32017R0373

Commission Implementing Regulation (EU) 2017/373 of 1 March 2017 laying down common requirements for providers of air traffic management/air navigation services and other air traffic management network functions and their oversight, repealing Regulation (EC) No 482/2008, Implementing Regulations (EU) No 1034/2011, (EU) No 1035/2011 and (EU) 2016/1377 and amending Regulation (EU) No 677/2011


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/373 frá 1. mars 2017 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim, um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 482/2008, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 1034/2011, (ESB) nr. 1035/2011 og (ESB) 2016/1377 og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 677/2011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 196/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni er tekið tillit til tækniþróunar sem orðið hefur og miðað að því að tryggja samræmda beitingu reglna um eftirlit og framfylgni, bæði ESB reglna og ICAO reglna, við að veita flugleiðsöguþjónustu og eftirlit með þjónustuveitendum. Skýrt er á kveðið hvaða skyldur lögbær yfirvöld hafa í hverju ríki. . Gerðar eru kröfur á þá sem veita gagnaþjónustu auk þess sem þeir geta fengið vottun beint frá EASA. Auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar fólks í flugumferðarþjónustu. EASA er gert að koma upp gagnagrunni fyrir lögbær yfirvöld til að tryggja samræmi í eftirliti og beitingu reglna. Þar sem annars vegar reglur um samevrópskt loftrými eiga ekki allar við um Ísland og hins vegar að viðaukar við reglugerðinar eru ekki enn full mótaðir þarf að huga að aðlögunartexta fyrir Ísland.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt
Reglugerðin er sett innan ramma reglugerðar (EB) nr. 216/2008 sem og reglugerða (EB) nr. 550/2004, um að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu (þjónustureglugerðin) og reglugerðar (EB) nr. 551/2004, um skipulag og notkun loftrýmis í samevrópska loftrýminu (loftrýmisreglugerðin).
Á grundvelli 1. mgr. 7. gr. reglugerðar (EB) nr. 550/2004 og 2. mgr. 8. gr. b í reglugerð (EB) nr. 216/2008 ber veitendum flugleiðsöguþjónustu að uppfylla viðeigandi kröfur áður en þeir fá útgefin starfsleyfi. Þá kveða reglugerðirnar á um kröfur til lögbærra yfirvalda sem ábyrg eru fyrir því að gefa út framangreind starfsleyfi og fyrir eftirliti og framfylgni.
Aðdragandi og helstu breytingar
Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1034/2011 um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu, e. safety oversight in air traffic management and air navigation services og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1035/2011 um sameiginlegar kröfur vegna veitingar flugleiðsöguþjónustu, e. air navigation services kveða á um öryggiseftirlit og um sameiginlegar kröfur við rekstrarstjórnun flugumferðar og veitingu flugleiðsöguþjónustu.
Uppfæra þarf kröfur framkvæmdarreglugerða (ESB) nr. 1034/2011 og nr. 1035/2011 með hliðsjón af tækniþróun, þ. á m. viðeigandi kröfum og ráðlögðum starfsvenjum ICAO en með þessari reglugerð er einnig um samræmda innleiðingu á ICAO ákvæðum að ræða. Þá er með reglugerðinni skýrt frekar að starfsleyfishafar þurfa einnig að uppfylla kröfur í reglugerð (EB) nr. 216/2008, auk þess sem reglugerðin miðar að því að tryggja samræmi við kröfur í reglugerðum (ESB) nr. 965/2012, (ESB) nr. 1178/2011, (ESB) nr. 139/2014 og (ESB) nr. 2015/340, í átt að svo kölluðu „total system approach“. Eins og er með aðrar reglugerðir sem hvíla á 216/2008 fylgja reglugerðinni skilgreindar og viðurkenndar aðferðir til þess að uppfylla kröfur hennar (AMC) sem og leiðbeiningarefni (GM).
Í því skyni að tryggja samræmda beitingu aðildarríkja við vottun og eftirlit með þjónustuveitendum, og styrkja gagnkvæma viðurkenningu aðildarríkja á útgefnum starfsleyfum, er nauðsynlegt að setja samræmdari reglur.
Þá er nauðsynlegt að tryggja samræmda nálgun aðildarríkja við að verja kerfi , kerfishluta og gögn.
Kveðið er á um öryggismenningu, e. safety culture, sem einn hluta stjórnunarkerfis.
Í reglugerðinni er skýrt kveðið á um hvaða yfirvöld bera ábyrgð á verkefnum í tengslum við eftirlit og framfylgni. Þannig er það EASA sem er lögbært yfirvald fyrir veitendur gagnaþjónustu og netstjórnanda, sbr. inngangslið 8. Hingað til hafa ekki verið kröfur á veitendur gagnaþjónustu. Gert er ráð fyrir að EASA komi á laggirnar gagnagrunni með hagnýtum upplýsingum fyrir lögbær yfirvöld í því skyni að auðvelda samræmi í eftirliti og beitingu reglna. Gert er ráð fyrir að lögbær yfirvöld hafi fullnægjandi heimildir til þess að sinna verkefnum sínum í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, þ.á m. sérstakar rannsóknarheimildir.
Bætt hefur verið við kröfum um þjálfun og hæfni tæknifólks í flugumferðarþjónustu sem og kröfum til þjónustuveitanda um að tryggja hæfni starfsmanna verktakafyrirtækja.
Gagnaþjónustuveitendur sem framleiða gögn í gagnagrunna loftfara eru í dag háðir því að flugrekendur sem vilja njóta þjónustu þeirra þurfa að sinna sjálfir ákveðnu eftirliti með þjónustunni. Með reglugerðinni verður gagnaþjónustuveitendum gert kleift að sækja um vottun hjá EASA sem aftur léttir eftirlitsskyldum af flugrekendum. Þessar kröfur í reglugerðinni taka strax gildi.
Greinar 12 og 21, sem og viðauki VI í reglugerð 677/2011, eru teknar upp í þá reglugerð sem hér er til umfjöllunar. Þessar greinar og viðauki fjalla um netstjórnanda og hafa því ekki þýðingu hér á landi.
Efnisútdráttur
Meginákvæði reglugerðarinnar lúta að kröfum til rekstrarstjórnunar flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu (ATM/ANS) og til starfsemi neta í rekstrarstjórnun flugumferðar. Þá eru settar fram kröfur til lögbærra eftirlitsyfirvalda um framkvæmd eftirlits og stjórnunarkerfi.
Í reglugerðinni kemur fram að þar sem aðildarríkjum sé gefið svigrúm til þess að kveða á um tiltekin atriði á landsvísu, skuli landsreglur fylgja kröfum og ráðlögðum starfsvenjum ICAO.
Þá kemur fram að starfsleyfi sem gefin hafa verið út á grundvelli reglugerðar (ESB) nr. 1035/2011 skuli teljast uppfylla kröfur þessarar reglugerðar og hafa aðildarríkin frest fram til 1. janúar 2021 til þess að uppfæra starfsleyfin.
Í 9. gr. reglugerðarinnar er fjallað um brottfellingu eftirtalinna reglugerða. Reglugerð (EB) nr. 482/2008 um kerfi til að tryggja öryggi hugbúnaðar, sem veitendur flugleiðsöguþjónustu munu taka í notkun, og um breytingu á II. viðauka við reglugerðir (EB) nr. 2096/2005, og framkvæmdarreglugerðir (ESB) nr. 1034/2011 og 1035/2011 eru felldar úr gildi. Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 2016/1377 er felld úr gildi.
Umsögn:
Samgöngustofa hefur að svo komnu máli ekki greint öll ákvæði reglugerðarinnar né þeirra viðurkenndu aðferða (AMC) sem skilgreindar hafa verið og þarf til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar. Viðaukar reglugerðarinnar hafa margir hverjir enn ekki verið kláraðir og því er ekki hægt að segja til um hver áhrif af þeim verða. Þar á meðal eru viðaukar: VI um sérstakar kröfur til veitenda upplýsingaþjónustu flugmála (Part-AIS), VIII um sérstakar kröfur til veitenda fjarskipta-, leiðsögu- og kögunarþjónustu (Part – CNS), X um sérstakar kröfur til stjórnunar loftrýma (Part – ASM) og XI um sérstakar kröfur til hönnunar flugferla (Part- ASD). Almennt eru breytingar á viðaukum reglugerðarinnar til bóta og leyfa svigrúm við að uppfyllina kröfur.
Líkt og fram er komið hefur reglugerðin stoð í reglugerðum (EC) nr. 216/2008 og SES reglugerðunum (EB) nr. 550/2004 og (EB) nr. 551/2004 en minna verður á að reglugerð (EB) nr. 551/2004 er ekki beitt hér á landi þar eð landfræðilegt gildissvið hennar takmarkast við ICAO EUR og AFI svæðin. Hafa verður þetta í huga þegar 2017/373 er tekin inn í EES samninginn. Eina framkvæmdareglugerð reglugerðar (EB) nr. 551/2004 sem beitt er hér á landi er reglugerðin um sveigjanlega notkun loftrýmis. Öðrum er ekki beitt enda er reglugerð (EB) nr. 551/2004 gerð fyrir evrópskt loftrými sem er á margan hátt frábrugðið því loftrými sem Ísland stjórnar og þar glímt við önnur vandamál en hér.
