32015L0849

Directive (EU) 2015/849 of the European Parliament and of the Council of 20 May 2015 on the prevention of the use of the financial system for the purposes of money laundering or terrorist financing, amending Regulation (EU) No 648/2012 of the European Parliament and of the Council, and repealing Directive 2005/60/EC of the European Parliament and of the Council and Commission Directive 2006/70/EC - AMLD IV


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins ESB nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins 2005/60/EB og tilskipun ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta, 09.02 Bankar og aðrar fjármálastofnanir
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 249/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með tilskipuninni á að herða baráttuna gegn hryðjuverkum, peningaþvætti og skattsvikum. Málið er talið eitt af helstu öryggismálum ESB. Ástæður þess að tilskipunin var samþykkt voru breytingar á aðferðum hryðjuverkamanna við að fjármagna aðgerðir sínar og auknir möguleikar á að sporna við skattsvikum. Tekið verður upp áhættumat, gerðar ríkari kröfur til upplýsinga um eignarhald félaga og lögaðila auk þess sem tilkynningaskyldir aðilar þurfa að taka upp ný vinnubrögð í viðskiptum við aðila með stjórnmálaleg tengsl. Kostnaður mun aukast vegna tilskipunarinnar vegna aukinnar fyrirhafnar tilkynningaskyldra aðila, aukinna krafna til peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara og nauðsynlegrar styrkingar fyrirtækjaskrár vegna miðlægs gagnagrunns. Væntanlega verður mestur kostnaður stjórnvalda vegna grunnsins. Málið snertir fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, héraðssaksóknara auk dómsmálaráðuneytisins.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Evrópusambandið samþykkti þann 20. maí 2015 fjórðu tilskipunina um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Innleiðing hennar hjá aðildarríkjum á að ljúka í síðasta lagi 26 júní 2017. ESB leggur mikið upp úr því að innleiðing klárist sem fyrst. ESB hefur einnig þrýst mjög á EFTA-ríkin að innleiða þessar reglur hið fyrsta. Ástæða þrýstingsins er sú að þær eru taldar gríðarlega mikilvægar í baráttunni við hryðjuverk.
Með tilskipuninni á að herða baráttuna gegn hryðjuverkum, peningaþvætti og skattsvikum. Málefnið hefur verið skilgreint sem eitt af helstu öryggismálum ESB. Ástæður þess að þessi tilskipun var samin og samþykkt af Evrópusambandinu voru breytingar á aðferðum hryðjuverkamanna við að fjármagna aðgerðir sínar og auknir möguleikar undanfarið á að sporna við skattsvikum.
Efnisútdráttur:
Helstu efnisatriði eru eftirfarandi:
Áhættumat eða risk based approach aðildarríkja. Aðildarríkjunum er gert að greina þá áhættu sem að steðjar á hverjum tíma í tengslum við peningaþvætti. Gert er ráð fyrir að meiri samvinna verði milli aðildarríkjanna á þessu sviði. Gera má ráð fyrir að yfirþjóðlegar stofnanir á borð við Europol og evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði muni leika lykilhlutverk í þeirri vinnu. Aukin samvinna milli ríkja kann að leiða til þess að auknar kröfur verði gerðar til peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara sem gegnir hlutverki svokallaðs Financial Intelligence Unit eða FIUs.
Áhættumat eða risk based approach viðskiptavina tilkynningarskyldra aðila. Tilskipunin leggur þá skyldu á tilkynningarskylda aðila að beita áhættumati við áreiðanleikakönnun viðskiptavina. Þetta felur í sér að tilkynningarskyldir aðilar munu þurfa að setja sér reglur um áhættumat sem munu leiða til þess að í sumum tilvikum verður slakað á kröfum um upplýsingaöflun t.d. þegar viðskiptavinur hefur átt í langvarandi viðskiptasambandi við fjármálafyrirtæki og litlar sem engar líkur eru taldar á peningaþvætti. Þetta er mjög jákvætt því núgildandi löggjöf hér á landi gerir ráð fyrir stífum formkröfum sem leiða til þess að orka tilkynningarskyldra aðila beinist að miklu leyti í þá átt að uppfylla formkröfur í stað aukins eftirlits vegna þeirra aðila sem mestar líkur eru á að stundi peningaþvætti. Þessi nálgun mun leiða til þess að innlendir og evrópskir eftirlitsaðilar þurfa að setja fram leiðbeiningar um hvernig tilkynningarskyldum aðilum ber að haga áhættumati.
Áhættuhópur fólks vegna stjórnmálalegra tengsla, Politically exposed persons/PEPs. Reglur vegna einstaklinga í áhættu vegna stjórnmálalegra tengsla eru útvíkkaðar þannig að þær nái til innlendra aðila en ekki einungis erlendra, eins og núgildandi reglur kveða á um. Þetta felur í sér stærstu breytinguna fyrir eftirlitsskylda aðila. Mengi einstaklinga sem teljast í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla stækkar mikið og kalla nýju reglurnar á að það þurfi samþykki yfirstjórnar í fjármálafyrirtæki fyrir viðskiptasambandi við þessa aðila, meiri kröfur eru gerðar um að uppruni fjármagns verði sannreyndur og aukið eftirlit verði haft með viðskiptum. Þessi breytta framkvæmd mun auka kostnað tilkynningarskyldra aðila við framkvæmdina.
Rauverulegur eigandi eða Benefical owner. Í III. kafla tilskipunarinnar sem ber yfirskriftina Beneficial ownership information er kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að halda miðlæga skrá um raunverulega eigendur viðskiptamanns tilkynningaskylds aðila eins og hugtakið er skýrt í tilskipuninni. Tilskipunin skyldar lögaðila sem starfræktir eru í aðildarríkjunum til að afla og halda utan um réttar og nákvæmar upplýsingar um raunverulegt eignarhald þeirra, sem og þá hagsmuni sem um ræðir beneficial interest. Samkvæmt tilskipuninni skulu lögaðilar upplýsa tilkynningaskyldan aðila, þegar hann framkvæmir könnun á áreiðanleika viðskiptamanna skv. II. kafla tilskipunarinnar, um skráðan eiganda og um raunverulegan eiganda lögaðilans. Aðildarríkin skulu tryggja að eftirlitsaðilar hafi greiðan og ótakmarkaðan aðgang að upplýsingunum en eftirlitsskyldir aðilar skulu hafa takmarkaðan aðgang að upplýsingunum. Aðrir aðilar skulu hafa aðgang ef þeir geta sýnt fram á að hafa lögmætra hagsmuna að gæta. Aðildarríkin skulu tryggja að upplýsingar um eignarhald séu vistaðar í miðlægri gagnaskrá, t.d. fyrirtækjaskrá sbr. 3. gr. tilskipunar 2009/101/EC, eða opinni skrá public register. Upplýsingunum skal safnað í samræmi við lög viðkomandi aðildarríkis. Tilkynningarskylda aðila hefur fram að þessu sárlega vantað aðgang að þessum upplýsingum. Líklega væri best að koma slíkum gagnagrunni á laggirnar með því að efla starfsemi fyrirtækjaskrár þannig að henni verði falið að halda utan um eigendaskrár félaga með sambærilegum hætti og haldið er utan um stjórnarsetu í félögum.
Helstu breytingar, mat á umfangi og áhrif hér á landi: Eins og fram kemur verður tekið upp áhættumat, gerðar ríkari kröfur til upplýsinga um eignarhald félaga og lögaðila auk þess sem tilkynningaskyldir aðilar þurfa að taka upp ný vinnubrögð í viðskiptum við aðila með stjórnmálaleg tengsl.
Lagastoð: Breyta þarf lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006. jafnframt lögum um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003 vegna samtengingar skráa.
Mat á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga, atvinnulífs og almennings: Leiða má líkum að því að kostnaður aukist vegna tilskipunarinnar vegna aukinnar fyrirhafnar tilkynningaskyldra aðila, aukinna krafna til peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara og nauðsynlegrar styrkingar fyrirtækjaskrár vegna tilkomu hins miðlæga gagnagrunns. Væntanlega verður mestur kostnaður stjórnvalda vegna miðlæga gagnagrunnsins.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, héraðssaksóknari auk dómsmálaráðuneytisins.
Samtengin skráa aðildarríkjanna getur orðið til þess að upplýsingar um Íslendinga verði án fyrirstöðu skoðanlegir fyrir yfirvöld og hugsanlega almenning í öðrum ríkjum.
Breyta þarf lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006 og lögum um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003 vegna samtengingar. skráa. Gefa þarf út nýja reglugerð í stað reglugerðar um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 1781/2006 frá 15. nóvember 2006, um upplýsingar um greiðanda sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna, nr. 386/2009. Gera nýja reglugerð um áhættusöm lönd.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Sjá efnisútdrátt
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, héraðssaksóknari auk dómsmálaráðuneytisins.
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Dómsmálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015L0849
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 141, 5.6.2015, p. 73
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 045
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 28.2.2019, p. 3
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 337, 23.9.2021, p. 42