32017R0363

Commission Regulation (EU) 2017/363 of 1 March 2017 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards the specific approval of single-engined turbine aeroplane operations at night or in instrument meteorological conditions and the approval requirements for the dangerous goods training relating to commercial specialised operations, non-commercial operations of complex motor-powered aircraft and non-commercial specialised operations of complex motor-powered aircraft


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/363 frá 1. mars 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar sérstakt samþykki fyrir starfrækslu eins hreyfils flugvéla með hverfihreyfli að næturlagi eða við blindflugsskilyrði og að því er varðar samþykkiskröfur fyrir þjálfun vegna hættulegs varnings fyrir sérstaka starfrækslu í ábataskyni, starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábataskyni, og sérstaka starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara sem er ekki í ábataskyni
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 201/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Minni kröfur til viðhalds og viðgerða hjáflugrekendum í ferjuflugi.
Heimildir til starfrækslu eins hreyfils flugvéla sem búnar eru hverfihreyflum, að næturlagi og við blindflugsskilyrð gerðar skýrari. Í dag þurfa einstök ríki að gefa út undanþágur. Í ICAO viðauka 6 er gert ráð fyrir því að slík starfræksla sé heimil og í þeim tilgangi að tryggja samræmi við viðaukann er umrædd breyting lögð til. Til grundvallar þessari breytingu liggur einnig álit EASA nefndarinnar, nr. 6/2015
Útfærðar kröfur um samþykki yfirvalda á þjálfunaráætlunum flugrekenda fyrir flutning á hættulegum farmi. Þannig er slakað á kröfum um samþykki flugmálayfirvalda á þjálfunaráætlunum fyrir loftför sem ekki eru notuð til að flytja farþega milli staða. Hér er til að mynda átt við loftför sem notuð eru til svokallaðs verkflugs. Til þess gæti talist dreifing áburðar, myndataka o.fl. Skilyrði er að ekki sé fluttur hættulegur varningur. Framangreindir flugrekendur þurfa eftir sem áður að gera þjálfunaráætlanir.

Nánari efnisumfjöllun

Í fyrsta lagi verða gerðar minni kröfur til viðhalds og viðgerða hjá þeim flugrekendum sem eingöngu eru í ferjuflugi.
Í öðru lagi verða heimildir til starfrækslu eins hreyfils flugvéla sem búnar eru hverfihreyflum, e. single-engined turbine aeroplanes, að næturlagi og við blindflugsskilyrð gerðar skýrari. Í dag þurfa einstök ríki að gefa út undanþágur. Í ICAO viðauka 6 er gert ráð fyrir því að slík starfræksla sé heimil og í þeim tilgangi að tryggja samræmi við viðaukann er umrædd breyting lögð til. Til grundvallar þessari breytingu liggur einnig álit EASA nefndarinnar, nr. 6/2015
Í þriðja lagi eru útfærðar kröfur um samþykki yfirvalda á þjálfunaráætlunum flugrekenda fyrir flutning á hættulegum farmi. Þannig er slakað á kröfum um samþykki flugmálayfirvalda á þjálfunaráætlunum fyrir loftför sem ekki eru notuð til að flytja farþega milli staða. Hér er til að mynda átt við loftför sem notuð eru til svokallaðs verkflugs. Til þess gæti talist dreifing áburðar, myndataka o.fl. Skilyrði er að ekki sé fluttur hættulegur varningur. Framangreindir flugrekendur þurfa eftir sem áður að gera þjálfunaráætlanir.
Áhrif hér á landi:
Í fyrsta lagi vegna áhrifa á ferjuflug eins og vísað er til í 1. gr. breytingarreglugerðarinnar er vakin athygli á því að engar íslenskar reglur eru í gildi hér á landi um ferjuflug. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir að það sé rekið í samræmi við ákvæði reglugerðar ESB nr. 965/2012. Skoða þarf hvaða kröfur skuli gera í þessum efnum.
Í öðru lagi á ákvæði um starfrækslu eins hreyfils flugvéla með hverfihreyfla að næturlagi og við blindflugsskilyrði. Samgöngustofa vekur athygli á að fram til þessa hafa tiltekin Evrópulönd heimilað slíka starfsemi á grundvelli landbundinna undaþága. Hér á landi hefur ekki reynt á þetta. Samgöngustofa hefur enn ekki fengið beiðni um slíka heimild. Með breytingunum er stuðlað að jafnræði milli Evrópulanda og annarra ríkja sem heimila slíka starfsemi. Jafnframt er talið að þessar breytingar stuðli að umhverfisvænni rekstri loftfara þar sem um er að ræða eins hreyfils loftför í stað fjöl hreyfla loftfara sem eru knúin bulluhreyflum.
Þeir flugrekendur sem hyggjast stunda atvinnurekstur með eins hreyfils flugvélum með hverfilhreyfla þurfa að uppfylla viðbótarkröfur. Þær felast í breytingum á viðhaldsáætlunum, þjálfun áhafna, gerð verklagsreglna og mati á áreiðanleika hreyfla.
Samgöngustofa þarf að uppfæra innri kerfi s.s. verklagsreglur, gátlista og þjálfa eftirlitsmenn. Jafnframt þarf að útbúa leiðbeiningarefni og annað þessu tengt.
Í þriðja lagi á útfærslu krafna um þjálfunaráætlanir flugrekenda fyrir flutning á hættulegum farmi. Þar þarf Samgöngustofa að uppfæra verklagsreglur og gátlista.
Að mati Samgöngustofu tekur um 130-150 klst. að uppfæra innri kerfi stofnunarinnar vegna breytinga í tengslum við þjálfun fyrir flutning á hættulegum varningi og vegna starfrækslu einshreyfils flugvéla með hverfilhreyfli að næturlagi og við blindflugsskilyrði. Sá kostnaður gæti numið um 1.350.000 kr.
Flugrekendur sem hyggjast stunda atvinnuflug með eins hreyfils flugvélar að næturlagi og við blindflugsskilyrði þurfa að uppfylla þjálfunarkröfur, m.a. fyrir áhafnir, uppfæra viðhaldsáætlanir, setja fram verklagsreglur fyrir starfrækslu loftfara og uppfæra flugrekstrarhandbækur.
Þess ber að geta að engar einshreyfils flugvélar með hverfihreyfla eru skráðar hér á landi. Þrátt fyrir það ber Samgöngustofu skv. reglugerðinni að útfæra verklagsreglur og vinnulag í tengslum við slíka starfsemi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 80. gr., 85. gr. a. sbr., 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0363
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 55, 2.3.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 68, 22.8.2019, p. 16
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 219, 22.8.2019, p. 14