Útdráttur
Markmið með gerðinni er að skýra tilteknar flugverndarráðstafanir, samræma þær og einfalda, tryggja skýrleika og bestu framkvæmd flugverndar. Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á útfærslu tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla um flugvernd í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998. Flugverndarráðstafanir eru samræmdar og einfaldaðar til að tryggja skýrleika og bestu framkvæmd. Þá eru gerðar breytingar á þróun ógnar- og áhættumyndun eins og hún hefur breyst vegna tækniþróunar. Lítil áhrif. Kostnaður óverulegur. Samhliða er verið að taka upp framkvæmdarákvörðun um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2015) 8005 að því er varðar tilteknar ítarlegar ráðstafanir til innleiðingar á sameiginlegum grunnstöðlum um flugvernd. Efni ákvörðunarinnar er háð leynd og er ekki birt opinberlega
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að skýra tilteknar flugverndarráðstafanir, samræma þær og einfalda, tryggja skýrleika og bestu framkvæmd flugverndar.Efnisútdráttur: Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á útfærslu tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla um flugvernd í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998. Flugverndarráðstafanir eru samræmdar og einfaldaðar til að tryggja skýrleika og bestu framkvæmd. Þá eru gerðar breytingar á þróun ógnar- og áhættumyndun eins og hún hefur breyst vegna tækniþróunar. Breytingarnar eru um sjálfvirkan hugbúnað til að finna bannaða hluti (APID), búnað til að greinina sprengiefni (EDS), snefilgreiningartæki fyrir sprengiefni (ETD), öryggisskanna og sprengiefnagreiningarbúnað (EVD).Þá eru gerðar breytingar á innleiðingaraðferðum tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla um vottun þeirra sem veita þjálfun, úreltar tilvísanir fjarlægðar og skýringar á fyrir fram upplýsingum um farm sem veittar eru áður en hleðsla fer fram (PLACI) eru lagfærðar.Auk þess eru tilvísanir milli ákvæða í reglugerðinni eru lagfærð til að auka lagaskýrleika og tryggja bestu framkvæmd sameiginlegra grunnstaðla í flugvernd.Viðauki við reglugerð (ESB) 2015/1998 er leiðréttur í samræmi við framangreint.Samhliða innleiðingu gerðarinnar skal innleiða framkvæmdarákvörðun um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2015) 8005 að því er varðar tilteknar ítarlegar ráðstafanir til innleiðingar á sameiginlegum grunnstöðlum um flugvernd. Efni ákvörðunarinnar er háð leynd, e. secret decision og er ekki birt opinberlega.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Um er að ræða minniháttar breytingar sem hafa ekki mikil áhrif hér á landi. Breytingarnar eru gerðar til að auka skýrleika og í þeim tilgangi að tryggja bestu framkvæmd.Gerðin felur í sér tækja/tæknibreytingar sem hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 167. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur kostnaður metin við innleiðingu þessarar reglugerðar. Getur falið í sér aukinn kostnað fyrir rekstraraðila Keflavíkurflugvallar vegna tækja/tæknibreytinga.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Framkvæmdaaðilar flugverndarráðstafana á flugvöllum.