COM(2023) 783

Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council amending Regulations (EC) No 178/2002, (EC) No 401/2009, (EU) 2017/745 and (EU) 2019/1021 of the European Parliament and of the Council as regards the re-attribution of scientific and technical tasks and improving cooperation among Union agencies in the area of chemicals


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Tillaga ESB sem er merkt EES-tæk
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin miðar að því að breyta reglugerðum (EB) nr. 178/2002, reglugerð (EB) nr. 401/2009, reglugerð (ESB) 2017/745 og reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 í því skyni að efla samvinnu stofnana ESB á sviði efna og samræma öryggismat efna þannig að þau séu samanburðar- og nothæf á milli staða.

Nánari efnisumfjöllun

Fyrirhuguð reglugerð snýr að því að taka á ósamræmi og óhagkvæmni í efnalöggjöf ESB með því að bæta samræmingu og samvinnu á milli hinna ýmsu stofnana sambandsins á sviði efna, m.a. Efnastofnunar Evrópu (ECHA), Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) og Lyfjastofnunar Evrópu (EMA). Áætlað er að leggja áherslu á vísindaleg gæði, gagnsæi og samanburðarhæfi á öryggismati efna.Þetta kemur m.a. til framkvæmda vegna efnastefnu Evrópu um sjálfbærni (e. Chemical Strategy for Sustainability) og Græna samkomulagsins í Evrópu (e. European Green Deal), en þar er að finna hugtakið og markmiðið „eitt efni – eitt mat“. Sú nálgun á að hagræða og straumlínulaga mat á efnum í gegnum regluverk ESB ásamt því að tryggja vernd fyrir heilsu manna og umhverfið. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð (EB) nr. 178/2002:-          nýjum staflið, m, er bætt við 23. gr. sem snýr að því að auka samvinnu á milli stofnana sambandsins á sviði efna.-          texta 30. gr. er skipt út fyrir nýjan texta sem snýr að því hvað skal gera ef upp kemur ágreiningur um vísindaleg álit.Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð (EB) nr. 401/2009:-          Nýjum staflið, p, er bætt við 2. gr. sem snýr að því að útbúa aðferðafræði við mat á efnum.-          Nýrri 5. málsgrein er bætt við 15. gr. sem snýr að því að auka samvinnu á milli stofnana sambandsins á sviði efna.Eftirfarandi breytingar eru gerðar á I. viðauka við reglugerð (ESB) 2017/745:-          Texti b-liðar í lið 10.4.1 sem snýr að efnum sem eru flokkuð sem innkirtlatruflandi og efni sem hafa innkirtlatruflandi eiginleika er uppfærður.-          Texti d-liðar í liði 10.4.2 er breytt þar sem orðið nefnd (e. committee) er tekin út.-          Texti liðar 10.4.3 er uppfærður m.t.t. leiðbeininga um þalöt.-          Texti liðar 10.4.4. er uppfærður m.t.t. leiðbeininga fyrir efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun (CMR) eða eru innkirtlatruflandi.Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð (ESB) 2019/1021:-          Nýjum staflið, i, er bætt við 1. mgr. 8. gr. er snýr að skyldum ECHA.-          Nýjum lið, 1a, er bætt við 8. gr. og fjallar um skýrslugjöf.-          Texti 2. mgr. 13. gr. er uppfærður varðandi upplýsingagjöf.-          Texti 2. mgr. 15. gr. er uppfærður m.t.t. breytinga á IV. og V. viðauka.-          Textar 2. mgr., 3. mgr. og 6. mgr. 18. gr. eru uppfærðir m.t.t. texta um framseldar reglugerðir.Reglugerðin mun taka gildi á tuttugasta degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Athugið að hér er aðeins um athugun Umhverfisstofnunar að ræða. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur verið upplýst um að æskilegt væri að leita aðkomu fleiri ráðuneyta/stofanana að greiningu þessarar tillögu.

Breyta þarf reglugerð nr. 102/2010 vegna breytinga á reglugerð (EB) 178/2002. Reglugerðarheimild er tilgreind í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

Hugsanlega þarf að gera breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum sem sett voru til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 401/2009.

Breyta þarf lögum nr. 132/2020 um lækningartæki vegna breytinga á reglugerð (ESB) 2017/745.

Breyta þarf reglugerð nr. 954/2013 vegna breytinga á reglugerð (ESB) 2019/1021. Reglugerðarheimild er tilgreind í 11. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2023) 783
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu