Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1797 frá 27. júní 2024 um breytingu á ákvörðun (ESB) 2023/2440 að því er varðar aðlögun á magni losunarheimilda og flutning losunarheimilda í Nýsköpunarsjóð. - 32024D1797

Commission Decision (EU) 2024/1797 of 27 June 2024 amending Decision (EU) 2023/2440 as regards the adjustment of the quantity of allowances and the transfer of allowances to the Innovation Fund

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 223/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi er sett til breytinga á reglugerð (ESB) 2023/2440 að því er varðar aðlögun á magni losunarheimilda sem úthlutaðar eru til flugrekenda sem falla undir ETS kerfið, útreikninga á því magni sem hefði verið úthlutað fyrir breytingu á tilskipun (ESB) 2023/958 sem og útreikninga á því magni sem renna skal til Nýsköpunarsjóðs.


Settar eru fram eftirfarandi niðurstöður útreikninga:

- Heildarmagn losunarheimilda sem úthlutað skal til flugrekenda 2024 nemur 27.563.529 heimildum.

- Magn losunarheimilda sem hefði átt að vera úthlutað 2024 skv. reglum um endurgjaldslausa úthlutun sem voru í gildi fyrir breytingar innleiddar með tilskipun (ESB) 2023/958 nemur 23.429.000 heimildum.

- Losunarheimildir færðar í Nýsköpunarsjóðinn vegna þeirra flugrekenda sem hættu starfsemi fyrir 31. Desember 2023 nemur 1.988.951 heimildum

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin fjallar um aðlögun á útreikningum á magni endurgjaldslausra losunarheimilda sem úthluta skal til flugrekenda sem falla undir gildissvið tilskipunar 2003/87/EB sem setur á fót viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sem og magn endurgjaldslausra losunarheimilda sem renna skal í Nýsköpunarsjóð. Einnig koma fram útreikningar á endurgjaldslausum losunarheimildum sem hefði átt að vera úthlutað skv. þeim reglum um endurgjaldslausar losunarheimildir sem voru í gildi fyrir breytingar sem innleiddar voru með tilskipun (ESB) 2023/958 en það magn er þó lægra en það sem verður úthlutað skv. nýju reglunum.  Aðferðarfræði við útreikninga á heildarmagni losunarheimilda sem úthluta skal til flugrekenda fyrir árið 2024 vegna flugs innan Evrópska Efnahagssvæðisins og flugs frá Sviss og Bretlandseyjum eru settar fram í 3. gr. c tilskipunar ESB 2003/87/EB um viðskipti með losunarheimildir. Um ræðir 1.386.051.745 heimildir sem settar voru fram í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1575.  Magn losunarheimilda sem birt var í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2440 þarf að uppfæra, en flugstarfsemi sem er undanskilin frá gildisviði ETS kerfisins skv. tilskipun 2003/87/EB árið 2023 skal ekki vera tekin með í útreikningana. Gögn vegna losunar frá flugi árið 2023 lá fyrir 31. mars 2024 og þar með einnig frá flugrekendum undanskildum kerfinu. Þegar þetta er tekið með í reikninginn er heildarmagn þeirra losunarheimilda sem úthlutaðar eru til flugrekenda sem stunduðu flugstarfsemi sem getið er í viðauka I við ETS tilskipunina á árinu 2023 samtals 28.893.775 heimildir.  Krafist er í 8. mgr. 10. Gr. a tilskipunar 87/2003/EB að losunarheimildir sem ekki voru úthlutaðar til flugrekenda sem hættu starfsemi og ekki þyrfti að standa straum af vanskilum í uppgjöri af hálfu þessara flugrekenda skulu notaðar fyrir nýsköpunarstuðning í gegnum Nýsköpunarsjóð sem stutt getur við rafvæðingu flugs og aðrar aðgerðir til að draga úr loftslagsáhrifum. Að teknu tilliti til ofangreinds nemur þetta þá 1.998.951 losunarheimildum.  Að lokum er tekið inn í reikninginn línulegur lækkunarstuðull sem er 4,3% fyrir árin 2024-2027 (4,4% eftir 2028) en beiting línulega lækkunarstuðulsins gefur 27.563.529 heimildir sem úthluta skal árið 2024 eða lækkun um 1.330.226 árlega á tímabilinu 2024-2026.  Reglugerðin birtir einnig upphæð endurgjaldslausra losunarheimilda sem hefði átt sér stað árið 2024 skv. reglum um endurgjaldslausar losunarheimildir sem voru í gildi fyrir breytingarnar sem komu inn með tilskipun (ESB) 2023/958 en sú upphæð er 85% af heildarmagni heimilda eða 23.429.000.    

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024D1797
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/1797, 28.6.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 92, 19.12.2024, p. 69
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/3033, 19.12.2024

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Hvít: Ekki þörf á laga- eða reglugerðabreytingum til að innleiða gerðina