Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/663 frá 2. apríl 2025 um breytingu reglugerðar (ESB)2023/2117 hvað varðar reglur og kröfur til starfsemi og stjórnunar gagnasafns fyrir upplýsingar. - 32025R0663
Commission Implementing Regulation (EU) 2025/663 of 2 April 2025 amending Implementing Regulation (EU) 2023/2117 as regards the list of information objects for the repository of information
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 13 Flutningar, 13.07 Annað |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Um er að ræða reglugerð sem kveður á um reglur og kröfur til starfsemi og stjórnunar gagnasafns fyrir upplýsingar samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139. Með reglugerð 2025/663 eru gerðar minni háttar breytingar á upplýsingum í fylgiskjali I við reglugerð 2023/2117 og þær uppfærður og leiðréttur. Þá var upplýsingum um rekstrarleyfi fyrir rekstraraðila ómannaðra loftfara (UAS) bætt við fylgiskjal I. Kostnaður óverulegur. Eðlileg áhrif.
Nánari efnisumfjöllun
Samkvæmt 74. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139 skal Flugöryggisstofnunin, í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB og lögbær landsyfirvöld, koma á og stjórna gagnasafni fyrir upplýsingar sem er nauðsynlegt til að tryggja skilvirka samvinnu milli þeirra við framkvæmd verkefna sem tengjast vottun, eftirliti og framfylgd.Með reglugerð 2025/663 eru gerðar minni háttar breytingar á upplýsingum í fylgiskjali I við reglugerð 2023/2117 og þær uppfærður og leiðréttur. Við endurskoðun á reglugerð 2023/2117 kom í ljós að sumt sem þar var skráð upphaflega ætti ekki að vera á listanum, annað væri tvítekningar eða taldið óþarft. Einnig voru forgangsflokkar endurskoðaðir til þess að tryggja að aðeins nauðsynlegar upplýsingar séu skráðar í upplýsingageymsluna. Þá var upplýsingum um rekstrarleyfi fyrir rekstraraðila ómannaðra loftfara (UAS) bætt við fylgiskjal I. Reglugerð 2023/2117 hefur ekki verið innleidd hér á landi.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
| Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
|---|---|
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Enginn |
|---|
Ábyrgðaraðilar
| Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
|---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32025R0663 |
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2025/663, 3.4.2025 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB |
|---|
