COM(2023) 783
Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council amending Regulations (EC) No 178/2002, (EC) No 401/2009, (EU) 2017/745 and (EU) 2019/1021 of the European Parliament and of the Council as regards the re-attribution of scientific and technical tasks and improving cooperation among Union agencies in the area of chemicals

Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | Tillaga ESB sem er merkt EES-tæk |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerðin miðar að því að breyta reglugerðum (EB) nr. 178/2002, reglugerð (EB) nr. 401/2009, reglugerð (ESB) 2017/745 og reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 í því skyni að efla samvinnu stofnana ESB á sviði efna og samræma öryggismat efna þannig að þau séu samanburðar- og nothæf á milli staða.
Nánari efnisumfjöllun
Fyrirhuguð reglugerð snýr að því að taka á ósamræmi og óhagkvæmni í efnalöggjöf ESB með því að bæta samræmingu og samvinnu á milli hinna ýmsu stofnana sambandsins á sviði efna, m.a. Efnastofnunar Evrópu (ECHA), Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) og Lyfjastofnunar Evrópu (EMA). Áætlað er að leggja áherslu á vísindaleg gæði, gagnsæi og samanburðarhæfi á öryggismati efna.Þetta kemur m.a. til framkvæmda vegna efnastefnu Evrópu um sjálfbærni (e. Chemical Strategy for Sustainability) og Græna samkomulagsins í Evrópu (e. European Green Deal), en þar er að finna hugtakið og markmiðið „eitt efni – eitt mat“. Sú nálgun á að hagræða og straumlínulaga mat á efnum í gegnum regluverk ESB ásamt því að tryggja vernd fyrir heilsu manna og umhverfið. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð (EB) nr. 178/2002:- nýjum staflið, m, er bætt við 23. gr. sem snýr að því að auka samvinnu á milli stofnana sambandsins á sviði efna.- texta 30. gr. er skipt út fyrir nýjan texta sem snýr að því hvað skal gera ef upp kemur ágreiningur um vísindaleg álit.Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð (EB) nr. 401/2009:- Nýjum staflið, p, er bætt við 2. gr. sem snýr að því að útbúa aðferðafræði við mat á efnum.- Nýrri 5. málsgrein er bætt við 15. gr. sem snýr að því að auka samvinnu á milli stofnana sambandsins á sviði efna.Eftirfarandi breytingar eru gerðar á I. viðauka við reglugerð (ESB) 2017/745:- Texti b-liðar í lið 10.4.1 sem snýr að efnum sem eru flokkuð sem innkirtlatruflandi og efni sem hafa innkirtlatruflandi eiginleika er uppfærður.- Texti d-liðar í liði 10.4.2 er breytt þar sem orðið nefnd (e. committee) er tekin út.- Texti liðar 10.4.3 er uppfærður m.t.t. leiðbeininga um þalöt.- Texti liðar 10.4.4. er uppfærður m.t.t. leiðbeininga fyrir efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun (CMR) eða eru innkirtlatruflandi.Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð (ESB) 2019/1021:- Nýjum staflið, i, er bætt við 1. mgr. 8. gr. er snýr að skyldum ECHA.- Nýjum lið, 1a, er bætt við 8. gr. og fjallar um skýrslugjöf.- Texti 2. mgr. 13. gr. er uppfærður varðandi upplýsingagjöf.- Texti 2. mgr. 15. gr. er uppfærður m.t.t. breytinga á IV. og V. viðauka.- Textar 2. mgr., 3. mgr. og 6. mgr. 18. gr. eru uppfærðir m.t.t. texta um framseldar reglugerðir.Reglugerðin mun taka gildi á tuttugasta degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Nei |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
Athugið að hér er aðeins um athugun Umhverfisstofnunar að ræða. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur verið upplýst um að æskilegt væri að leita aðkomu fleiri ráðuneyta/stofanana að greiningu þessarar tillögu. Breyta þarf reglugerð nr. 102/2010 vegna breytinga á reglugerð (EB) 178/2002. Reglugerðarheimild er tilgreind í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum. Hugsanlega þarf að gera breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum sem sett voru til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 401/2009. Breyta þarf lögum nr. 132/2020 um lækningartæki vegna breytinga á reglugerð (ESB) 2017/745. Breyta þarf reglugerð nr. 954/2013 vegna breytinga á reglugerð (ESB) 2019/1021. Reglugerðarheimild er tilgreind í 11. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
Samráð | Nei |
---|
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2023) 783 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu |