Heilsufullyrðingar - ­32023R1101

Commission Regulation (EU) 2023/1101 of 6 June 2023 refusing to authorise a health claim made on foods and referring to children’s development and health

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1101 frá 6. júní 2023 um synjun leyfis fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar til þroskunar og heilbrigðis barna
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 260/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1101 um synjun leyfis fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar til þroskunar og heilbrigðis barna.

Nánari efnisumfjöllun

Samkvæmt reglugerðinni eru næringar og heilsufullyrðingar bannaðar nema þær séu heimilaðar af framkvæmdastjórn ESB í samræmi við reglugerð 1924/2006 og birtar á lista yfir leyfilegar fullyrðingar. Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingu í samræmi við gr. 14(1), b í reglugerð (ESB) nr. 1924/2006. Matvælaöryggisstofnuninni (EFSA) var falið að skila áliti á vísindalegum rökstuðningi fyrir heilsufullyrðingu sem tengist lífrænum matvælum og framlagi þeirra til verndar líkamsfrumum og sameindum (lípíðum og DNA) gegn oxunarskemmdum, og þar sem markhópurinn er heilbrigð börn á aldrinum 3 til 15 ára. Fullyrðingin sem umsækjandi lagði til var svohljóðandi: „Lífræn matvæli (lægra magn varnarefnaleifa en í hefðbundnum matvælum) stuðlar að verndun líkamsfrumna og sameinda (lípíð og DNA) gegn oxunarskemmdum.“ Framkvæmdastjórnin og aðildarríkin fengu vísindalegt álit EFSA. Í áliti EFSA benti stofnunin á að magn varnarefnaleifa sem þarf til að einkenna matvæli sem „lífræn“ hefur hvorki verið tilgreint í umsókninni né í rannsóknum á mönnum sem lagðar hafa verið fram til að rökstyðja heilsufullyrðinguna og komst að þeirri niðurstöðu að á grundvelli framlagðra gagna er matvælunum , þ.e. lífræn matvæli, sem eru grundvöllur heilsufullyrðingarinnar ekki nægjanlega lýst og því getur orsök og afleiðingarsamband ekki vera komið á milli neyslu lífrænna matvæla og verndar líkamsfrumum og sameindum frá oxunarskemmdum. Af því leiðir að heilsufullyrðingin uppfyllir ekki kröfur reglugerðar (EB) nr. 1924/2006 fyrir skráningu á skrá Sambandsins yfir leyfilegar heilsufullyrðingar, ætti ekki að leyfa hana. Á grundvelli ályktana EFSA hafnar Framkvæmdastjórnin því umsókninni.   

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd sem ný reglugerð með tilvísun í reglugerð (ESB) 1924/2006, sett með stoð í lögum um matvæli, 93/1995.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R1101
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 147, 7.6.2023, p. 2
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur