Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. .../... XXX um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur. - 32019R0831

Commission Regulation (EU) 2019/831 of 22 May 2019 amending Annexes II, III and V to Regulation (EC) No 1223/2009 of the European Parliament and of the Council on cosmetic products

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.16 Snyrtivörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 232/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (EB) nr. 1272/2008 er kveðið á um samræmda flokkun efna sem eru krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða sem hafa eiturhrif á æxlun (CMR-efni), byggða á mati vísindanefndar Efnastofnunar Evrópu.
Í 15. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur er lagt bann við notkun á CMR-efnum í snyrtivörum og eiga þessi efni því almennt að vera í II. viðauka á lista yfir bönnuð efni í snyrtivörum en ekki sem leyfileg eða háð skilyrðum í III. og V. viðauka hennar. CMR-efni geta þó í undantekningartilvikum verið í þessum viðaukum en þá þurfa þau að uppfylla skilyrði 2. málsl., 1. tölul. og 2. mgr., 2. tölul. í 15. gr. reglugerðarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð þessi tekur til CMR-efna skv. reglugerð (EB) nr. 1272/2008 frá og með 1. desember 2018, eftir að breytingareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2017/776 við reglugerðina tók gildi. Í samræmi við hana færast viss efni, sem áður voru skráð í III. eða V. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009, yfir í II. viðauka. Þau efni sem um ræðir eru m.a. Quaternium-15, klóróasetamíð (Chloroacetamide), díklórmetan (Dichloromethane), formaldehýð (Formaldehyde), perborínsýra (Perboric acid) og natríumperborat (Sodium perborate) sambönd, ýmiss bórsambönd, paraformaldehýð (Paraformaldehyde) og metýlen glýkól (Methylene glycol) Jafnframt hefur vissum öðrum CMR-efnum verið veitt undanþága, í kjölfar beiðni um slíkt á grundvelli 1. tölul. 15. gr. reglugerðarinnar til að vera í III. og V. viðauka, og þá háð ákveðnum skilyrðum um styrk o.fl. Hér er um að ræða innihaldsefnin trímetýlbensóýldífenýlfosfínoxíð (Trimethylbenzoyl diphenylphosphine oxide (TPO)), fúrfúral (Furfural) og pólýamínóprópýl bígúaníð (Polyaminopropyl biguanide (PHMB)).

II. III. og V. viðauki við reglugerð (ESB) nr. 1223/2009 breytast í samræmi við viðaukann með þessari reglugerð.

Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur með tilvísunaraðferð. Lagastoð að finna í efnalögum nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0831
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 137, 23.5.2019, p. 29
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D054047/05
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 5.1.2023, p. 53
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 4, 5.1.2023, p. 54