COM(2022) 142

Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council establishing a framework for setting ecodesign requirements for sustainable products and repealing Directive 2009/125/EC


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Tillaga ESB sem er merkt EES-tæk
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þetta er endurskoðun og niðurfelling á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.

Nánari efnisumfjöllun

 Nýja reglugerðin setur ramma til að bæta sjálfbærni í umhverfinu af vörum og að tryggja frjálst flæði á innri markaðnum með að setja kröfur um visthönnun sem vörur þurfa að uppfylla til að mega vera settar á markað eða vera teknar í notkun. Þessar kröfur um visthönnun, sem Framkvæmdastjórnin skal útfæra nánar í framseldum gerðum varða: Vöruendingu og áreiðanleika,Endurnýtanleika vöru,Uppfærsluhæfni vöru, viðgerðarhæfni, viðhaldsmöguleika og endurbótum, tilvist efna sem geta valdið áhyggjum,Orku- og auðlindanýtni,Endurunnin efni í vörum,Endurframleiðsla og endurvinnsla vöru,Kolefnis- og umhverfisfótspor vörunnar,Væntanleg myndun úrgangsefna af vörum.Með þessari reglugerð er einnig komið á „Digital Product Passport“ stofnuð til að veita upplýsingar um umhverfislega sjálfbærni vöru og ætlað að hjálpa neytendum og fyrirtækjum við kaup á vörum, auðvelda viðgerðir og endurvinnslu, bæta gagnsæi um áhrif á lífsferilinn, sem og að hjálpa opinberum aðilum betur að framkvæma athuganir og eftirlit. Á einnig að koma í veg fyrir að óseldar neytendavörur eyðist. Meðal annars ætti „Digital Product Passport“ að hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir  með því að bæta aðgang þeirra að vöruupplýsingum sem skipta þá máli, leyfa rekstraraðilum og öðrum í verðmætakeðjunni eins og viðgerðaraðilum eða endurvinnsluaðilum að hafa aðgang að viðeigandi upplýsingum og gera innlendum yfirvöldum kleift að sinna skyldum sínum. Í þeim tilgangi ætti „Digital Product Passport“ ekki að koma í staðinn fyrir en vera viðbót við óstafræn form í að koma áfram upplýsingum, s.s. upplýsingar í vöruhandbók eða á merkimiða. Stafrænar upplýsingar um vöruna og lífsferil hennar eða, þar sem við á, þá ætti vegabréfið að vera aðgengilegt með að skanna gagnabera eins og t.d. QR-kóða. Þar sem það er mögulegt ætti gagnaberinn að vera á vörunni sjálfri til að upplýsingarnar séu aðgengilegar allan lífsferilinn. Hins vegar eru undantekningar eftir eðli, stærð eða notkun viðkomandi vara. Til að bæta framfylgni um visthönnun er nauðsynlegt að innlend yfirvöld og Framkvæmdastjórnin hafi beinan aðgang að skrá af öllum gagnaberum og sérauðkennum tengd vörum sem settar eru á markað eða settar eru í þjónustu. Í þeim tilgangi ætti Framkvæmdastjórnin að koma upp og viðhalda skráningarkerfi fyrir „Product Passport“ gögn. Framkvæmdastjórnin á að koma á vinnuáætlun sem nær yfir að minnsta kosti 3 ár tilgreinir viðmiðin hvernig eigi að forgangsraða vörum. Eyðing á óseldum neytendavörum eins og vefnaðarvöru og skófatnað er að verða útbreitt umhverfisvandamál víða í Sambandinu sérstaklega vegna örs vaxtar vefverslunar. Það er því nauðsynlegt í þágu umhverfisverndar með þessari reglugerð komi á ramma til að koma í veg fyrir eyðingu óseldra vara sem fyrst og fremst eru ætlaðar neytendum samkvæmt tilskipun (ESB) 2019/771. Þetta mun draga úr umhverfisáhrifum þessara vara með því að draga úr myndum úrgangs og með því að koma í veg fyrir offramleiðslu af vörum.   Þar sem söluaðili býður vöru til sölu, leigu- eða kaupleigu, sýnir vörur til viðskiptavina eða uppsetningaraðila er nauðsynlegt fyrir söluaðila að tryggja að viðskiptavinir hans geti haft aðgang að þeim upplýsingum sem krafist er samkvæmt þessari reglugerð, þar með talið fjarsölu. Einkum ætti þessi reglugerð að krefjast þess að söluaðilar tryggi að „Digital Product Passport“ sé aðgengilegt viðskiptavinum og að merkingar séu skýrar og séu í samræmi við gildandi kröfur. Söluaðili ætti að fara eftir þessu í hvert skipti sem varan er boðin út til leigu. Til að auðvelda val á sjálfbærari vörum ættu merkimiðar, þar sem þess er krafist, að vera birtir á greinilegan hátt. Þeir ættu að vera auðkenndir sem merkimiðinn sem tilheyri viðkomandi vöru án þess að viðskiptavinurinn þurfi að lesa vörumerki og tegundarnúmer á merkimiðann. Merkimiðinn ætti að vekja athygli viðskiptavinarins þegar hann væri að skoða vörurnar sem væru til sýnis. Til að tryggja að merkimiðinn sé aðgengilegur viðskiptavinum þegar þeir eru að íhuga kaup, ættu bæði söluaðili og ábyrgur rekstraraðili að birta merkimiðann þegar hann auglýsir vöru, einnig þegar um er að ræða fjarsölu, þar á meðal á netinu. Til að tryggja að kröfur um visthönnun nái tilætluðum áhrifum ætti reglugerðin að setja fram yfirgripsmikið ákvæði sem á við um allar vörur sem falla undir kröfur um visthönnun. Það ákvæði fjallar um það að óréttmætra breytinga á frammistöðu vörunnar á meðan hún er í prófun eða stuttu eftir að hún er sett í notkun, sem gefur ranga mynd af raunverulegri frammistöðu vörunnar meðan hún er í notkun. Kröfur eru settar á netmarkaði og leitarsíður sem tilgreina að markaðseftirlitsyfirvöld geti skipað netmörkuðum að fjarlægja ólöglegt efni. Til að auka traust á vörum sem settar eru á markað, einkum þær sem uppfylla kröfur um visthönnun, þarf almenningur að vera viss um að rekstraraðilar sem setja vörur sem ekki uppfylla kröfur á markað munu sæta viðlögum. Það er því nauðsynlegt að aðildarríkin setji skilvirk og letjandi viðurlög í landslög fyrir að fara ekki að reglugerð þessari. Það er nauðsynlegt að kröfur um visthönnun nái til breiðasta úrvals af vörum, ekki aðeins orkutengdar vörur, og að skilgreiningin um kröfur um visthönnun sé víkkuð til að ná yfir alla þætti um hringlögun. Það er einnig nauðsynlegt að aðlaga þessa reglugerð að nýja lagarammanum sem settur er fram í reglugerð (EB) nr. 765/2008 og ákvörðun nr. 768/2008/EC, og að bæta ákvæði sem tengjast markaðseftirliti. Því ætti að skipta út tilskipun 2009/125/EB. Til þetta að tryggja réttaröryggi fyrir alla rekstraraðila frá gildistökudegi reglugerð þessari og til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði fyrir fyrirtæki sem starfa á innri markaði, ákvæðin sem setja fram skyldur um gagnsæi sem tengjast förgun á óseldum neytendavörum, blekking og markaðseftirlit ætti að vera samræmd fyrir alla rekstraraðila um allt Sambandið. Tilskipun 2009/125/EB ætti því að vera skipt út með reglugerð. 

Innleiðing

Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta 42/2009
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2022) 142
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu