttegundaViðauka I í fyrri reglugerð er skipt út fyrir nýjan viðauka I, þar sem miklar breytingar eru gerðar á kafla A, einhverjar breytingar eru gerðar á kafla B og nýjum kafla C um gagnastjórnun er bætt við. Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda (9. grein)Í 1. hluta A kafla hefur formúlum til að reikna út heildarlosun gróðurhúsalofttegunda, losun metans og díköfnunarefnisoxíðs í CO2 ígildum verið bætt við auk þess sem formúla til útreikninga á losun koldíoxíðs hefur verið uppfærð. Skipafélög skulu reikna út losun hverrar gróðurhúsalofttegundar fyrir sig með því að leggja saman losun þeirrar gróðurhúsalofttegundar sem hlýst af hverri tegund eldsneytis sem er notuð til sjóferða.Reikna á eldsneytisnotkun sérstaklega fyrir sjóferðir á milli hafna innan löghelgi aðildarríkis, sjóferðir sem hefjast eða ljúka í höfn innan löghelgi aðildarríkis og fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem á sér stað innan hafna innan löghelgi aðildarríkis. Eldsneytisnotkun meðan skipið liggur við höfn skal reiknuð sérstaklega.Hér var bætt við útskýringatöflu fyrir gildi sem notuð eru í formúlum til útreikninga á losun. 2. hluta A kafla var bætt við. Í honum má finna töflu yfir losunarstuðla fyrir ólíkar tegundir eldsneytis sem taka tillit til koldíoxíðs-, metans- og díköfnunarefnisoxíðshlutfalls eldsneytisins. Að auki hefur verið bætt við losunarstuðlum til að hægt sé að meta losun vegna leka gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum tegundum eldsneytis við eldsneytisflutninga (e. slippage coefficient). Hér er tekið fram að sé eldsneyti blandað saman skuli reikna losun frá hverri tegund eldsneytis sérstaklega. Aðferðir til að ákvarða losun gróðurhúsalofttegundaSkipafélög skulu taka fram í vöktunaráætlun hvaða vöktunaraðferð muni vera notuð til að ákvarða losun gróðurhúsalofttegunda frá hverju skipi sem þau bera ábyrgð á og tryggja að þegar aðferð hefur verið valin skuli hún notuð án frávika.Vöktunaraðferðir eru þrjár (A, B og C) og ein aðferð sem byggir á beinum mælingum á losun gróðurhúsalofttegunda (D). Hægt er að nota fleiri en eina leið ef talið er að það auki nákvæmni vöktunar og mælinga á losun gróðurhúsalofttegunda. Notast skal við formúlur úr A kafla til útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir þá vöktunaraðferð sem er valin (A, B eða C). Rauneldsneytisnotkun hverrar sjóferðar skal ákvörðuð með notkun einnar af vöktunaraðferðunum og skal taka tillit til hvaða þátta óvissa er um og hversu mikil hún er þegar vöktunaraðferð er valin. Skipafélög skulu með reglubundnu millibili framkvæma eftirlit (e. control activities),  m.a. samanburð á því magni eldsneytis sem fram kemur á afhendingarseðli fyrir skipaeldsneyti og eldsneytismagni sem mælist um borð og leiðrétta ef áberandi frávik eru til staðar. Útreikningar fyrir rauneldsneytisnotkun geta verið byggðir á:Aðferð A: afhendingarseðli fyrir skipaeldsneyti (e. BDN) og reglubundinni athugun á birgðum eldsneytisgeyma,Aðferð B: daglegri vöktun eldsneytisgeyma um borð,Aðferð C: streymismælum fyrir viðeigandi brunaferli. Eftirfarandi atriðum í aðferðalýsingum hefur verið breytt frá fyrri útgáfu viðauka við reglugerðina:Í aðferð A eru tvær orðalagsbreytingar auk tveggja annarra breytinga. Orðalagsbreytingarnar eru að „three“ hefur verið breytt í tölustafinn 3 og „on-board“ hefur verið breytt í „on board“. Til viðbótar hefur mælieiningu á rúmmáli eldsneytis hefur verið breytt úr lítrum í rúmmetra. Að lokum hefur verið bætt við leið til að meta raunþéttleika eldsneytis út frá rúmmáli eldsneytis (c) út