32024R0996

Commission Regulation (EU) 2024/996 of 3 April 2024 amending Regulation (EC) No 1223/2009 of the European Parliament and of the Council as regards the use of Vitamin A, Alpha-Arbutin and Arbutin and certain substances with potential endocrine disrupting properties in cosmetic products


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.16 Snyrtivörur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin breytir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Breytingar fela í sér að uppfæra skrá í III. viðauka yfir efni sem eru háð takmörkunum varðandi notkun sem innihaldsefni í snyrtivörum á þann hátt að færslum er bætt við skrána og uppfæra skrá í V. viðauka yfir leyfileg rotvarnarefni á þann hátt að tveim færslum var skipt út til að herða skilyrði um notkun fyrir börn og bæta við varnaðarorðum. Einnig er einu efni eytt úr skrá í VI. viðauka yfir leyfilegar útblámasíur (UV-síur) og sama efni er bætt við skrá í II. viðauka yfir efni sem eru ekki leyfileg innihaldsefni í snyrtivörum.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin breytir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur.Breytingarnar fela í sér að :1. Efni sem þekkt eru sem A-vítamín, nánar tiltekið Retinól (CAS nr. 11103-7-4/68-26-8), Retinýl Asetat (CAS nr. 127-47-9) og Retinýl Palmíat (CAS nr. 79-81-2) er bætt við í III. viðauka yfir efni sem eru háð takmörkunum og hámarksstyrkur þeirra takmarkaður við 0,05 % jafngildi retínóls (Reotinol equivalent (RE)) í húðkremi, 0,03 % RE í öðrum vörum.  Einnig er skylt að merkja snyrtivörur sem innihalda Retinól, Retinýl Asetat, Retinýl Palmíat með eftirfarandi varnaðarorðum „ Inniheldur A vítamín.  Íhugaðu daglega neyslu þína fyrir notkun.“ (Contains Vitamin A. Consider your daily intake before use).2. Efnin Alfa-arbútín (4-Hýdroxýfenýl-alfa-D-glúkópýranósíð,CAS nr. 84380-01-8) og Arbútín (4-Hýdroxýfenýl-beta-D-glúkópýranósíð, CAS nr. 497-76-7), sem notuð eru í snyrtivörum meðal annars til húðhvítunar er bætt við í III. viðauka yfir efni sem er háð takmörkunum þar sem hámarksstyrkur Alfa-arbútíns er takmarkaður við 2% í andlitskremum og  0,5% í húðkremum og hámarksstyrkur Arbútíns takmarkaður við 7% í andlitskremum.  Einnig er tekið fram að Hýdrókínón styrk skuli haldið í lágmarki í efnablöndum sem innihalda Alfa-arbútín og Arbútín,  ekki hærri en óhjákvæmileg snefilefni.  Einnig er efnunum Genistein (CAS nr. 446-72-0), Daidzein (CAS nr. 486-66-8) og Kojic acid (CAS nr. 501-30-4) bætt við í III. viðauka yfir efni sem eru háð takmörkunum þar sem hámarksstyrkur Genistein er takmarkaður við 0,07% í snyrtivörum og hámarksstyrkur Daidzein er takmarkaður við 0,02% í snyrtivörum.  Hámarksstyrkur Kojic acid sem er m.a notað til húðhvítunar er takmarkaður við 1% í snyrtivörum fyrir andlit og hendur.3. Efnið 4´-metýlbenzýlíden-kamfóra (CAS 36861-47-9/38102-62-4) hefur áhrif á starfsemi skjaldkirtils og estrógens og er fjarlægt úr skrá í VI. viðauka yfir leyfilegar útblámasíur (UV-síur).  Einnig er 4´-metýlbenzýlíden-kamfóru bætt við skrá í II. viðauka yfir efni sem eru ekki leyfileg sem innihaldsefni í snyrtivörum.4. Skipt er út færslu 23 (Tríklókarban (1-(4-Klórfenýl)-3-(3,4-díklórófenýl)úrea, CAS nr. 101-20-2)) og færslu 25, Tríklósan (5-klór-2-(2,4-díklórófenoxý)fenól,  CAS nr. 3380-34-5) í skrá yfir leyfileg rotvarnarefni í V. viðauka og bætast við skilyrði um notkun og varnaðarorð sem skylt er að bæta á merkingar vara sem innihalda efnin Tríklókarban og Tríklósan.   Hámarksstyrkur Tríklókarban er takmarkaður við 0,2% í snyrtivörum, og notkun efnisins verður ekki leyfileg í munnskoli.  Einnig verður notkun ekki leyfileg í tannkremi sem er ætluð börnum yngri en 6 ára.  Skylt verður því að merkja tannkrem sem innihalda tríklókarban með eftirfarandi: „ Má ekki nota fyrir börn yngri en 6 ára“.  Tríklósan verður ekki leyft í munnskoli né tannkremi sem ætlað er börnum yngri en 3 ára. Skylt verður því að merkja tannkrem sem innihalda tríklósan: „Má ekki nota fyrir börn yngri en 3 ára“.Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og á fyrsta degi mánaðar, 12 mánuðum eftir að reglugerðin tekur gildi, lýkur aðlögunartíma og það tekur gildi að 4´-metýlbenzýlíden-kamfóra er ekki lengur á skrá yfir leyfilegar útblámasíur í snyrtivörum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 577/2031 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur hér á landi. Reglugerðin er innleidd með tilvísunaraðferð.
Lagastoð er að finna í 7. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Þessi reglugerð bætir við nýjum takmörkunum varðandi markaðssetningu. Í ljósi þess víkkar eftirlitssviðið með móðurgerðinni sem kallar á aukið fjármagn til eftirlits og efnagreininga.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Lyfjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024R0996
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/996, 4.4.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D093281/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB