Útdráttur
Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur varðandi CMR-efni (krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun). Breytingar fela í sér að uppfæra skrá í II. viðauka yfir innihaldsefni sem eru ekki leyfileg í snyrtivörum og skrá í III. viðauka yfir innihaldsefni sem falla undir skilyrði varðandi notkun í snyrtivörum ásamt uppfærslum á viðauka IV. yfir litarefni og viðauka V. um rotvarnarefni sem er leyfilegt að nota í snyrtivörum.
Nánari efnisumfjöllun
Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur.Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur skulu efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun (CMR) í undirflokki 1A, 1B eða flokki 2 vera bönnuð í snyrtivörum nema að þau falli undir undantekningar sem eru tilgreindar í seinni setningu 1.mgr. 15. gr. eða í annarri undirmálsgrein 2. mgr. 15. gr. í áðurnefndri reglugerð.Í samræmi við framselda reglugerð (ESB) 2020/1182, sem kom til framkvæmda þann 1. mars 2022, þá er efnum sem flokkuð eru sem CMR efni samkvæmt hættuflokkun í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna einnig bætt við eða fjarlægð af listum um efni sem eru bönnuð eða háð takmörkunum í viðaukum II. og III. í reglugerð (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Þær breytingar sem gerðar eru á reglugerð (EB) nr. 1223/2009 eru að mestu til samræmingar við breytingar sem orðið hafa á reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og eru sem hér segir: Efnum sem flokkuð voru sem CMR efni er bætt við lista við efni sem eru ekki leyfileg í snyrtivörum í II. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, alls 15 nýjar færslur sem innihalda efni, tveim færslum af þrem er eytt til einföldunar þar sem eru mjög lík efni með sömu bórat er að ræða og munu þau því vera sameinuð í hóp undir þriðju færslunni og einni færslu er varðar nanó silfur er skipt út fyrir færslu þar sem nanó og stærri silfuragnir eru ekki leyfilegar.Í lista yfir efni sem falla undir skilyrði varðandi notkun í snyrtivörum í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009 er færslu um silfur í duftformi (100 nm 1 mm) bætt við þar sem hæsti leyfilegur styrkur sifurs er takmarkaður við 0,05% í vöru tilbúnni til notkunar. Einnig er bætt við færslu um Hexýl Salisýlat (Hexyl Salicylate) sem verður óleyfilegt sem innihaldsefni í vöru fyrir börn undir 3 ára aldri með undantekningum (tannkrem (0,001% hámarksstyrkur), sturtusápur, handsápa, sjampó, hárnæring, krem fyrir andlit, líkama og hendur o.fl. sem ætlað er fyrir börn undir 3 ára).Í lista yfir litarefni sem eru leyfileg til notkunar í snyrtivörum í IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009 er færslu sem varðar silfur í duftformi (100 nm 1 mm) skipt út.Í lista yfir rotvarnarefni sem eru leyfileg til notkunar í snyrtivörum V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009 Natríum-O-fenýlfenat (Sodium -O phenylphenate ) er bætt við hóp efna í færslu 7.Færslum er bætt við, breytt eða felldar út í II., III. IV, og V.viðauka við reglugerð (ESB) nr. 1223/2009 í eins og fram kemur í viðauka við þessa reglugerð.Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda 1.maí.2026