frá þéttleika mældum í greiningu á vottaðri eldsneytisprófunarrannsóknarstöð (e. fuel test laboratory) þar sem slíkt er í boði. Í aðferð B hefur mælieiningu á rúmmáli eldsneytis verið breytt úr lítrum í rúmmetra. Í aðferð C hefur CO2 losun verið breytt í losun gróðurhúsalofttegunda og mælieiningu á rúmmáli eldsneytis verið breytt úr lítrum í rúmmetra. Sömuleiðis hefur sama punkti (c) og í aðferð A verið bætt við. Aðferð D byggir á beinni mælingu á losun gróðurhúsalofttegunda.Aðferð D hefur verið breytt úr að aðeins sé mæld losun koldíoxíðs í fyrri útgáfu viðauka í að einnig sé mæld losun metans og díköfnunarefnisoxíðs, þ.a. alls staðar þar sem stóð losun CO2 í fyrri útgáfu stendur núna losun gróðurhúsalofttegunda.Tekin hefur verið út málsgrein sem telur upp allar uppsprettur koldíoxíðs sem staðsetja þarf mæla við. Í stað hennar hefur málsgreininni á eftir (2. málsgrein í aðferðalýsingu) verið breytt þ.a. tekið er fram að í þeim skipum þar sem þessari aðferð sé beitt til mælinga á losun koldíoxíðs skuli hún notuð við allar uppsprettur koldíoxíðs á skipinu og eldsneytisnotkun reiknuð út frá mældu koldíoxíði og viðeigandi losunarstuðlum fyrir eldsneyti og uppsprettur losunar.Bætt hefur verið við málsgrein sem segir að notkun þessarar leiðar til mælinga á losun gróðurhúsalofttegunda skuli ekki koma í veg fyrir að skipafélag notist við aðrar aðferðir sem koma fram í þessum hluta viðaukans. GagnastýringKafli C fjallar um hvernig skipafélög skulu tryggja að gögn um losun gróðurhúsalofttegunda frá ferðum skipa séu sem réttust og hvernig skuli grípa inn í komi í ljós að búnaður sé bilaður eða ónákvæmur, gæði gagnanna séu ekki nægileg, gögn vanti eða annað sem getur haft áhrif á nákvæmni gagna um losun gróðurhúsalofttegunda. StýrikerfiSkipafélög skulu framkvæma áhættumat til að greina hvar áhætta á óvissu í gagnaflæði frá frumgögnum til lokagagna í losunarskýrslu liggur og tryggja að stýrikerfi sé til staðar sem komi í veg fyrir rangfærslur og eru í samræmi við vöktunaráætlun og þessa reglugerð. Áhættumatið skal vera aðgengilegt  stjórnvaldi (e. administering authority) að fenginni beiðni og aðgengilegt vottunaraðilum.Í samræmi við 1.1. skal skipafélög skal tryggja að til staðar sé verklag, aðgreint frá vöktunaráætlun, fyrir gagnaflæði (e. data flow) sem og eftirlitsstarfsemi og vísa í þetta verklag í vöktunaráætlun. Verklagið skal vera aðgengilegt stjórnvaldi að fenginni beiðni og aðgengilegt vottunaraðilum.Eftirlitsstarfsemi skv. 1.2. skal ná utan um, eftir því sem við á,gæðatryggingu viðeigandi mælingabúnaðar,gæðatryggingu upplýsingatæknikerfis sem tryggir að viðeigandi kerfi séu í stakk búin til vinnslu áreiðanlegra, nákvæmra og tímanlegra gagna,aðgreiningu skylda gagnaflæðis og eftirlitsstarfsemi,innri endurskoðun og staðfestingu gagna,leiðréttingar,stýringu aðkeyptra ferla,skjalastýringu.Í samræmi við punkt 1.3.a. skulu skipafélög tryggja að allur viðeigandi mælibúnaður sé stilltur og athugaður reglulega, m.a. fyrir notkun.Í samræmi við punkt 1.3.d. skulu skipafélög yfirfara og staðfesta gögn úr gagnaflæðistarfsemi vísað til í 1.2, sem skal innihalda athugun á því hvort gögnin séu rétt, samanburð við fyrri ár og samanburð milli ólíkra vöktunaraðferða ef við á.Í samræmi við punkt 1.3.e. skulu skipafélög tryggja að leiðréttingar séu gerðar komi í ljós virknivillur í starfsemi gagnaflæðis eða eftirlits.Í samræmi við punkt 1.3.f. skulu skipafélög gera gæðaprófanir á starfsemi aðkeyptra ferla, hafa kröfur hvað varðar úttaksgögn ferlanna og aðferðir, gera gæðaprófanir á úttaksgögnum og aðferðum og tryggja að aðkeypt starfsemi sé í samræmi við áhættumat (1.1.).Skipafélag skal vakta virkni eftirlitsstarfemi m.a. með innri endurskoðun og taka tillit til niðurstaðna vottunaraðila við vottun losunarskýrslu og skýrslna vísað til í grein 11(2). Ef eftirlitsstarfsemi er áhrifalaus skal bætt úr því og vöktunaráætlun eða verkferlar uppfærðir eftir því sem við á. Gögn vantar (e. data gap)Ef gögn vantar til að hægt sé að áætla losun skips fyrir eina eða fleiri ferðir skulu skipafélög nota staðgengilsgögn sem eru reiknuð í samræmi við aðra/r aðferð/ir sem tekið er fram í vöktunaráætlun. Ef ekki eru til staðar aðrar aðferðir eða gögn til að hægt sé að áætla losunina skulu skipafélög nota viðeigandi matsaðferð til að ákvarða varlega staðgengilsgögn fyrir viðeigandi tímabil og þá breytu sem vantar.Ef það er tímabundið ekki mögulegt að notast við vöktunaráætlun á fullnægjandi hátt vegna tæknilegra ástæðna skal notast við aðferð sem byggð er á öðrum gögnum sem kemur fram í vöktunaráætlun til framkvæmdar staðfestandi athugana eða, ef slík önnur aðferð kemur ekki fram í vöktunaráætlun, aðra aðferð sem gefur staðgengilsgögn eða varfærið mat, þar til hægt er að notast við samþykkta vöktunaráætlun.Ef tilfelli sem krefjast breytinga í samræmi við 2.1. eða 2.2. koma upp skal skipafélög útbúa verklag sem kemur í veg fyrir slíka vöntun gagna án tafar og breyta vöktunaráætlun í samræmi við 7. gr. Viðauki II – Vöktun annarra viðeigandi upplýsingaÍ viðauka II er kafla A örlítið breytt, kafla B er skipt út fyrir nýjan texta og kafli C er ný viðbót við viðaukann.Vöktun hverrar ferðar (9. grein)Aðeins eru gerðar þrjár breytingar á því hvernig vísað er í punkta innan textans. Vöktun á ársgrundvelli (10. grein)Við vöktun annarra viðeigandi upplýsinga skulu skipafélög fylgja nokkrum reglum:Þeir þættir sem vaktaðir skulu samkvæmt 10. gr. skulu vera ákvarðaðir með því að taka saman upplýsingar um hverja ferð.Við vöktun á meðalorkunýtni skal nota að minnsta kosti fjóra þætti: eldsneytisnotkun á vegalengd, eldsneytisnotkun hvers flutningsverks (e. transport work), losun gróðurhúsalofttegunda á vegalengd og losun gróðurhúsalofttegunda hvers flutningsverks. Hér hefur losun koldíoxíðs verið skipt út fyrir gróðurhúsalofttegunda, í samræmi við skyldu skipafélaga til vöktunar metans og díköfnunarefnisoxíðs til viðbótar við koldíoxíð.Hér hefur verið bætt við viðbótarleiðum til vöktunar á meðalorkunýtni frá fyrri útgáfu reglugerðar. Þær eru vöktun eldsneytisnotkunar og losunar gróðurhúsalofttegunda á hverja tímaeiningu sem sjóferð nær yfir.Fyrir allar þær leiðir sem hægt er að nota til að reikna meðalorkunýtni er gefin upp formúla.Til viðbótar við að fylgja eftir þessum reglum mega skipafélög skila inn sértækum upplýsingum um ísflokk skips og til siglinga um ís auk annarra tengdra upplýsinga um eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda, aðgreint frá öðrum forsendum í vöktunaráætlun. Vöktun á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem falla undir ETS-tilskipunina frá sjóflutningastarfsemi og á upplýsingum til að réttlæta frávik frá 3. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar (sjá k-lið 10. gr. reglugerðar (ESB) 2015/757) Reglur um vöktun samantekinnar heildarlosunar (e. total aggregated emissions) gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli sem fellur undir ETS-tilskipunina frá sjóflutningastarfsemi sem kemur fram í viðauka I þeirrar tilskipunar og sem skal gefa skýrslu um skv. þeirri tilskipun.Skipafélög skulu ákvarða magn hverrar gróðurhúsalofttegundar og heild þeirra í CO2 ígildum auk þess að taka tillit til magns hverrar tegundar eldsneytis sem notuð er í starfsemi skipafélaga sem falla undir ETS-tilskipunina yfir það tímabil sem skipið var á þeirra ábyrgð samkvæmt þeim reglum sem koma fram í punktum 1.1.-1.7. Almenna reglan er sú að samantekin heildarlosun frá skipum skuli reiknuð skv. reiknireglum sem koma fram í A kafla viðauka I.Atriði 1.2-1.6. snúa að frávikum frá almennu reglunni.Frávik frá meginreglunni ef lífmassi er að öllu eða hluta til notaður sem eldsneyti. Þá skal losunarstuðullinn (e. emissions factor), sem reiknaður er í samræmi við 1.1., fyrir þann hluta eldneytisins, vera 0. Það sama gildir ef skipafélag notast við endurnýjanlega orkugjafa af ólífrænum uppruna (e. Renewable Fuels of Non-Biological Origin (RFNBO)) eða endurunnið kolefniseldsneyti (e. Recycled Carbon Fuel (RCF)).Frávik er frá meginreglunni vegna sjóferðar milli hafnar innan löghelgi aðildarríkis og hafnar utan löghelgi aðildarríkis. Þá skulu útreikningar (e. amounts) vegna þeirrar ferðar, sem reiknaðir eru í samræmi við 1.1. og 1.2., vera margfaldaðir með 50%.Frávik frá meginreglunni þar sem losun koldíoxíðs frá sjóferð hefur verið fönguð og annaðhvort flutt til varanlegrar geymslu eða varanlega bundin í vöru, þ.e. fellur undir 3. mgr. a eða 3. mgr. b 12. gr. ETS-tilskipunarinnar. Þá skal losun koldíoxíðs, reiknuð í samræmi við punkta 1.1-1.3. vegna þeirrar ferðar, vera margfölduð með 0.Frávik frá meginreglunni ef sjóferð fellur undir 3-d. mgr., 3-c. mgr. eða 3-b. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar skal talan sem reiknuð hefur verið í samræmi við. punkta 1.1.-1.4. margfölduð með 0.3-d. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar segir að að fenginni beiðni aðildarríkis getur framkvæmdastjórnin kveðið á um í framkvæmdargerð að aðildarríki grípi ekki til aðgerða gegn skipafélögum fram til 31. desember 2030 vegna losunar frá ferðum farþegaskipa, annarra en skemmtiferðaskipa, og ekjuferja[1] (e. ro-pax ships) sem fara á milli hafnar á eyju í lögsögu aðildarríkisins og hafnar undir lögsögu sama aðildarríkis að því gefnu að íbúar eyjarinnar séu færri en 200 000 og að engar vega- og járnbrautartengingar séu við meginlandið.3-c. mgr. 12. gr. segir að tvö aðildarríki, þar sem annað er ekki með landamæri á landi við annað aðildarríki og hitt aðildarríkið er landfræðilega næsta aðildarríki án slíkra landamæra á landi, geti sent inn sameiginlega beiðni til framkvæmdastjórnarinnar sem geti í framkvæmdargerð kveðið svo á um að aðildarríkin grípi ekki til aðgerða gegn skipafélögum fram til 31. desember 2030 vegna losunar sjóferða farþegaskipa eða ekjuferja innan ramma opinbers þjónustusamnings milli landa eða skyldu til að veita opinbera þjónustu milli landa sem tengir aðildarríkin tvö saman og frá starfsemi slíkra skipa innan hafnar í tengslum við slíkar sjóferðir.3-b. mgr. 12. gr. segir að ekki sé skylda að skila inn losunarheimildum vegna sjóferða milli hafnar sem er staðsett á ysta svæði aðildarríkis og hafnar sem er staðsett í sama aðildarríki, þ.m.t. sjóferðir milli hafna innan ysta svæðis og sjóferðir milli hafna á ystu svæðum í sama aðildarríkinu eða frá starfsemi slíkra skipa innan hafnar í tengslum við slíkar sjóferðir til 31. desember 2030.Varðandi útreikninga á samantekinni heildarlosun skips í losunarskýrslu ef  skipafélag vill gera frávik frá skilum á losunarheimildum skv. 3-e. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar sem snýr að skipum með ísflokk, , þá skulu þau draga 5% frá útreikningum í samræmi við punkta 1.1.-1.5.Vegna losunar áranna 2024 og 2025, við útreikninga á samantekinni heildarlosun skips, skulu skipafélög notast við innfösunarhlutföll (e. phase-in percentages) í samræmi við 3. gr. gb í ETS-tilskipuninni fyrir niðurstöður útreikninga í samræmi við 1.1.-1.6. eins og við á. Skipafélög skulu taka saman magn hverrar gastegundar til að reikna út samantekna heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem gefa skal skýrslu um skv. ETS-tilskipuninni. Vöktun nauðsynlegra upplýsinga til að réttlæta beitingu frávika frá 3. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar. Þegar losun gróðurhúsalofttegunda fellur undir umfang 3-d. mgr., 3-c. mgr. Eða 3-b. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar skulu skipafélög vakta, fyrir það tímabil sem skipið var á þeirra ábyrgð, fyrir hverja ferð brottfarar- og komuhafnir auk dag- og tímasetningar brottfarar og komu, magn og losunarstuðul fyrir allar tegundir eldsneytis sem voru notaðar (m.t.t. ráðstafana sem fram koma í 1.2.), losun gróðurhúsalofttegunda reiknaða í samræmi við 1.1.-1.3., vegalengd sjóferðar og hversu langan tíma sjóferðin tók.Þegar öll losun gróðurhúsalofttegunda frá skipi yfir skýrslutímabil fellur undir 3-d. mgr., 3-c. mgr. eða 3-b. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar og skipið fer fleiri en 300 sjóferðir á skýrslutímabilinu samkvæmt áætlun þess, er skipafélögum ekki skylt til að vakta þær upplýsingar sem fram koma í 2.1. fyrir hverja ferð þess skips yfir skýrslutímabilið.Þegar losun gróðurhúsalofttegunda fellur undir umfang 3-e. mgr. 12. gr.ETS-tilskipunarinnar skulu skipafélög veita upplýsingar um ísflokk skipsins. Reglugerðin tók gildi 1. janúar 2024.
[1] Ekjuferja er haffært farþegaskip sem getur flutt minnst tólf farþega og þar sem ökutæki eða járnbrautarvagnar geta ekið til og frá borði. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiðing á ákvæðum gerðarinnar í íslensk lög krefst breytinga á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, Til innleiðingar á reglugerð þessari þarf að gera breytingar á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sbr. reglugerðarheimild í 4. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Nauðsynlegar breytingar á gildissviði reglugerðar nr. 606/2021 til samræmis við lög nr. 96/2023, þar sem sjóflutningar eru felldir undir ETS, eru á döfinni. Í því sambandi þarf að fella reglugerð nr. 834/2017 úr gildi og færa efnislega í reglugerð nr. 606/2021.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að óska eftir að undanþágur verði veittar skv. 3-c. eða 3-d. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar mun það fela í sér aukna vinnu fyrir starfsfólk Umhverfisstofnunar eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Umhverfisstofnun bendir á að aðildarríki getur óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að undanþága sé gefin frá skilum á losunarheimildum vegna sjóferða farþegaskipa og ekjuferja til og frá eyja (með færri en 200.000 íbúa) innan lögsögu aðildarríkisins, sbr. 3-d. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar, og vegna sjóferða á milli aðildarríkisins og annars aðildarríkis sé annað þeirra ekki með landamæri á landi við annað aðildarríki og hitt aðildarríkið er næst landfræðilega eða starfsemi innan hafna vegna slíkra sjóferða, sbr. 3-c. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R2776
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2776, 14.12.2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2023)6728
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur