32017R1347
Commission Regulation (EU) 2017/1347 of 13 July 2017 correcting Directive 2007/46/EC of the European Parliament and of the Council, Commission Regulation (EU) No 582/2011 and Commission Regulation (EU) 2017/1151 supplementing Regulation (EC) No 715/2007 of the European Parliament and of the Council on type-approval of motor vehicles with respect to emissions from light passenger and commercial vehicles (Euro 5 and Euro 6) and on access to vehicle repair and maintenance information, amending Directive 2007/46/EC of the European Parliament and of the Council, Commission Regulation (EC) No 692/2008 and Commission Regulation (EU) No 1230/2012 and repealing Regulation (EC) No 692/2008
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1347 frá 13. júlí 2017 um leiðréttingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 582/2011 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1151 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2007 um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til losunar frá léttum farþega- og atvinnuökutækjum (Euro 5 og Euro 6) og um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja, um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 692/2008 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1230/2012 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 692/2008
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 043/2018 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Í reglugerð 2017/1347 er kveðið á um breytingar sem snúa að gerðarviðurkenningu nýrra ökutækja. Breytingarnar tengjast nýrri prófunaraðferð (WLTP) til mælinga á koltvísýringslosun og eldsneytislosun nýrra ökutækja, sem leysir af hólmi eldri prófunaraðferð (NEDC). Í 3. mgr. 14. gr. reglugerðar EB nr. 715/2007 er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli stöðugt endurskoða verklagsreglur, prófanirnar og prófunarlotur í tengslum við gerðarviðurkenningar ökutækja. Leiði sú endurskoðun í ljós að verklagsreglur, prófanirnar og kröfur séu ekki lengur fullnægjandi eða endurspegli ekki lengur raunverulega losun skal þeim breytt þannig að þær endurspegli á fullnægjandi hátt losunina sem á sér stað við raunverulegan akstur. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Nánari efnisumfjöllun
Almennt: Í reglugerð 2017/1347 er kveðið á um breytingar sem snúa að gerðarviðurkenningu nýrra ökutækja. Breytingarnar tengjast nýrri prófunaraðferð (WLTP) til mælinga á koltvísýringslosun og eldsneytislosun nýrra ökutækja, sem leysir af hólmi eldri prófunaraðferð (NEDC). Reglugerðin er sett til að tryggja að reglugerðum (ESB) 2017/1221 og (ESB) 2017/1151, sem kveða á um nýju prófunaraðferðina (WLTP), sé beitt á réttan hátt. Leiðréttingarnar sem kveðið er á um í þessari reglugerð eru í eðli sínu tengdar og geta aðeins í heild sinni tryggt rétta beitingu viðkomandi gerðarviðurkenningarráðstafana. Því ber að leiðrétta tilskipun 2007/46/EB, reglugerð (EB) nr. 715/2007, reglugerð (EB) nr. 582/2011, reglugerð (EB) 2017/1221 og reglugerð (EB) 2017/1151 í samræmi við það.
Í 8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 715/2007 um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til losunar frá léttum farþega- og atvinnuökutækjum (Euro 5 og Euro 6) og um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja
kemur fram að samþykkja skuli ráðstafanirnar um framkvæmd sem ætlað er að breyta veigalitlum þáttum þeirrar reglugerðar með því að bæta við hana, í samræmi við stjórnsýslumálsmeðferð eftirlits, sem um getur í 3. mgr. 15. gr. Undir þetta fellur skilgreining og uppfærsla tæknilegra forskrifta sem lúta að því hvernig upplýsingar um greiningarkerfi og viðgerðir og viðhald ökutækja eru veittar, að teknu sérstöku tilliti til sérþarfa lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Í 3. mgr. 14. gr. reglugerðar EB nr. 715/2007 er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli stöðugt endurskoða verklagsreglur, prófanirnar og prófunarlotur í tengslum við gerðarviðurkenningar ökutækja. Leiði sú endurskoðun í ljós að verklagsreglur, prófanirnar og kröfur séu ekki lengur fullnægjandi eða endurspegli ekki lengur raunverulega losun skal þeim breytt þannig að þær endurspegli á fullnægjandi hátt losunina sem á sér stað við raunverulegan akstur.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur fjögur ákvæði sem fela í sér leiðréttingar á ákvæðum annarra gerða í þeim tilgangi að þeim gerðum verði beitt á réttan hátt og til samræmis við nýja prófunaraðferð til mælinga á koltvísýringslosun nýrra ökutækja.
Í tilskipun 2007/46/EB er settur rammi um viðurkenningu á vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki.
Í reglugerð (EB) nr. 715/2007 er gerð krafa um að ný létt farþega- og atvinnuökutæki séu í samræmi við ákveðin losunarmörk og setur reglugerðin viðbótarkröfur um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja.
Að því er varðar þung ökutæki voru ákveðin sértæk tæknileg ákvæði til að hrinda í framkvæmd reglugerð (EB) nr. 595/2009 samþykkt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 582/2011. Nauðsynlegt er að leiðrétta nokkrar tæknilegar villur í I. og II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 582/2011 til að tryggja rétta beitingu hennar.
Að því er varðar létt ökutæki voru ákveðin sértæk tæknileg ákvæði sem nauðsynleg voru til að hrinda í framkvæmd reglugerð (EB) nr. 715/2007 samþykkt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 692/2008 og reglugerðar (ESB) 2017/1151.
Með breytingu á reglugerð (EB) nr. 692/2008 var í reglugerð (EB) 2017/1221 kynnt ný aðferð við losun uppgufunar. Í reglugerð (EB) 2017/1151 var gerðarviðurkenningaraðferð sett í samræmi við alþjóðlega samræmda prófunaraðferð (WLTP) eins og mælt er fyrir um í Global Technical Regulation (GTR) nr. 15 í efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu UNECE.
Nauðsynlegt er að skýra hvenær breytingarnar á hinni nýju prófunaraðferð við losun uppgufunar sem koma fram með reglugerð EB 2017/1221 taka gildi.
Þann 1. september 2019 verður nýja aðferðin skyldubundin í Bandalaginu fyrir allar nýjar gerðarviðurkenningar og fyrstu skráningu ökutækja.
Reglugerð (ESB) 2017/1347 inniheldur einnig leiðréttingar á reglugerð (ESB) nr. 582/2011 um framkvæmd Euro VI losunarstaðla fyrir þungaflutningabifreiða. Til dæmis er síðasti skráningardagur Euro VIC nú 31. ágúst 2019.
Áhrif: Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Í 8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 715/2007 um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til losunar frá léttum farþega- og atvinnuökutækjum (Euro 5 og Euro 6) og um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja
kemur fram að samþykkja skuli ráðstafanirnar um framkvæmd sem ætlað er að breyta veigalitlum þáttum þeirrar reglugerðar með því að bæta við hana, í samræmi við stjórnsýslumálsmeðferð eftirlits, sem um getur í 3. mgr. 15. gr. Undir þetta fellur skilgreining og uppfærsla tæknilegra forskrifta sem lúta að því hvernig upplýsingar um greiningarkerfi og viðgerðir og viðhald ökutækja eru veittar, að teknu sérstöku tilliti til sérþarfa lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Í 3. mgr. 14. gr. reglugerðar EB nr. 715/2007 er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli stöðugt endurskoða verklagsreglur, prófanirnar og prófunarlotur í tengslum við gerðarviðurkenningar ökutækja. Leiði sú endurskoðun í ljós að verklagsreglur, prófanirnar og kröfur séu ekki lengur fullnægjandi eða endurspegli ekki lengur raunverulega losun skal þeim breytt þannig að þær endurspegli á fullnægjandi hátt losunina sem á sér stað við raunverulegan akstur.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur fjögur ákvæði sem fela í sér leiðréttingar á ákvæðum annarra gerða í þeim tilgangi að þeim gerðum verði beitt á réttan hátt og til samræmis við nýja prófunaraðferð til mælinga á koltvísýringslosun nýrra ökutækja.
Í tilskipun 2007/46/EB er settur rammi um viðurkenningu á vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki.
Í reglugerð (EB) nr. 715/2007 er gerð krafa um að ný létt farþega- og atvinnuökutæki séu í samræmi við ákveðin losunarmörk og setur reglugerðin viðbótarkröfur um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja.
Að því er varðar þung ökutæki voru ákveðin sértæk tæknileg ákvæði til að hrinda í framkvæmd reglugerð (EB) nr. 595/2009 samþykkt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 582/2011. Nauðsynlegt er að leiðrétta nokkrar tæknilegar villur í I. og II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 582/2011 til að tryggja rétta beitingu hennar.
Að því er varðar létt ökutæki voru ákveðin sértæk tæknileg ákvæði sem nauðsynleg voru til að hrinda í framkvæmd reglugerð (EB) nr. 715/2007 samþykkt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 692/2008 og reglugerðar (ESB) 2017/1151.
Með breytingu á reglugerð (EB) nr. 692/2008 var í reglugerð (EB) 2017/1221 kynnt ný aðferð við losun uppgufunar. Í reglugerð (EB) 2017/1151 var gerðarviðurkenningaraðferð sett í samræmi við alþjóðlega samræmda prófunaraðferð (WLTP) eins og mælt er fyrir um í Global Technical Regulation (GTR) nr. 15 í efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu UNECE.
Nauðsynlegt er að skýra hvenær breytingarnar á hinni nýju prófunaraðferð við losun uppgufunar sem koma fram með reglugerð EB 2017/1221 taka gildi.
Þann 1. september 2019 verður nýja aðferðin skyldubundin í Bandalaginu fyrir allar nýjar gerðarviðurkenningar og fyrstu skráningu ökutækja.
Reglugerð (ESB) 2017/1347 inniheldur einnig leiðréttingar á reglugerð (ESB) nr. 582/2011 um framkvæmd Euro VI losunarstaðla fyrir þungaflutningabifreiða. Til dæmis er síðasti skráningardagur Euro VIC nú 31. ágúst 2019.
Áhrif: Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar |
Samráð
Samráð | Nei |
---|---|
Hvaða hagsmunaaðilar | Samgöngustofa |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|---|
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Sjá efnisútdrátt |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Samgöngustofa |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32017R1347 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 192, 24.7.2017, p. 1 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 6, 30.1.2020, p. 14 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 26, 30.1.2020, p. 16 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |