Útdráttur
Með tilskipun 2014/90/ESB á að tryggja að búnaður um borð í skipum innan ESB/EES uppfylli samræmdar kröfur til öryggis og frammistöðu. Í tilskipuninni er framkvæmdastjórn ESB falið að tilgreina með framkvæmdarreglugerðum þær kröfur sem gilda um hönnun, framleiðslu, virkni og prófunar staðla skipsbúnaðar. Markmiðið með reglugerðarinni er að tryggja samræmda framkvæmd á tilskipun 2014/90/ESB með því að taka mið af nýjustu alþjóðlegu stöðlum og tækniþróun. Er það gert með því að uppfæra viðauka við tilskipunina. Óbein áhrif. Ekki kostnaður.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Með tilskipun 2014/90/ESB á að tryggja að búnaður um borð í skipum innan ESB/EES uppfylli samræmdar kröfur til öryggis og frammistöðu. Í tilskipuninni er framkvæmdastjórn ESB falið að tilgreina með framkvæmdarreglugerðum þær kröfur sem gilda um hönnun, framleiðslu, virkni og prófunar staðla skipsbúnaðar.Markmiðið með reglugerðarinni er að tryggja samræmda framkvæmd á tilskipun 2014/90/ESB með því að taka mið af nýjustu alþjóðlegu stöðlum og tækniþróun. Er það gert með því að uppfæra viðauka við tilskipunina.Framkvæmdarreglugerð ESB 2024/1975 er felld úr gildi.Efnisútdráttur: Um er að ræða staðla og reglur IMO, e. international conventions and relevant resolutions and circulars of IMO, fyrir skipsbúnað sem heimilt er að setja á markað í aðildarríkjum ESB/EES. Staðlarnir og reglurnar eru uppfærðar reglulega.Með framkvæmdarreglugerð þessari er viðauki við tilskipunina uppfærður í samræmi við nýlega þróun. Settar eru fram kröfur til skipsbúnaðar sem fellur undir tilskipunina, sbr. 1. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdarreglugerð ESB 2024/1975 er felld úr gildi, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar.Aðildarríkjum er heimilt að setja á markað skipsbúnað sem uppfyllir kröfur samkvæmt reglugerðinni í þrjú ár eftir að hún tekur gildi, sbr. 3. gr. reglugerðarinnar. Búnaður skv. framkvæmdarreglugerð ESB 2022/1157 er lögmætur til sölu innan EES/ESB fram til 15. ágúst 2025. Búnaður skv. framkvæmdarreglugerð ESB 2024/1975 er lögmætur til sölu innan EES/ESB fram til 4. september 2027.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin á við um skipsbúnað sem settur er á markað hér á landi. Gerðin felur þó ekki í sér teljandi breytingar. Hér á landi er ekki framleiddur skipsbúnaður sem reglugerðin (og tilskipunin) tekur til. Breytingin hefur því aðeins óbein áhrif.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 2. mgr. 24. gr. skipalaga. Innleidd með tilvísunaraðferð með breytingu á rg. 989/2016 um skipsbúnað.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn umframkostnaður hlýst af gildistöku gerðarinnar og innleiðingu hennar hér á landi.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Útgerðir íslenskra skipa, innflytjendur og dreifingaraðilar skipsbúnaðarHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.