Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar um umsóknir og valferli innan nýsköpunarsjóðsins sem breytir reglugerð (ESB) 2019/856. - 32021R1204

Commission Delegated Regulation (EU) 2021/1204 of 10 May 2021 amending Delegated Regulation (EU) 2019/856 as regards the application and selection procedures under the Innovation Fund


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1204 frá 10. maí 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/856 að því er varðar málsmeðferð við umsókn og valferli hjá nýsköpunarsjóðnum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 309/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð þeirri sem hér er til greiningar eru settar fram breytingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/856 er varðar umsóknir og valferli innan nýsköpunarsjóðsins. Helstu breytingar lúta að því að framkvæmdastjórnin geti valið um eins eða tveggja stigs valferli fyrir verkefni af stórum skala í samráði við viðkomandi aðildarríki hverju sinni.

Nánari efnisumfjöllun

Nýsköpunarsjóðurinn var stofnaður með 8. mgr. 10. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á kerfi fyrir viðskipti með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 96/61/EB með það markmið að styðja við nýsköpun í tækni og ferlum með litla kolefnislosun. Framkvæmdastjórnin samþykkti árið 2019 framselda reglugerð (ESB) 2019/856 þar sem fram koma m.a. upplýsingar um rekstur sjóðsins, umsóknarferli og valforsendur. Þar kom sérstaklega fram tveggja stiga valferli fyrir umfangsmikil verkefni þar sem framkvæmdastjórnin gæti þegar safnað hagnýtri reynslu af valferlunum, en fyrsta auglýsingin eftir umsóknum fyrir umfangsmikil verkefni var birt í júlí 2020 og fyrsta útkallið um smærri verkefni þar sem umsóknarferlið er eitt stig var birt í desember 2020.
Áhuginn var töluverður eða yfir 300 umsóknir þar sem óskað var eftir styrkjum sem samtals nema meira en 20 milljarða evra, samanborið við 1 milljarð sem var settur í verkefnið. Þó svo að mat á umsóknum sé enn í gangi verða mörg efnileg verkefni ekki valin vegna takmarkaðs fjármagns. Þó að tveggja stiga umsóknarferli hafi þann kost að draga úr stjórnsýslubyrði fyrir umsóknaraðila, ílengir það tímabilið frá því að umsóknir eru lagðar fram og þar til verkefnin ná árangri. Til að bregðast við mikilli eftirspurn í nýsköpunarsjóðinn ætti að gefa framkvæmdastjórninni það svigrúm að velja á milli eins og tveggja stiga valferils fyrir umfangsmikil verkefni eins og gert er fyrir smærri verkefni. Í eins stigs valferli verður tíminn þar til styrkur er veittur talsvert styttri ogstuðningur við verkefnin ætti að ganga hraðar fyrir sig til að stuðla frekar að hröðum grænum bata.

Með reglugerð þeirri sem hér er til greiningar er sett fram sú breyting að ákvörðun um að grípa til eins eða tveggja stiga umsóknarferlis verði tekin af framkvæmdastjórninni í samráði við aðildarríkin hverju sinni, allt eftir eðli og áætlun vænlegra verkefna frá fyrri auglýsingu með það markmið að samræma eftirspurn markaðarins á sem bestan hátt.
Með reglugerð þessari er einnig gerð breyting er varðar þróunaraðstoð við verkefni, sem getur verið veitt verkefnum sem eru ekki komin nógu langt í þróun en hafa möguleika á að uppfylla allar valforsendur verði þau þróuð frekar. Tillagan skýrir að hægt er að veita þessa aðstoð í formi tækniaðstoðar.

Þessi framselda reglugerð kynnir því viðeigandi breytingar á framseldu reglugerðinni (ESB) 2019/856 í því skyni að gera ráð fyrir möguleika á eins stigs umsóknarferli fyrir umfangsmikil verkefni sem eru styrkt af nýsköpunarsjóðnum og til að skýra þau form þar sem verkefnaþróunaraðstoð er veitt.

Eftirfarandi eru helstu breytingar á reglugerð (ESB) 2019/856 sem reglugerð þessi felur í sér:
Skv. 1. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar er d-lið 2. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) 2019/856 sem fjallar um auglýsingar eftir tillögum breytt á þann hátt að nú inniheldur hún lögboðna lágmarksþætti í ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar um að auglýsa eftir tillögum sem samrýmast eins stigs umsókn fyrir umfangsmikil verkefni.
Skv. 2. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar er 10. gr. breytt í því skyni að innleiða möguleika á að beita eins stigs valferli fyrir umfangsmikil verkefni.
Skv. 4. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar eru settar inn tvær nýjar greinar, 12. gr. a sem lýsir valferli umsókna sem lagðar eru fram í eins stigs umsóknarferlinu og 12. gr. b sem lýsir valferli umsókna vegna minniháttar verkefna.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf reglugerð þessa með breytingu á 32. gr. reglugerðar nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, sbr. reglugerðarheimild í 27. gr. b laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1204
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 261, 22.7.2021, p. 4
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2021)3188
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 49
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/523, 29.2.2024

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt