Útdráttur
Tilskipunin miðar að því að bregðast við vaxandi vá sem stafar af því sem á ensku kallast shadow fleet, skuggafloti. Viðbrögðin felast í því að efla upplýsingagjöf til skipaskráningarkerfa, e. MSR systems, einkum um tryggingavottorð og ábyrgðarvottanir sem tengjast mengunarslysum og rekstrarábyrgð.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Tilskipunin miðar að því að bregðast við vaxandi vá sem stafar af því sem á ensku kallast shadow fleet, skuggafloti. Viðbrögðin felast í því að efla upplýsingagjöf til skipaskráningarkerfa, e. MSR systems, einkum um tryggingavottorð og ábyrgðarvottanir sem tengjast mengunarslysum og rekstrarábyrgð.Aðdragandi: Breytingar í heimsmálum, m.a. stríðið í Úkraínu, hafa leitt til aukinna flutninga olíu og hættulegra vara með gömlum og óskoðuðum skipum með vafasama viðurkenningu, svokölluðum skuggaflota, e. shadow fleet. Samtök eins og IMO, 1992 CLC Fund, og IOPC Funds hafa gefið út ný viðmið sem styðja nauðsyn þessara breytinga. Gerðin tekur mið af þessum nýju alþjóðlegu viðmiðum og þörf ESB-ríkjanna til að styrkja eftirlit við strendur sinna ríkja.Efnisútdráttur: Gerðin felur í sér breytingu á liðum í 4. kafla viðauka I við tilskipun 2002/59/EB og leggur áherslu á:• Skyldu til að gefa upplýsingar um:o Magn og eðli eldsneytis, e. bunker fuel, um borð fyrir skip yfir 1000 GT.o Siglingastöðu, e. navigational status.o Tryggingavottorð sem staðfesta: Tryggingar fyrir sjávarábyrgð (samkvæmt tilskipun 2009/20/EB). Vottorð um ábyrgð vegna olíumengunarslysa (1992 CLC). Vottorð samkvæmt Bunker Oil Convention 2001. Vottorð samkvæmt Nairobi Wreck Convention 2007.Tilskipunin felur í sér nýja viðbót við tilkynningarskyldu skipa sem fara um skipaskráningarkerfi ESB, þar með talin:• Skráning trygginga- og ábyrgðarvottorða• Meiri áhersla á viðbragðsgetu vegna mögulegs olíuleka og tjónsUmsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breyta þarf I. viðauka reglugerðar um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa nr. 80/2013.Gerðin var borin undir Vaktstöð siglinga, sem hefur eftirlit með skip sem sigla inn á svæði sem heyra undir tilkynningarskyldu sem taldi jákvætt að gerðin yrði tekin upp í EES-samninginn.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í ákvæði 1. mgr. 17. gr. laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Mun ekki hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir Samgöngustofu. Gerðin var borin undir Vegagerðina/Vaktstöð siglinga sem benti á að kostnaður gæti orðið verulegur en lægi ekki fyrir eins og stæði.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Vaktstöð siglinga.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.