Ákvörðun (ESB) 2025/1162, sem breytir ákvörðun 2005/381/EB varðandi spurningalista fyrir skýrslugjöf um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB. - 32025D1162
Commission Implementing Decision (EU) 2025/1162 of 5 June 2025 amending Commission Decision 2005/381/EC as regards the questionnaire for reporting on the application of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.03 Loft |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Skv. 21. grein tilskipunar 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins (ETS tilskipunin) skulu lögbær stjórnvöld sem sinna viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS kerfisins) skila skýrslu til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir 30. júní ár hvert. Skýrslan samanstendur af spurningalista, sem er í stöðugri endurskoðun, fjallar um alla undirflokka kerfisins en ákvörðun (ESB) 2025/1162, sem hér er til greiningar tekur aðallega á einföldun listans til að minnka stjórnsýslulega byrgði aðildarríkjanna en listinn er einnig aðlagaður að því sem bætt hefur verið við kerfið undanfarin ár.
Nánari efnisumfjöllun
Samkvæmt 21. gr. ETS tilskipunarinnar skulu aðildarríki skila til Framkvæmdastjórnar ESB skýrslu um beitingu tilskipunarinnar. Í ákvörðun 2005/831/EB var í viðauka settur fram spurningalisti, sem er í raun skýrslan sem að skilað er. Þessum spurningalista er breytt með ákvörðun 2025/1162 og honum skipt út í heild sinni. Ástæða breytinganna: Til að innleiða breytingar á lagalega bindandi markmiðum um loftslagsmál sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1119 var framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2066 um vöktun og skýrslugjöf breytt og inniheldur nú nýjar reglur um vöktun og skýrslugjöf vegna annarrar starfsemi sem getið er í viðauka I við ETS tilskipunina. Þar má nefna endurnýjanlega orkugjafa, lágkolefna eldsneyti, CO2 sem er efnafræðilega og varanlega bundin í vörum sem og áhrif frá flugstarfsemi önnur en vegna CO2 (non CO2 aviation effects). Vegna samræmingar þá hafa einnig framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2067 um vottun og faggildingu verið breytt sem og reglugerðir um endurgjaldslausar losunarheimildir (ESB 2023/873 og ESB 2025/772). Að lokum var gildissvið ETS kerfisins útvíkkað og tekur nú einnig til skipaflutninga og losunar frá byggingum, vegasamgöngum og öðrum geirum (ETS 2). Nauðsynlegt þykir að endurspegla í ákvörðun (ESB) 2025/1162 breytingar á ETS tilskipuninni og tengdum framkvæmdar -og framseldum gerðum. Reynsla aðildarríkjanna af notkun spurningalistans hefur einnig sýnt fram á þörf á að bæta skilvirkni hans og samræma þær upplýsingar sem birtar eru. Til að draga úr stjórnsýslubyrgði á aðildarríki við að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt 21. gr. ETS tilskipunarinnar er talin þörf á þeim breytingum sem settar eru fram í ákvörðun (ESB) 2025/1162, en spurningarnar sem koma fram á listanum sem settur er fram í viðauka við ákvörðunina eiga einungis að varða þau gögn sem framkvæmdastjórnin hefur ekki aðgang að, annarstaðar frá. Ákvörðun (ESB) 2025/1162 telur aðeins tvær greinar og viðauka. : gr. Viðauka við ákvörðun 2005/381/EB er skipt út í heild sinni. gr. Í henni kemur einungis fram að ákvörðuninni er beint að aðildarríkjum ESB. Viðauki: Nýr spurningalistinn í heild sinni er settur fram í viðauka, þar hafa verið tekin útatriði sem Framkvæmdastjórn ESB getur nálgast á öðrum stöðum en í gegnum spurningalistann/skýrsluna og atriðum hefur verið bætt við sem nefnd eru hér að ofan og líta að þróun og breytingum á ETS kerfinu.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
| Alþingi hefur lokið mati sínu | Nei |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
| Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Gera þarf breytingar á reglugerð 606/2021. Þó má geta þess að ákvörðun 2005/381/EB og þær ákvarðanir sem hafa breytt henni hafa ekki verið sérstaklega innleiddar í íslenska reglugerð. Þá virðist einnig vanta lagastoð í lög 96/2023, verði ákvarðanirnar teknar upp í íslenska reglugerð. |
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Enginn |
|---|
Ábyrgðaraðilar
| Ábyrgt ráðuneyti | Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið |
|---|---|
| Ábyrg stofnun | Umhverfis- og orkustofnun |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32025D1162 |
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2025/1162, 24.6.2025 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB |
|---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar |
|---|