Því er enn ekki ljóst hvort í reglugerðinni sem hér er til umfjöllunar séu einhver ákvæði sem Ísland getur ekki að óbreyttu uppfyllt. Að mati SGS ætti EASA/Framkvæmdastjórnin að taka tillit til framangreindrar stöðu Íslands við gerð reglugerða sem gerðar eru fyrir Evrópskt loftrými.
Athugasemdir Samgöngustofu
Samgöngustofa gerði athugsemdir við drög að reglugerðinni sem sett voru fram sem svokallað NPA eða Notice of proposed amendment (NPA 2013-8). Ein af þeim athugasemdum sem gerð var var eftirfarandi:
ATS.TR.105 (1) - some of the regulations that are listed are only applicable within the EUR/AFI regions, so an "as applicable" maybe needs to be added to the provision. Many ATS providers are providing service outside the EUR/AFI regions as well as within, and other rules might apply in those circumstances. In addition, the SERA does not apply over high seas so a reference to Annex 2 might also be needed. response
Svarið frá EASA var: Not accepted og var svohljóðandi:
Normally, EU rules apply only to the area where the EU Treaty applies, i.e. the sovereign airspace of the Member States. As high-seas airspace is not sovereign airspace, but a kind of ‘no-man’s airspace’, it would not be covered by EU rules. However, in the SES legislation and the EASA Basic Regulation there is a reference to ‘for ATM/ANS purposes’.
Article 4(3)(c) of Regulation (EC) No 216/2008 states that:
‘3c. ATM/ANS provided in the airspace of the territory to which the Treaty applies, as well as in any other airspace where Member States apply Regulation (EC) No 551/2004 of the European Parliament and of the Council of 10 March 2004 on the organisation and use of the airspace in the single European sky (the airspace Regulation) (1) in accordance with Article 1(3) of that Regulation, shall comply with this Regulation. Systems and constituents, personnel and organisations involved in the provision of these ATM/ANS shall comply with this Regulation.’
Furthermore, Article 1(3) of the Airspace Regulation (EC) No 551/004, states that:
‘ 3. Without prejudice to Article 10, this Regulation shall apply to the airspace within the ICAO EUR and AFI regions where Member States are responsible for the provision of air traffic services in accordance with the service provision Regulation. Member States may also apply this Regulation to airspace under their responsibility within other ICAO regions, on condition that they inform the Commission and the other Member States thereof.’
Having in mind the above mentioned, it is important to note that Regulation (EU) No 923/2012 is an Implementing Regulation to the already mentioned Regulation (EC) No 551/2004 and Regulation (EC) No 216/2008. Hence, its scope is automatically limited to that of its upper level ‘parent regulations’ as they provide the legal basis for this implementing rule and no further limitation is required. As regards the mention of SERA, it should be noted that SERA is based on the same legal basis and does actually cover high seas. However, in SERA.1001, the text states that over high seas, Annex 2 of ICAO will be applied without any exceptions.
Aðlögun fyrir Ísland
Með vísan til framangreinds vill Samgöngustofa koma því á framfæri við ráðuneytið að á meðan ekki er tekið tillit athugasemda stofnunarinnar um landfræðilega legu Íslands í viðeigandi reglugerðum, þyrfti að hafa skýran aðlögunartexta við reglugerðina þar sem fram kemur að alls staðar þar sem vísað sé til reglna sem gilda á EUR/AFI svæðinu, gildi reglur fyrir EUR/NAT svæðið hvað varðar Ísland.
Einnig, að því er varðar þau ákvæði sem stafa beint frá reglugerð (EC) nr. 551/2004, sem eingöngu gildir innan EUR og AFI svæða, er nauðsynlegt að Ísland hafi nauðsynlegt svigrúm til að þurfa ekki að uppfylla kröfur sem eiga engan veginn við þá þjónustu sem veitt er á Íslandi né það loftrými sem starfað er innan.
Þá bendir SGS einnig á að stofnunin telur rétt að fá formlegt álit EFTA skrifstofunnar á því hvort EASA/Framkvæmdastjórnin hafi ekki sambærilegum skyldum að gegna við Ísland og við önnur EES ríki, þannig að reglugerðir séu þannig úr garði gerðar að þær henti Íslandi á sama hátt og öðrum EES ríkjum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiðing gerðarinnar kallar ekki á lagabreytingar hér á landi. Rétt að innleiða gerðina með reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 631/2008 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu með heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0373
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 62, 8.3.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 15, 4.3.2021, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 75, 4.3.2021, p. 33