Tilskipun um raf- og rafeindatækjaúrgang - 32024L0884

Directive (EU) 2024/884 of the European Parliament and of the Council of 13 March 2024 amending Directive 2012/19/EU on waste electrical and electronic equipment (WEEE)


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið tilskipunarinnar er að koma öllum sólarrafhlöðum og sólarsellum undir kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipunin á rætur sínar að rekja til dómsmáls C-181/20 frá dómstól Evrópusambandsins þar sem dómstóllinn gerði athugasemdir við að fjármögnun úrvinnslu sólarrafhlaðna og annarra raftækja væri ábótavant þar sem hluti af fjármögnun við úrvinnslu þeirra hafi verið sett með afturvirkri tilskipun.Fram að dómnum höfðu sólarrafhlöður sem settar voru á markað frá 13.05.2005 fallið undir kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar. Dómurinn ályktaði að ekki hefði verið heimilt að fella sólarrafhlöður undir framlengda framleiðendaábyrgð á afturvirkan hátt með tilskipun um raf- og rafeindatæki nr. 2012/19/EU þann 12.08.2012.Dómurinn snýr að grein 13(1) í tilskipun 2012/19/EU. Þessari grein er hér með breytt til samræmis við ákvæði dómsins auk nokkurra annarra sambærilegra greina sem einnig voru afturvirkar í tilskipun 2012/19/EU. Staðli EN 50419 er breytt til samræmis.Tilskipunin kveður nú á um að framleiðendur sólarrafhlaðna þurfi aðeins að fjármagna úrvinnslu þeirra ef þær voru settar á markað frá 13.08.2012, en ekki afturvirkt frá árinu 2005.Svipuð staða kom upp með breytingum á tilskipun 2012/19/EU sem gilda um raf- og rafeindatæki sem sett eru á markað frá 15.08.2018. Þessi raftæki eru talin upp í grein 2(1)(b). Í einhverjum tilvikum hafa ríki fellt slík tæki undir framlengda framleiðendaábyrgð allt frá 13.08.2005 en í þessari tilskipun er mælst til þess að framlengd framleiðendaábyrgð nái ekki yfir tæki sem talin eru upp í grein 2(1)(b) sem sett voru á markað milli 13.08.2005-15.08.2018. Nánar er fjallað um þetta í 7. Lið aðfararorða tilskipunarinnar.Sólarrafhlöður og önnur raftæki innihalda þýðingarmikil hráefni (e. critical raw materials) í miklu magni sem mikilvægt er að koma í réttan úrgangsmeðhöndlunarfarveg. Að auki getur slíkur úrgangur haft töluverð neikvæð áhrif á heilsu manna og umhverfis ef hann fer ekki í rétta meðhöndlun.Tilskipunin felur ekki í sér neina stefnubreytingu þegar kemur að áherslum Evrópusambandsins í málefnum raf- og rafeindatækja né kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar.Í grein 1 eru eftirfarandi breytingar eru gerðar á tilskipun 2012/19/EU um raf- og rafeindatækjaúrgang (WEEE):Grein 12(1): Breytingin kveður á um að framlengd framleiðendaábyrgð gildi aðeins frá 13.08.2012 fyrir sólarrafhlöður og 15. ágúst 2018 fyrir þau raf- og rafeindatækja fyrir heimili sem bætt var við grein 2(1)b tilskipunar 2012/19/EU þegar henni var breytt með tilskipun 2018/849.Grein 12(3): Breytingin afturkallar tímamörkin sem framlengd framleiðendaábyrgð gildir fyrir raftæki sem heyra undir dóm C-181/20.Grein 12(4): Breytingin felst í gildissviði greinarinnar. Hún nær nú aðeins yfir þau raf- og rafeindatæki sem tilgreind eru í grein 2(1)(a) tilskipunar 2012/19/EU.Grein 13(1): Skýrt er í hvaða tilvikum framleiðendur þurfa að fjármagna söfnun, meðhöndlun og úrvinnslu sólarrafhlaðna og raf- og rafeindatækja sem falla undir tilskipun 2012/19/EU frá 15. ágúst 2018 og sem eru ekki til notkunar á heimilum.Sólarrafhlöður beri framlengda framleiðendaábyrgð ef þær voru settar á markað frá 13. ágúst 2012 en önnur raf- og rafeindatækinni sem greinin nær til bera framlengda framleiðendaábyrgð ef þau voru sett voru á markað frá 15. ágúst 2018.Grein 14(4): Breytingin fjallar um uppfærslu staðals EN 50419.Grein 15(2): Breytingin uppfærir skyldu framleiðenda til að merkja raftæki í samræmi við breytingarnar sem gerðar voru í grein 13(1). Einnig er fjallað um breytingu í staðli EN 50419.Í grein 2 er fjallað um skýrslu aðildarríkja um innleiðingu tilskipunarinnar.Í grein 3 og 4 er fjallað um innleiðingu tilskipunarinnar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á lögum um úrvinnslugjald nr 162/2002. Breyting á viðauka XIX (Sólarsellur eru tilgreindar sem ljósrafhlöður í tollskrá) þar sem bæta þarf inn eftirfarandi tollanúmerum í gjaldskrá Úrvinnslusjóðs:
8451.4200 Ljósrafhlöður, hvorki í samsettum einingum né í töflum
8541.4300 Ljósrafhlöður, einnig í samsettum einingum og í töflum
Umhverfisstofnun hefur ekki lagt mat á hvort breyta þurfi tollalögum. Skoða þarf það sérstaklega.
Tilskipun 2012/19/EU var innleidd með reglugerð 1061/2018 um raf- og rafeindatækjaúrgang. Í fljótu bragði er ekki þörf á að breyta reglugerðinni en mögulega breytist túlkun hennar eða aðlaga þurfi gildissvið hennar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar Úrvinnslusjóður
Niðurstöður samráðs Úrvinnslusjóður greindi frá þeim breytingum sem þyrftu að eiga sér stað á tollskrá vegna innleiðingarnar. Engar aðrar sérstakar athugasemdir komu fram.

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður fellur á aðildarríki því aðildarríki eiga að vinna skýrslu um innleiðingu tilskipunarinnar (e. explanatory documents) þar sem greint er frá því hvernig tilskipunin var innleidd og hvernig samsvörun er milli tilskipunarinnar og löggjafar aðildarríkisins. Sjá nánar grein 2.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Ekki hefur verið lagt úrvinnslugjald á sólarrafhlöður hingað til, þrátt fyrir að sólarrafhlöður séu hluti af raf- og rafeindatækjum sem skv. tilskipun (ESB) 2102/19, og falla þar með undir kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar sbr. flokk 4 (stór tæki) ljósspennuplötur og flokk 5 (lítil tæki), lítill búnaður með innbyggðar ljósspennuplötur. Dómur Evrópudómstólsins sem tilskipunin byggir ætti því ekki að hafa áhrif á það úrvinnslugjald sem þegar hefur verið greitt á Íslandi.
Samkvæmt samtölum við þrjá þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs hefur ekkert verið skilað inn af þessum búnaði til úrvinnslu. Innleiðing sólarsella í kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hefur sennilega farist fyrir við innleiðingu á tilskipun 2012/19 á sínum tíma. Innleiðingin er því rökrétt skref og á vel við á Íslandi.

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024L0884
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/884, 19.3.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB