32014R0910

Regulation (EU) No 910/2014 of the European Parliament and of the Council of 23 July 2014 on electronic identification and trust services for electronic transactions in the internal market and repealing Directive 1999/93/EC

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.04 Þjónusta tengd upplýsingasamfélaginu
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 022/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið reglugerðarinnar er að koma á rafrænum samskiptum milli aðildarríkja og jafnframt að tryggja öryggi rafrænna viðskipta innan Evrópu. Fyrirtæki og einstaklingar eiga að geta notast við rafræn skilríki heimalanda sinna þegar þau nota opinbera þjónustu innan Evrópu. Hún býr til innri markað fyrir rafrænar undirskriftir og aðrar tengdar rafrænar aðgerðir með því að tryggja að þær hafi sama gildi og viðskipti á pappír og að hægt sé að notast við þær í samskiptum milli ríkja.

Nánari efnisumfjöllun

Forveri reglugerðar 910/2014/ESB er tilskipun 1999/93/EB sem var innleidd í íslensk lög með lögum nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir. Tilskipunin frá 1999 fjallar um rafrænar undirskriftir og starfsemi vottunaraðila. Reglugerðin byggir á tilskipuninni en bætir við gildissvið hennar reglum um auðkenningu, vottun, traustþjónustu, tímastimplanir, rafræn innsigli, vefsíður, rafræn skjöl og um rafræna þjónustu milli landa.
Í reglugerðinni er búið til viðurkenningar skipulag sem hefur þann tilgang að auka samvirkni rafrænna samskipta á milli landa. Aðildarríki tilkynna þau opinberu auðkenningarkerfi sem þau vilja til framkvæmdarstjórnar ESB og ef auðkenningarkerfi uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar, t.d. varðandi öryggisstig, fer kerfið á lista hjá ESB. Framkvæmdarstjórnin heldur utan um þetta skipulag og aðildarríkjum er heimilt en ekki skylt að tilkynna til framkvæmdarstjórnarinnar opinber auðkenningarkerfi (electronic Identifacation scheme); erfitt er að finna gott hugtak yfir þetta, en þetta er sum sé auðkenningarkerfi í heild sinni þ.e. útgáfa skilríkja, auðkenning, undirritun og eftirlit með ferlinu (fleiri en ein einn aðili getur komið að slíku heildarkerfi). Aðildarríkjum er skylt að taka á móti rafrænum skilríkjum þeirra aðildarríkja sem hafa tilkynnt auðkenningarkerfi sín til framkvæmdarstjórnarinnar. En viðurkenningarskyldan tekur ekki gildi fyrr en þremur árum eftir að framkvæmdarstjórnin setur innleiðingargerðir skv. 3. mgr. 8. gr. og 8. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar, en þær tóku gildi 8 september 2015 og því vakna réttaráhrif viðurkenningarskyldunar ekki upp fyrr en 8. september 2018. Réttaráhrifin eru einnig bundin við að viðkomandi kerfi sé birt opinberlega í official journal ESB. Þá er eingöngu hægt að skylda menn til að taka á móti skilríkjum sem eru á sama öryggisstigi.
Auk þessa fjallar reglugerðin um traustþjónustu (trust service). Gildissvið reglugerðarinnar varðar aðeins traustþjónustu sem er aðgengileg almenningi og hefur áhrif á þriðja aðila. Samkvæmt 16. tölul. 3. gr. er traustþjónusta rafræn þjónusta, sem er yfirleitt veitt gegn gjaldi, og felur í sér: Útgáfu, auðkenningu eða vottun rafrænnar undirskriftar, rafræns innsiglis, eða rafrænum stimpli og annarrar sambærilegrar rafrænna aðgerða; útgáfu, auðkenningu og vottorð fyrir vefsíður; geymslu rafrænna undirskrifta, innsigla, eða vottorða sem tengjast þjónustunni.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Fella úr gildi lög nr. 28/2001 um rafrænar undiskriftir og setja ný lög til að innleiða reglugerðina.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Eftirlitshlutverk Neytendastofu verður víðtækara í samræmi við aukið gildissvið reglugerðarinnar. Þá má áætla að kostnaður geti hlotist 2018 eða síðar, þegar rafræn skilríki verða orðinn viðurkennd milli landa. Þannig getur opinber þjónusta hér á landi þurft að taka á móti skilríkjum frá einstaklingum og lögaðilum ríkja innan EES-svæðisins.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014R0910
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 257, 28.8.2014, p. 73
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 238
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 98, 12.12.2019, p. 41
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 323, 12.12.2019, p. 45

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt
Viðeigandi lög/reglugerði
  • Log um raffæna auôkenningu og traustjtjdnustu fyrir rafræn viôskipti, No 55/2019