COM(2025) 146
Proposal for a REGULATION OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL amending Regulation (EU) No 575/2013 on prudential requirements for credit institutions as regards requirements for securities financing transactions under the net stable funding ratio

Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | Tillaga ESB sem er merkt EES-tæk |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 09 Fjármálaþjónusta, 09.02 Bankar og aðrar fjármálastofnanir |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Í tillögunni er áformað að fella brott ákvæði í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um hækkun kröfu um hlutfall stöðugrar fjármögnunar lánastofnana vegna fjármögnunarviðskipta með verðbréf.
Nánari efnisumfjöllun
Í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013, um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir, eru ýmsar reglur sem er ætlað að auka viðnámsþrótt lánastofnana og treysta fjármálastöðugleika. Meðal þeirra er krafa um hlutfall stöðugrar fjármögnunar (e. net stable funding ratio) sem er ætlað að takmarka tímamisræmi á milli eigna og skulda lánastofnana með því að setja skorður við möguleika þeirra á að fjármagna langtímaeignir, svo sem veitt fasteignalán, með óstöðugri skammtímafjármögnun, á borð við skammtímalán frá öðrum lánastofnunum. Slíkt misræmi gæti skapað vandkvæði ef að aðgangur lánastofnana að skammtímafjármögnun takmarkaðist óvænt, svo sem í fjármálakreppu. Lánastofnanir gætu þá staðið frammi fyrir því að hafa ónægt laust fé til að standa í skilum á skuldbindingum sínum, jafnvel þótt að eiginfjárstaða þeirra væri jákvæð. Hversu mikil krafan um hlutfall stöðugrar fjármögnunar er tekur mið af því hversu miklar eignir lánastofnunar eru og hversu erfitt er að innheimta þær eða koma þeim í verð á skömmum tíma án verulegra affalla. Einstakir eignaflokkar fá vægistuðul frá 0 til 100% eftir því hversu erfitt það er. Meðal eigna sem fá lágan stuðul eru kröfur í tengslum við svonefnd fjármögnunarviðskipti með verðbréf (e. securities financing transactions), svo sem endurhverf viðskipti með verðbréf og lán á verðbréfum. Um slík viðskipti gilda lög um fjármögnunarviðskipti með verðbréf, nr. 41/2023. Samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 575/2013 getur stuðull slíkra krafna verið 0%, 5% eða 10%, sbr. g-lið 1. mgr. 428. gr. r, b-lið 1. mgr. 428. gr. s og a-lið 428. gr. v reglugerðarinnar. Samkvæmt 8. mgr. 510. gr. reglugerðarinnar hækka þessi stuðlar í 10% eða 15% 28. júní 2025. Það hefði í för með sér aukna kröfu um stöðuga fjármögnun þeirra lánastofnana sem eiga slíkar eignir. Í tillögu COM(2025) 146 er áformað að fella brott 8. mgr. 510. gr. reglugerðarinnar. Það felur í sér að stuðlarnir hækki ekki frá því sem nú gildir 28. júní 2025. Tillögunni er ætlað að stuðla að samkeppnishæfni evrópskra lánastofnana gagnvart lánastofnunum utan Evrópska efnahagssvæðisins, sem sæta ekki sömu kröfum, og styðja við skilvirkni og dýpt markaða fyrir fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
Innleiðing
Innleiðing | Lagasetning/lagabreyting |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Gerðin verður líklega innleidd með breytingu á 1. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem veitti reglugerð (ESB) nr. 575/2013 lagagildi. |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Fjármála- og efnahagsráðuneytið |
---|
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2025) 146 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu |