32023R1132

Commission Regulation (EU) 2023/1132 of 8 June 2023 amending Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council as regards carcinogenic, mutagenic or reproductive toxicant substances subject to restrictions


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1132 frá 8. júní 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 að því er varðar efni sem eru krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun sem sæta takmörkunum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 234/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gerðin snýr að því að uppfæra viðbæta við XVII. viðauka við REACH. Annars vegar til að endurspegla breytingar sem orðið hafa á VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 með því að bæta við efnum í 2. og 6. viðbæti og hins vegar til að lagfæra vísanir í 1., 2., 5. og 6. viðbæti sem eiga að vísa til VI. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 en eru villandi í eldri texta.

Nánari efnisumfjöllun

Færslur 28, 29 og 30 í XVII. viðauka við REACH banna markaðssetningu til almennings á svokölluðum CMR efnum (krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun) í flokkum 1A og 1B sem listuð eru í 1. til 6. viðbæti við viðaukann. Takmarkanirnar eiga jafnframt við um efnablöndur sem innihalda sömu efni yfir tilteknum mörkum.Efni með þessar flokkanir eru listuð í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Í ljósi þess að orðið hafa breytingar á þeim lista þarf að uppfæra framangreinda viðbæta til að endurspegla það. Með þessari breytingu bætast 4 efni við listann í 2. viðbæti og 20 efni við listann í 6. viðbæti.Við tilteknar færslur í framangreindum viðbætum, sem eiga við um efnahópa, þarf að vísa til að hópfærslurnar eigi ekki við um þau efni í hópnum sem hafa verið skráð sérstaklega í VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Þessar vísanir eru hins vegar óljósar í eldri texta og virðast vísa til viðauka við REACH. Með þessari reglugerð er textanum breytt þannig að ljóst sé að þær vísi til VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Þetta á við um 1 færslu í 1. viðbæti, 1 færslu í 2. viðbæti, 1 færslu í 5. viðbæti og 2 færslur í 6. viðbæti.Reglugerðin tók gildi 29. júní 2023 en skráning nýrra efna í 2. og 6. viðbæti kemur til framkvæmda 1. desember 2023.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Lagastoð er í 1. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Þessi reglugerð bætir nýjum efnum í hóp þeirra sem háð eru takmörkunum. Í ljósi þess víkkar eftirlitssviðið með móðurgerðinni sem kallar á aukið fjármagn til eftirlits og efnagreininga.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R1132
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 149, 9.6.2023, p. 49
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D084711/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 35, 25.4.2024, p. 77
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/987, 25.4.2024