32022R0612

Regulation (EU) 2022/612 of the European Parliament and of the Council of 6 April 2022 on roaming on public mobile communications networks within the Union (recast)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 189/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð 2022/612 er verið að einfalda reglur um sölu á reikiþjónustu auk þess sem hætta á árlegri endurskoðun á vegnu meðalverði lúkningarverðs fyrir farnetssímtöl til einföldunar og neytendum til hagsbóta. Enginn kostnaður. Áhrif jákvæð.

Nánari efnisumfjöllun

Fyrsta reglugerð Evrópusambandsins þar sem kveðið var á um hámarksverð fyrir reikiþjónustu var sett árið 2007. Fyrri og núgildandi reikireglugerðir hafa leitt til margra jákvæðra breytinga fyrir neytendur. Fyrst með sífellt lækkandi hámarksverðum á reikiþjónustu innan EES svæðisins og svo með „Roam Like at Home (RLAH)“ fyrirkomulaginu þar sem innanlandsverð gildir fyrir reikinotkun innan viðmiðunarmarka.Þær breytingar sem nú stendur til að gera eru til einföldunar á reglugerðinni og leiða annars vegar af RLAH og hins vegar af samræmdu lúkningarverði farnetssímtala.Breytingarnar eru í meginþáttum tvær:Annars vegar er felld niður kvöð um aðskilda sölu reikiþjónustu. Með þeirri kvöð voru farsímafyrirtæki skuldbundin til að bjóða reikiþjónustu sem sérstaka vöru, aðskilda frá almennri farsímaáskrift, sem neytendur gætu valið eftir hentugleika. Þannig gæti neytandi valið reikiþjónustu frá öðru fyrirtæki en því sem almenna farsímaáskriftin er fengin hjá. Með þessari kvöð var gerð tilraun til að koma á samkeppni í reikiþjónustu. Flækjustig þessa fyrirkomulags reyndist töluvert auk þess sem RLAH hefur gert slíkt framboð um aðskilda reikiþjónustu óþarfa. Með nýju reglugerðinni er þessi kvöð felld niður.Hins vegar er árlegri endurskoðun á vegnu meðalverði lúkningarverðs farnetssímtala innan Evrópusambandsins hætt þar sem samræmt lúkningarverð leysir meðalverðið af hólmi til ákvörðunar á hámarksverði á heildsölu lúkningar vegna reikis.Þessu til viðbótar verða gerðar einfaldanir á því hvernig þjóðir sem ekki nota evru sem gjaldmiðil reikna verð út frá gengi gjaldmiðla, farnetsrekendum til hægðarauka.Hér er því fyrst og fremst verið að einfalda það regluverk sem farnetsrekendur fara eftir við framkvæmd reikiþjónustu.Lagastoð fyrir innleiðingu reglugerðarinnar: Lagastoð er að finna í 35. gr. fjarskiptalaga. Mælt er með því að innleiðing verði framkvæmd með tilvísunaraðferð með breytingu á reglugerð um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 35. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003.
Breyta þarf reglugerð 1174/2012, með síðari breytingum. , Innleitt með reglugerð 1588/2022, sjá vefslóð: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=84723f4f-333f-48d6-b7e5-f2c46e526c28
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0612
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 115, 13.4.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 85
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 39
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 267, 13.10.2022, p. 40