Ákvörðun um reiknireglur til að meta magn efnis sem fer í endurvinnslu reiknað út frá meðaltapi efnis í flokkunarstöðvum - C(2021)6295
Commission Delegated Decision .../... supplementing Directive 2008/98/EC of the European Parliament and of the Council with regard to rules for the calculation and verification of the weight of materials or substances which are removed after a sorting operation and which are not subsequently recycled, based on average loss rates for sorted waste
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | Tillaga ESB sem gæti verið EES-tæk |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Útlistun á aðferðum aðildarríkja við útreikninga á endurvinnslumarkmiðum heimilisúrgangs með samræmdum reikniaðferðum á aðeins þeim úrgangi sem fer í raunendurvinnslu með því að draga frá það sem fellur til við flokkun úrgangsins með hlutfalli meðaltaps (e. average loss rate) flokkaðs úrgangs.
Markmiðið er að úrgangstölfræði endurspegli það raunmagn sem fer í endurvinnslu og að endurvinnsluhlutfall sé reiknað út á samræmdan hátt í aðildarríkjunum í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að mæla magn úrgangs sem fer í endurvinnslu á áreiðanlegan hátt.
Markmiðið er að úrgangstölfræði endurspegli það raunmagn sem fer í endurvinnslu og að endurvinnsluhlutfall sé reiknað út á samræmdan hátt í aðildarríkjunum í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að mæla magn úrgangs sem fer í endurvinnslu á áreiðanlegan hátt.
Nánari efnisumfjöllun
Í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB, með breytingartilskipun (ESB) 2018/851, er kveðið á um endurvinnslumarkmið heimilisúrgangs fyrir 2025, 2030 og 2035. Sú tilskipun tilgreinir að aðeins skuli nota mælingu á magni úrgangs sem fer inn í endurvinnslustöð til útreikninga á stöðu endurvinnslu m.t.t. endurvinnslumarkmiða. Undanþága heimilar að hægt sé að reikna út endurvinnslumarkmið með gögnum um magn þess úrgangs sem kemur út úr flokkunarstöð fyrir endurvinnslu með ákveðnum öryggisráðstöfunum. Með þeirri aðferð má nýta meðaltap (e. average loss rates) fyrir flokkaðan úrgang til að koma í veg fyrir að það sem fellur til við meðhöndlun úrgangsins og er ekki endurunnið sé talið með endurvinnslu m.t.t. endurvinnslumarkmiða.Með þessari ákvörðun sem hér er til skoðunar kemur framkvæmdastjórnin á samræmdum reglum fyrir útreikning, sannprófun og skýrslugjöf, um þyngd efna sem eru fjarlægð eftir flokkun og eru ekki endurunnin í kjölfarið, út frá meðaltapi (e. average loss rates) fyrir flokkaðan úrgang.Sömu reglur gilda fyrir útreining á endurvinnslumarkmiðum umbúða og umbúðaúrgangs með tilskipun EB/2018/852 og vísar í þessa ákvörðun.Samkvæmt 11a. gr. lið 10 úrgangstilskipunar EB/2008/98 er framkvæmdarstjórninni heimilt að setja reglur um útreiking, sannprófun og form skýrslugjöf um þyngd efna sem eru fjarlægð eftir flokkun, og sem fara ekki í endurvinnslu í kjölfarið, út frá meðaltapshlutfalli fyrir flokkaðan úrgang.Efni ákvörðunar1. grein. Skilgreiningar. Vísar í skilgreiningar ákvörðunar 2019/1004 sem eru viðeigandi fyrir gerðina.2. grein. Reiknireglur fyrir útreikning þar sem notast er við meðaltap.3. grein. Tilgreinir kröfur um gagnaöflun fyrir útreikning og sannprófun á meðaltapi.4. grein. Fjallar um upplýsingaskyldu aðildarríkjanna um meðaltap og stjórnsýslulega samvinnu aðildarríkja og framkvæmdarstjórnar.grein. Tilgreinir aðildarríki sem ákvörðunin er beint til.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
| Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
|---|---|
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
|---|
Vinnslustig (pipeline stage)
| Dagsetning tillögu ESB | |
|---|---|
| C/D numer | C(2021)6295 |
| Dagsetning tillögu |
