32019R0002

Regulation (EU) 2019/2 of the European Parliament and of the Council of 11 December 2018 amending Regulation (EC) No 1008/2008 on common rules for the operation of air services in the Community

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 191/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð (EB) nr. 1008/2008 fjallar um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu innan EES. Í 13. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að flugrekendum innan EES sé heimilt að leigja flugvélar sem skráðar eru í þriðja ríki, ýmist með þurrleigu eða blautleigu. Sú breyting sem hér er lögð til er fyrst og fremst sú að aðlaga reglugerð 1008/2008 að því að fyrirhugað er að rýmka fyrir því að gerðir verið samningar um blautleigu flugvéla milli ESB og Bandaríkjanna. Í kjölfarið yrðu síðan gerðir fleiri samningar við önnur lönd utan Evrópusambandsins. Lýtur breytingin að meiri sveigjanleika og frelsi í viðskiptum.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð (EB) nr. 1008/2008 fjallar um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu innan EES. Í 13. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að flugrekendum innan EES sé heimilt að leigja flugvélar sem skráðar eru í þriðja ríki, ýmist með þurrleigu eða blautleigu.
Sú breyting sem hér er lögð til er fyrst og fremst sú að aðlaga reglugerð 1008/2008 að því að fyrirhugað er að rýmka fyrir því að gerðir verið samningar um blautleigu flugvéla milli ESB og Bandaríkjanna. Í kjölfarið yrðu síðan gerðir fleiri samningar við önnur lönd utan Evrópusambandsins.
Í fylgigögnum með þeirri breytingu sem hér er lögð er til er vísað til þess að í loftferðasamningi á milli ESB og USA sem undirritaður hafi verið árið 2007 sé gert ráð fyrir blautleigufyrirkomulagi á milli ESB ríkja og USA. Þá kemur fram að á grundvelli loftferðasamningsins hafi framkvæmdastjórnin lagt til við ráðið að hafnar verði samningaviðræður um sérstakan „blautleigusamning“ við USA.
Ljóst er að fyrst um sinn mun sú breyting sem hér er lögð til á reglugerðinni einungis eiga við um samskipti flugrekenda í ESB og USA, þar sem fyrsti „blautleigusamningurinn“ mun verða gerður við USA.
Í framhaldi af þessu bendir Samgöngustofa á að samningaviðræður stóðu yfir á milli EU/EES og USA um nokkra hríð en samningur var áritaður á fundi í Washington þann 8. mars 2019.
Efnisúrdráttur:
13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1008/2008 er breytt þannig að bætt er við eftirfarandi orðum í 13(3)(b), feitletrað: „nema öðru vísi sé kveðið á um í alþjóðlegum samningi um blautleigu, gerðum af Evrópusambandinu, sem byggir á loftferðasamningi sem Evrópusambandið er aðili að og var undirritaður fyrir 1. janúar 2008, skal eitt af eftirfarandi skilyrðum uppfyllt“
Umsögn: helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Eftirfarandi umsögn er sambærileg við fyrri umsögn Samgöngustofu sem send var ráðuneytinu 17. febrúar 2017:
Almennt séð telur Samgöngustofa breytinguna sem lögð er til í góðu lagi. Lýtur breytingin að meiri sveigjanleika og frelsi í viðskiptum.
Á blautleigu flugvéla skráðra utan EES reynir nánast aldrei og hefur beiðni ekki borist SGS um slíkt í fjölda ára. Rétt þó að benda á að þar sem Ísland er ekki aðili að þeim loftferðasamningum sem Evrópusambandið gerir við þriðju ríki, nema í tilfelli EU-USA, að vera kunni að íslenskir flugrekendur sitji ekki við sama borð flugrekendur í öðrum EES ríkjum sem vilja blautleigja vélar inn frá þriðju ríkjum, öðrum en USA. Þannig er óljóst hvort loftferðasamningar sem Ísland gerir við þriðju ríki eru sambærilegar við samninga sem ESB gerir við þriðju ríki.
Þá ber einnig að benda á að gert er ráð fyrir „samkomulagi um blautleigu“ á milli ESB og USA, á grundvelli gildandi loftferðasamnings á milli ríkjanna. Hér þyrfti að skoða hvort Íslands fengi að fljóta með í þeirri samningsgerð með vísan til þess að Ísland fékk að fljóta með í Open skies loftferðasamningi ESB og USA.
Að endingu þarf væntanlega að huga að aðlögun þar sem talað er um samninga sem ESB gerir við þriðju ríki.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 2. mgr. 3. gr., 80. gr., 85. gr. a., 7. mgr. 125. gr. og 146. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Innleiðing verður gerð með breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 48/2012.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagast í 2. mgr. 3. gr., 80. gr., 85. gr. a., 7. mgr. 125. gr. og 146. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innl með br á reglugerð um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 48/2012
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0002
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 11, 14.1.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 818
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 17.11.2022, p. 15
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 298, 17.11.2022, p. 13