32020R1043

Regulation (EU) 2020/1043 of the European Parliament and of the Council of 15 July 2020 on the conduct of clinical trials with and supply of medicinal products for human use containing or consisting of genetically modified organisms intended to treat or prevent coronavirus disease (COVID-19)


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1043 frá 15. júlí 2020 um framkvæmd klínískra prófana með mannalyfjum, sem innihalda eða samanstanda af erfðabreyttum lífverum og eru ætluð til að meðhöndla eða koma í veg fyrir kórónaveirusjúkdóminn (COVID-19), og afhendingu þeirra
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.13 Lyf
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 114/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til drög að nýrri reglugerð sem veitir tilslökun á annars mjög strangri samræmdi evrópulöggjöf á sviði erfðabreyttra lífvera (GMOs) vegna Covid-19 faraldursins. Reglugerðin á að veita tímabundna slökun á reglum til þess að flýta fyrir og einfalda vinnslu og þróun á meðferð og bóluefni vegna Covid-19.

Nánari efnisumfjöllun

Í samræmi við áætlun ESB er varðar þróun bóluefnis vegna COVID-19 heufr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt fram tillögu, dags. 17. Júní 2020, að nýrri reglugerð um framkvæmd á klínískum lyfjarannsóknum og afhendingu á lyfjum til manna er inniheldur eða samanstendur af erfðabreyttum lífverum (GMOs) sem er áætlað að meðhöndla eða koma í veg fyrir kórónuvírusa.

Með reglugerðinni leggur framkvæmdastjórnin fram tímabundna tilslökun á ákveðnum lagareglum er varða klínískar lyfjarannsóknir sem innihalda erfðabreyttar lífverur og er markmið reglnanna að einfalda þróun, leyfi og á endanum aðgengi að bóluefni og meðferð gegn COVID-19.

Sum af þeim bóluefnum sem eru í þróun eru byggð á erfðabreyttum vírusum (e. genetically modified viruses) og gætu fallið undir skilgreininguna á erfðabreyttum lífverum (GMOs). Af því leiðir að framkvæmdastjórnin telur nauðsynlegt að aðlaga regluverk aðildarríkjanna er varða erfðabreyttar lífverur svo að klínískar lyfjarannsóknir með þessi bóluefni geti hafist á sem skemmstum tíma.

Samkvæmt tillögunni að þessari nýju reglugerð geta klínískar rannsóknir hafist áður en að mat á umhverfissáhrifum hefur farið fram. Þó er það svo að mat á umhverfisáhrifum á þeim lyfjum sem falla undir reglugerðina myndi ávallt vera framkvæmt áður en þau færu í almenna dreifingu á EES svæðinu, líkt og almennt gildir um lyf sem eru í umsóknarferli fyrir markaðsleyfi.

Undanþágan í reglugerð þessari er aðeins heimil á meðan COVID-10 er skilgreindur sem neyðarástand er varðar almannaheilsu ( e. public health emergency) og varðar aðeins lyfjarannsóknir fyrir bóluefni eða meðferð vegna COVID-19.
Jafnframt gildir undanþágan aðeins vegna þeirra aðgerða sem nausðynlegar eru í ferli lyfjarannsókna, notkunar af mannúðarástæðum (e. Compassioate use) eða í neyðartilvikum í beinu samhengi vegna COVID-19. Ekki er vikið frá þeim skilyrðum sem löggjöf aðildarríkjanna setur fram er varðar góða framleiðsluhætti á lyfjum (GMP) eða skilyrðum vegna innflutnings á rannsóknarlyfjum er innihalda erfðabreyttar lífverur.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Lyfjastofnun upplýst

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1043
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 231, 17.7.2020, p. 12
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 261
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 40
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 41