Reglugerð (ESB) 2023/2849 er varðar reglur um skýrslugjöf og gagnaskil vegna samantekinna losunargagna innan félags í sjóflutningum. - 32023R2849

Commission Delegated Regulation (EU) 2023/2849 of 12 October 2023 supplementing Regulation (EU) 2015/757 of the European Parliament and of the Council as regards the rules for reporting and submission of the aggregated emissions data at company level


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi er viðbót framkvæmdastjórnarinnar við reglugerð (ESB) 2015/757 um vöktun og skýrslugjöf vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá sjóflutningum. Hún fjallar um reglur er varða skýrslugjöf vegna samantekinna losunargagna innan skipafélags.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð (ESB) 2023/2849, sem hér er til greiningar, er sett á grundvelli 4. mgr. 11. gr. a reglugerðar (ESB) 2015/757, sbr. 3. gr. gd tilskipunar 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (hér eftir nefnd ETS-tilskipunin). Í 1. gr. reglugerðarinnar er fjallað um reglur varðandi vöktun. Hverju skipafélagi er gert að skila gögnum um samantekna losun innan félags (e. aggregated emissions data at company level) stjórnvalds (e. administering authority) í samræmi við C hluta í viðauka II í reglugerð (ESB) 2015/757. C hluti framangreinds viðauka snýst um vöktun á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er fellur undir ETS-tilskipunina og á þeim upplýsingum sem réttlæta frávik frá skyldu til þess að skila losunarheimildum, sbr. 3. mgr. 12. gr. ETS-tilskipunarinnar.Í töluliðum a-e 2. mgr. 1. gr. eru taldar upp þær upplýsingar sem samantekin losunargögn félags skulu innihalda. Skipafélög munu þurfa að skila inn upplýsingum sem einkenna félagið og skip í þeirra umsjá ásamt gögnum er snúa að vottun. Gefa skal upp samantekna heildarlosun þeirra gróðurhúsalofttegunda sem skal gefa skýrslu um skv. ETS-tilskipuninni innan hvers skips (e. at ship level) eins og ákvarðað er skv. töluliðum 1.1-1.7 í C hluta  viðauka II í reglugerð (ESB) 2015/757, sem tonn koldíoxíðsígilda og aðgreint eftir gróðurhúsalofttegund.  Einnig skal skila inn upplýsingum um aðferðafræði sem er notuð til taka saman gögn um heildarlosun innan félags ásamt öllum breytingum aðferðafræðinni sem eiga sér stað milli skýrslutímabila. Í 2. gr. er fjallað um ákvörðun stjórnvalds á samantekinni heildarlosun innan félags. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. skal stjórnvald í eftirfarandi tilvikum gera varfærnislegt mat á samantekinni losun skipafélags:hvSkipafélag hefur ekki skilað inn neinum gögnum um samantekna losun innan félags fyrir þann frest sem gefinn er upp í 11. gr. a reglugerðar (ESB) 2015/757, þ.e. fyrir 31 mars. Þetta gildir frá og með árinu 2025, sjá 11. gr. a.Vottuð samantekin losunargögn innan félags sem vísað er til í 11. gr. a í reglugerð (ESB) 2015/757 eru ekki í samræmi við téða reglugerð.Samantekin losunargögn innan félags hafa ekki verið vottuð með fullnægjandi hætti í samræmi við reglugerð (ESB) 2016/2072.[1]Í 2. mgr. 2. gr. kemur fram að í þeim tilvikum sem vottunaraðili kemst að þeirri niðurstöðu í vottunarskýrslu skv. 5. mgr. 13. gr. reglugerðar (ESB) 2015/757, að fyrir hendi séu óefnislegar rangfærslur, sem skipafélag hefur ekki leiðrétt fyrir útgáfu vottunaryfirlýsingar (e. verification statement), skuli stjórnvald meta þær rangfærslur. Þegar stjórnvald metur sem svo að um efnislegar rangfærslur sé að ræða skal gera varfærnislegt mat á samantekinni heildarlosun innan félags.Þegar til þess kemur að stjórnvald geri varfærnislegt mat á samantekinni losun innan félags ber að upplýsa skipafélag um hvort og þá hvaða leiðréttinga sé krafist og skipafélag skal koma þeim upplýsingum til vottunaraðila, sbr. 3. og 4. mgr. 2. gr reglugerðar þessarar. Reglugerð þessi tók gildi 1. janúar 2024. 
[1] Reglugerð (ESB) 2016/2072 um sannprófunarstörf og faggildingu sannprófenda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757, hefur nú verið felld úr gildi með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2917 um vottun, faggildingu vottunaraðila og samþykki stjórnvalda á vöktunaráætlunum í samræmi við reglugerð (ESB) 2015/757, sem nú er í greiningu hjá Umhverfisstofnun. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir til innleiðingar reglugerðarinnar. Lagastoð er að finna í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Samkvæmt lista sem finna má í ákvörðun (ESB) 2023/411 munu þrjú skipafélög heyra undir íslensk stjórnvöld í ETS. Það fer eftir þeim fjölda skipa sem hvert skipafélag ber ábyrgð á hvert umfang þeirra skýrslna verður sem skila ber skv. reglugerð þessari en ljóst er að þetta felur í sér viðvarandi aukna vinnu innan Umhverfisstofnunar sem mun taka á móti og fara yfir umræddar skýrslur. Þrátt fyrir að um nýja tegund af skýrslu sé að ræða, sem aðrir ETS-aðilar hafa ekki þurft að leggja fram hjá Umhverfisstofnun hingað til, er viðbúið að einhver samlegðaráhrif verði með þeirri vinnu sem fer fram innan stofnunarinnar við yfirferð árlegra skýrslna frá ETS-aðilum. Hægt verður að gera nánara kostnaðarmat hvað þetta varðar þegar umfang verður skýrara.

Hvað varðar ákvörðun stjórnvalds á samantekinni heildarlosun innan félags, sbr. 2. gr. reglugerðar þessarar, þá er hér um að ræða sömu skyldu og gildir um rekstraraðila og flugrekendur í ETS, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þegar slík tilvik koma upp, ber Umhverfisstofnun á grundvelli varfærnislegs mats, að ákvarða losun og hefst þá málsmeðferð þar sem viðkomandi aðila er veittur andmælafrestur og tekin er stjórnvaldsákvörðun sem er kæranleg til ráðherra, sbr. lokamálsl. 2. mgr. 11. gr. laganna. Hingað til hafa slík tilvik hjá Umhverfisstofnun verið afar fá og er því ekki gert ráð fyrir aukinni stjórnsýslu hjá stofnuninni hvað þetta varðar.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Skýrslan sem reglugerð þessi fjallar um er eitt þeirra gagna sem skipafélög, sem nýir aðilar innan ETS, munu þurfa að taka saman og skila til stjórnvalds vegna þeirra skuldbindinga sem felast í þátttöku í kerfinu.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R2849
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2849, 15.12.2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2023)6748
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar