Listi yfir það undir hvaða stjórnvald hvert skipafélag heyrir sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - 32024D0411

Commission Implementing Decision (EU) 2024/411 of 30 January 2024 on the list of shipping companies specifying the administering authority in respect of a shipping company in accordance with Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin inniheldur lista yfir öll skipafélög sem falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir þar sem tilgreint er undir hvaða stjórnvald hvert og eitt skipafélag heyrir. Stjórnvald að því er varðar skipafélag (e. administering authority in respect of a shipping company) ber ábyrgð á stjórnsýslu gagnvart viðkomandi skipafélagi í viðskiptakerfinu.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðun þessi er sett á grundvelli a-liðar 2. mgr 3. gr. gf tilskipunar 2003/87/EB (hér eftir ETS-tilskipunin) en skv. henni skal framkvæmdastjórnin setja framkvæmdargerð með lista yfir skipafélög sem stunduðu sjóflutningastarfsemi sem féll undir gildissvið ETS-tilskipunarinnar 1. janúar 2024 eða frá og með þeim degi sem stjórnvald að því er varðar skipafélag er ákvarðað í samræmi við 1. mgr. 3. gr. gf.  Ákvörðun þessi inniheldur framangreindan lista þar sem tilgreint er undir hvaða stjórnvald hvert skipafélag heyrir, sem hefur skip í umsjá sinni sem fellur undir ETS-kerfið. Listinn inniheldur IMO númer hvers skipafyrirtækis til auðkennis. Það hvort skipafyrirtæki falli undir ETS-kerfið er þó ekki háð því að það sé á þessum lista, heldur því að starfsemi þess falli undir ETS-tilskipunina.  Í ákvörðuninni eru tvær greinar og viðauki I sem inniheldur listann sjálfan, um þau skipafélög sem skulu vera á ábyrgð hvers stjórnvalds.  1. gr. segir að listinn af skipafélögum sem vísað er til í a-lið 2. mgr. 3. gr. gf ETS-tilskipunarinnar sé líkt og kemur fram í viðauka við þessa ákvörðun.  2. gr. segir að ákvörðunin skuli taka gildi þremur dögum eftir birtingu í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.  Samkvæmt viðauka falla þrjú skipafyrirtæki undir íslensk stjórnvöld. Þau eru: Anglo-Eastern Cruise Management Inc. IMO númer: 5886341, Eimskip Island ehf. IMO númer: 0215775, Lindblad Expeditions LLC. IMO númer: 1792180.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf ákvörðun þessa með setningu endurskoðaðrar reglugerðar um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem nú er í vinnslu, á grundvelli 2. mgr. 5. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ákvörðunin segir til um hvaða skipafélög heyra undir íslensk stjórnvöld hvað varðar eftirlit með framkvæmd reglna um ETS-kerfið, þ. á m. um vöktun og skýrslugjöf vegna losunar og skil á losunarheimildum. Þrjú fyrirtæki falla undir íslensk stjórnvöld skv. listanum og munu því þau verkefni Umhverfisstofnunar sem snúa að daglegri umsjón og eftirliti með aðilum í ETS-kerfinu aukast sem því nemur. Helstu verkefnin sem hér um ræðir eru sambærileg þeim verkefnum sem stofnunin sinnir vegna rekstraraðila og flugrekenda, þ.e. yfirferð vöktunaráætlana, losunarskýrslna og annarra gagna, en þar má þó nefna skýrslu yfir samantekin losunargögn innan félags sem er ný tegund skýrslu innan kerfisins. Einnig umsjón skráningarkerfisins og eftirlit með framfylgd reglna um ETS-kerfið. Nánara kostnaðarmat vegna þeirrar heildaraukningar sem verður á verkefnum Umhverfisstofnunar vegna þess að skipafélög falla nú undir ETS-kerfið verður tekið saman síðar.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Skv. listanum í I. viðauka ákvörðunar þessarar er einungis eitt skipafélag á listanum sem skráð er á Íslandi, þ.e. Eimskip. Hér er því staðfest að Eimskip fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og skal heyra undir umsjón íslenskra stjórnvalda. Hefur þetta þau áhrif að Eimskip skal uppfylla þær kröfur laga og reglna sem gilda um viðskiptakerfið, m.a. hvað varðar vöktun og skýrslugjöf og uppgjör losunarheimilda í skrefum, þ.e. að árið 2025 skal standa skil á 40% losunar ársins á undan, árið 2026 skal standa skil á 70% losunar ársins á undan og árið 2027 skal standa skil á allri losun ársins á undan. Skipafélag þarf að sækja um opnun reiknings í skráningarkerfinu hjá Umhverfisstofnun í tengslum við framangreint.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfis- og orkustofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024D0411
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/411, 31.01.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar