Útdráttur
Hér er um að ræða ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að tiltekinn sprengju leitar búnaður sem notaður er til að skanna handfarangur á flugvöllum uppfylli ekki kröfur og geti ekki annað því sem honum er ætlað. Því er vottun hans afturkölluð. Þessi afturköllun hefur síðan verið felld úr gildi með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2024/2109. Engin áhrif hér á landi. Ekki kostnaður.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar snýr að því að draga til baka ESB stimpil, e. EU stamp, á C3 sprengjuleitarbúnað fyrir handfarangur (EDSCB), sem nú er skráður í gagnagrunn sambandsins. Öryggisbúnaðurinn uppfyllir ekki kröfur um afköst við skönnun á vökva, úða- og geli (LAGs) í hand farangri.Ákvörðunin hefur verið felld úr gildi. Það var gert 31. ágúst sl. með ákvörðun 2024/2109.Aðdragandi: Í reglugerð (EB) nr. 300/2008 eru settar fram verklagsreglur fyrir samþykki og notkun flugöryggisbúnaðar fyrir almenningsflug.Á þessum grunni setur framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 um samræmda reglu um samþykki fyrir uppsetningu flugöryggisbúnaðar til að tryggja bestu innleiðingu sameiginlegra grunnstaðla í flugöryggi.Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2147 eru settir fram samræmdir listar yfir samþykktan flugöryggisbúnað fyrir almenningsflug. Einnig eru reglur um sérstaka vottun á búnaði, þ.e. „ESB stimpil“ fyrir búnað sem hefur verið staðfestur af Evrópusambandi flugmálastjórna.Samkvæmt framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 getur framkvæmdastjórnin, þegar hún fær upplýsingar sem gefa til kynna að búnaður uppfylli ekki þá staðla sem hann hefur verið samþykktur fyrir, afturkallað „ESB stimpilinn“ án fyrirvara. Þetta má gera annað hvort á grunni óskar frá aðildarríkjum eða að eigin frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar. Öryggisbúnaður sem hefur verið afturkallaður skal ekki nota nema með viðbótar mótvægisaðgerðum, eftir því sem við á.Tæknilegar upplýsingar sem framkvæmdastjórnin hefur fengið sýna að ákveðin stilling á staðli C3 sprengjuleitarbúnaðar fyrir handfarangur (EDSCB), uppfyllir ekki kröfur um frammistöðu við skimun á vökva, úða og gelefnum (LAGs) í farangri.Sameinaður gagnagrunnur sambandsins yfir búnað sem er leyfður til uppsetningar og notkunar í öllu sambandinu skal uppfærður í samræmi við þetta.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Engin áhrif.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 167. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða ákvörðunina með breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ætti ekki að hafa áhrif þar sem búið er að fella ákvörðunina úr gildi með ákvörðun nr. 2024/2109. Búnaðurinn er ekki í notkun hérlendis.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Engir.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Engin.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei