32022R1280

Regulation (EU) 2022/1280 of the European Parliament and of the Council of 18 July 2022 laying down specific and temporary measures, in view of Russia’s invasion of Ukraine, concerning driver documents issued by Ukraine in accordance with its legislation


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/1280 frá 18. júlí 2022 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir, í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, varðandi skjöl fyrir ökumenn sem gefin eru út í Úkraínu í samræmi við löggjöf landsins
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 113/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með reglugerðinni er að koma á samræmdum reglum innan Evrópusambandsins um viðurkenningu á ökuskírteinum flóttamanna frá Úkraínu sem njóta verndar lögum samkvæmt.
Úkraínsk stjórnvöld eiga þá í ljósi aðstæðna erfiðara með úrlausn verkefna á borð við endurnýjun ökuréttinda. Ökuskírteinum flóttafólks gæti hafa verið stolið eða þau tapast og aðildarríki taka því tillit til gagna sem berast frá úkraínskum stjórnvöldum og geta gefið út tímabundin ökuréttindi til sönnunar ökurétti sem viðurkenna skal innan sambandsins.
Að lokum er atvinnubílstjórum auðveldað að endurnýja eða afla sér ökuskírteinis hafi þeirra skírteini glatast eða runnið úr gildi. Einnig er verið að auðvelda aðgengi atvinnubílstjóra frá Úkraínu að störfum í sambandinu. Kostnaður verður lítill. Fyrst og fremst hefur innleiðing gerðarinnar hér á landi þau áhrif að úkraínskum ríkisborgurum verða veitt ökuréttindi á Íslandi án þess að íslenskir ríkisborgarar njóti sömu fríðinda í Úkraínu

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með reglugerðinni er að koma á samræmdum reglum í Evrópusambandinu um viðurkenningu ökuréttinda flóttamanna frá Úkraínu sem njóta verndar lögum samkvæmt, og að auðvelda þeim endurnýjun fyrri réttinda og endurútgáfu tapaðra skírteina. Einnig er verið að auðvelda aðgengi atvinnubílstjóra frá Úkraínu að störfum í sambandinu.Aðdragandi: Á fyrstu tíu vikunum frá innrás Rússlands í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa meira en fimm milljónir manna flúið Úkraínu og fengið skjól í nágrannalöndum, aðallega í Evrópu.Í samræmi við 41. grein samningsins um umferð á vegum sem gerður var í Vínarborg árið 1968 viðurkennir hver samningsaðili innlend og/eða alþjóðleg ökuskírteini sem gefin hafa verið út í öðru samningsríki. Úkraína og 23 aðildarríki hafa fullgilt Vínarsamninginn.Ekki eru þó öll aðildarríki sambandsins aðilar að Vínarsamningnum og reglur um viðurkenningu ökuréttinda frá ríkjum utan sambandsins mismunandi eftir aðildarríkjum. Því hefur sambandið ákveðið að setja samræmdar reglur um viðurkenningu á ökuskírteinum frá Úkraínu sem gilda á meðan tímabundin vernd varir.Almennt getur fólk í þessum aðstæðum notað ökuskírteini sitt á yfirráðasvæði ESB eins lengi og verndin varir. Þegar um tímabundna vernd er að ræða er ekki talin þörf á að skipta út úkraínsku ökuskírteini fyrir ökuskírteini sem gefið er út af aðildarríki. Þetta léttir byrðinni af lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna. Að öðrum kosti gætu þau þurft að gefa út milljónir ökuskírteina í skiptum fyrir úkraínsk skírteini. Þá þurfa þeir sem njóta tímabundinnar eða fullnægjandi verndar samkvæmt lögum hvers ríkis ekki að standast annað bóklegt og/eða verklegt ökupróf þegar þeir vilja hefja akstur.Í samræmi við Vínarsamninginn um umferð á vegum geta samningsaðilar krafist þess að handhafi ökuskírteinis sem gefið út af öðru aðildarríki hafi einnig alþjóðlegt ökuskírteini. Svo lengi sem stríðið geisar í Úkraínu er nær ómögulegt fyrir handhafa úkraínskra ökuskírteina að fá útgefið alþjóðlegt ökuskírteini. Einstaklingar sem njóta tímabundinnar eða fullnægjandi verndar eiga því að vera undanþegnir þeirri kröfu að minnsta kosti á meðan vernd varir. Einnig verður fallið frá kröfunni um að leggja fram staðfesta þýðingu á úkraínsku ökuskírteinunum bæði vegna kostnaðar og þess að það er illmögulegt eins og sakir standa.Svipuð sjónarmið eiga við um starfshæfnisskírteini, e. certificates of professional competence CPC, rútu- og vörubílstjóra. Slík réttindi gilda yfirleitt ekki lengur en fimm ár í samræmi við tilskipun 2003/59/EB. Úkraína hefur þegar samræmt innanlandsrétt tilskipun fyrir ökumenn sem stunda alþjóðlega flutninga. Nú á að veita atvinnubílstjórum sem flúið hafa stríðið fullnægjandi aðgang að atvinnu í ESB. Til að auðvelda aðgengi atvinnubílstjóra frá Úkraínu að störfum í Evrópusambandinu verða skilgreindar sérstakar reglur um útgáfu vottorða um starfshæfni þeirra.Ökuskírteini og atvinnuskírteini eru yfirleitt með takmarkaðan gildistíma. Svo lengi sem stríðið geisar getur Úkraína líklega ekki tryggt þann stjórnsýslulega stuðning sem nauðsynlegur er til þess að endurnýja þessi skjöl fyrir einstaklinga. Í þeim tilfellum þarf Úkraína að upplýsa sambandið og aðildarríkin þegar skírteinin eru framlengd. Aðildarríkin geta því framlengt gildistíma úkraínskra ökuskírteina að minnsta kosti þar til vernd fellur niður.Stríðsflótti hefur oft í för með sér að mikilvæg skjöl eins og ökuskírteini og atvinnuskírteini glatast. Í slíkum tilvikum eiga aðildarríkin að gefa út tímabundin leyfi sem gilda á meðan tímabundin vernd varir. Það er þó með þeim fyrirvara að hægt sé að sannprófa réttmæti skírteinanna til dæmis í innlendri rafrænni ökuskírteinisskrá Úkraínu. Aðgangur lögbærra yfirvalda aðildarríkjanna að úkraínsku ökuskírteinisskránni auðveldar það.Það er sérstaklega mikilvægt að reglugerðin sé ekki til þess fallin að stofna vegfarendum í hættu með því að leyfa fólki sem er óhæft til aksturs að aka á vegum Evrópusambandsins. Lögbær yfirvöld aðildarríkjanna þurfa því að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að koma í veg fyrir svik og falsanir á ökuskírteinum og atvinnuskírteinum. Í ljósi sérstakra aðstæðna sem réttlæta þessa reglugerð og þau sérstöku markmið sem hún miðar að verður gildistími hennar takmarkaður.Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur átta ákvæði:•      1. gr. – viðfangsefni: í þessari reglugerð er mælt fyrir um sérstakar og tímabundnar ráðstafanir sem gilda um ökuskírteini og önnur skjöl ökumanna e. driver documents sem gefin eru út í Úkraínu í samræmi við löggjöf landsins fyrir einstaklinga sem njóta tímabundinnar eða fullnægjandi verndar í samræmi við tilskipun 2001/55/EB og framkvæmdaákvörðun ESB 2022/382.•      2. gr. – skilgreiningar:Ökuskírteini og önnur skjöl, e. drivers documents, merkir:a) ökuskírteini útgefin af Úkraínu, sem sýna fram á hvaða réttindi ökumaður hefur samkvæmt úkraínskum lögum.b) Atvinnuskírteini ökumanna sem eru útgefin af Úkraínu, í samræmi við landslög, sem voru samþykkt til að innleiða tilskipun 2003/59/EB, í samræmi við 1. mgr. 368. gr. og XXXII. viðauka við samstarfssamning ESB og aðildarríkja þess annars vegar og Úkraínu hins vegar, fyrir ökumenn ökutækja á vegum sem stunda vöru- eða farþegaflutninga milli lands á vegum sem falla undir gildissvið þeirrar tilskipunar.•      3. gr. – viðurkenning ökuskírteina útgefin af Úkraínu.1. mgr. Gild ökuskírteini útgefin af Úkraínu skulu viðurkennd á yfirráðasvæði sambandsins þegar handhafar þeirra njóta tímabundinnar eða fullnægjandi verndar þar til tímabundin vernd rennur sitt skeið. Sú viðurkenning er bundin þeim fyrirvara að ökuréttindin hafi ekki verið takmörkuð, felld niður eða afturkölluð í samræmi við refsilöggjöf aðildarríkisins.2. mgr. Ef einstaklingur sem nýtur tímabundinnar eða fullnægjandi verndar samkvæmt landslögum er með ökuskírteini eins og fjallað er um í 1. mgr. skulu aðildarríki hvorki krefjast framvísunar staðfestrar þýðingar þess né alþjóðlegs ökuskírteinis sem um getur í 41. gr. Vínarsamningsins. Aðildarríki geta krafist framvísunar vegabréfs, eða skjala um tímabundna búsetu eða annarrar fullnægjandi skjala til að sanna deili á handhafa ökuskírteinisins.•      4. gr. – Atvinnuskírteini ökumanns e. driver qualification cards og ökumannsvottorð e. driver attestation1. mgr. Að beiðni handhafa atvinnuskírteinis sem nýtur tímabundinnar eða fullnægjandi verndar getur aðildarríkið ákveðið að:a) merkja, þrátt fyrir 12. lið I viðauka við tilskipun 2006/126/EB, sérstakan tímabundinn sambandskóða „95.01“ (hámarksgildistími 06.03.2025) sem þýðir að ökumaður uppfyllir skilyrði um faglega hæfni – í reit 12 á hlið 2 á ökuskírteini hlutaðeigandi, sé skírteinið að fyrirmynd ökuskírteina í sambandinu; eðab) gefa út atvinnuskírteini til þess einstaklings með sérstökum tímabundnum Sambandskóða „95.01“ (hámarksgildistími 06.03.2025) í reit 10 á hlið 2 á skírteininu eins og kveðið er á um í 1. mgr. 10. gr. tilskipunar 2003/59/EB.Þrátt fyrir 2. mgr. 10. gr. tilskipunar 2003/59/EB skal ökumanni sem nýtur tímabundinnar eða fullnægjandi verndar og hefur atvinnuskírteini útgefið af Úkraínu til vöruflutninga á vegum vera heimilt að sýna fram á að hann hafi þá menntun og þjálfun sem kveðið er á um í 4. mgr. þessa ákvæðis með ökumannsvottorði sem kveðið er á um í reglugerð 1072/2009/EB að því tilskildu að það beri sambandskóðann „95.01“ (hámarksgildistími 06.03.2025).Útgáfuaðildarríkið skal tilgreina sambandskóðann „95.01 (hámarksgildistími 06.03.2025)“ í athugasemdarhlutanum á ökumannsvottorðinu, í samræmi við 5. gr. reglugerðar (EB) nr. 1072/2009, ef hlutaðeigandi handhafi hefur uppfyllt þjálfunar- og prófkröfur og lágmarkskröfur um líkamlega og andlega hæfni sem kveðið er á um í þessari grein.2. mgr. Atvinnuskírteini ökumanns og merking á ökuskírteini sem kveðið er á um a- og b-lið 1. mgr. og ökumannsvottorð sem kveðið er á um í annarri undirgrein 1. mgr. þessarar greinar skulu vera viðurkennd á yfirráðasvæði sambandsins. Handhafar slíkra atvinnuskírteina, eins og ökuskírteini merkt með sérstaka sambandskóðanum „95.01 (hámarksgildistími 06.03.2025)“ eða ökumannsskírteini skulu talin uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að stunda akstursstarfsemi skv. 3. gr. tilskipunar 2003/59/EB.3. mgr. Með fyrirvara um framtíðargerðir Sambandsins um tímabundna vernd, og frávik í b-lið 4. og 11. lið I. viðauka við tilskipun 2006/126/EB og b-lið 4. liðar II. viðauka við tilskipunina 2003/59/EB, skal fyrningardagsetning á slíkum atvinnuskírteinum eða ökuskírteinum sem merkt eru með sambandskóðanum vera 6. mars 2025.Þrátt fyrir að þessi dagsetning sé skráð á skjölin skal stjórnsýslulegt gildi þeirra samsvara tímabundinni vernd, fullnægjandi vernd skv. landslögum eða gildistíma, hvort sem lýkur fyrst. Handhafi skal upplýstur á fullnægjandi hátt um slíka takmörkun.4. mgr. Áður en atvinnuskírteini eða kóði á ökuskírteini eru gefin út skv. 1. mgr. skulu aðilar stunda nám sem lýkur með prófi í þeim tilgangi að sannreyna að ökumaður hafi þá þekkingu sem krafist er í 1. lið I viðauka við tilskipun 2003/59/EB.Lengd viðbótarskyldunámsins skal vera að minnsta kosti 35 klukkustundir og skal ekki vera lengra en 60 klst., þar á meðal að minnsta kosti 2,5 klst. af einstaklingsakstri eins og tilgreint er í lið 2.1 í 2. hluta I. viðauka við tilskipun 2003/59/EB. Slík þjálfun getur farið fram í formi reglubundinnar þjálfunar eins og tilgreint er í 4. lið I. viðauka við tilskipun 2003/59/EB. Þegar um er að ræða sértæka þjálfun ætti að leggja áherslu á að ökumaður öðlist þekkingu á reglum reglugerðar EB nr. 561/2006.Við lok þeirrar þjálfunar skulu lögbær yfirvöld aðildarríkjanna eða aðili sem þau tilnefna, leggja munnleg, skrifleg eða rafræn próf fyrir ökumennina á ákveðnum prófstöðum.Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um innlendar reglur sem samþykktar eru í samræmi við þetta ákvæði áður en atvinnuskírteinin eru gefin út sem kveðið er á um í 1. mgr.5. mgr. Ef atvinnuskírteini eins og skilgreint er í b-lið 2. gr. tapast getur aðildarríki staðfest, að beiðni viðkomandi, að hann hafi gilt atvinnuskírteini og að viðkomandi hafi ekki skírteini sem annað aðildarríki hefur merkt eða gefið út í samræmi við 1. mgr. Eftir að hafa framkvæmt þá sannprófun getur hlutaðeigandi aðildarríki gefið út atvinnuskírteini ökumanns eða merkt sérstakan tímabundinn sambandskóða „95.01“ á ökuskírteinið eða ökumannsskírteinið í samræmi við verklagsreglurnar sem settar eru fram í 1. til 4. mgr.6. mgr. Ef einstaklingur, sem vísað er til í 1. mgr., er ekki með ökuskírteini eftir fyrirmynd sambandsins útgefið af aðildarríki, skulu þau krefjast þess að einstaklingurinn gangist undir próf þar sem beitt er lágmarkskröfum um líkamlega og andlega hæfni til aksturs í samræmi við landslög sem samþykkt voru til innleiðingar á  III. viðauka við tilskipun 2006/126/EB áður en atvinnuskírteini er gefið út eða merkingar er gefnar út á ökumannsvottorð samkvæmt þessu ákvæði.7. mgr. Þegar umsóknartímabil flóttafólks frá Úkraínu, eins og fjallað er um 4. gr. tilskipunar 2001/55/EB lýkur, skulu atvinnuskírteini, ökumannsvottorð útgefin af aðildarríkjum og sérstakur sambandskóði sem merktur er á ökuskírteini ógildast.•      5. gr. Framlenging á gildistíma skírteina ökumanna, e. driver documents, útgefin af Úkraínu.Án þess að hafa áhrif á 3., 4. og 6. gr. þar sem Úkraína samþykkir að framlengja gildistíma skírteina ökumanna sem hafa runnið út eftir 31. desember 2021, skulu aðildarríkin líta svo á að skjölin séu í gildi að því gefnu að Úkraína tilkynni framkvæmdastjórninni um ákvörðun sína um framlengingu. Þessum upplýsingum skal miðlað eftir viðeigandi opinberum leiðum.•      6. gr. Týnd eða stolin ökuskírteini útgefin af Úkraínu.1. mgr. Ef einstaklingur sem nýtur tímabundinnar eða fullnægjandi verndar lýsir því yfir að ökuskírteini hans hafi tapast eða því verið stolið skal hlutaðeigandi aðildarríki sannreyna, að beiðni þess einstaklings, þar á meðal hjá lögbærum yfirvöldum í Úkraínu, ökuréttindin sem viðkomandi einstaklingur hefur öðlast og ganga úr skugga um að ekkert annað aðildarríki hafi þegar gefið út ökuskírteini til þess einstaklings í samræmi við þetta ákvæði, einkum til þess að ganga úr skugga um að ökuskírteinið hafi ekki verið takmarkað að neinu leyti eða fellt úr gildi.2. mgr. Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 11. gr. tilskipunar 2006/126/EB getur aðildarríki eftir að hafa framkvæmt sannprófun skv. 1. mgr. gefið út ökuskírteini í sama flokki eða flokkum til hlutaðeigandi aðila að fyrirmynd sambandsins sem sett er fram í I. viðauka við framangreinda tilskipun. Aðildarríkin skulu setja í ökuskírteinið sérstakan tímabundinn sambandskóða 99.01 í reit 12, sem er sérstök útgáfa sem gildir aðeins á meðan tímabundin vernd varir.Við framkvæmd sannprófunarinnar sem kveðið er á um 1. mgr. og áður en ökuskírteini er gefið út fyrir flokka AM, A1, A2, A, B, B1 og BE geta aðildarríkin krafist þess að einstaklingur gangist undir próf þar sem mæld er líkamleg og andleg hæfni til aksturs í samræmi við landslög sem innleiða III. viðauka við tilskipun 2006/126/EB. Það sama gildir um flokka C, CE, C1, C1E, D, DE, D1 og D1E.3. mgr. Ökuskírteinið sem fjallað er um í 2. mgr. skal vera viðurkennt í öllu sambandinu. Fyrningardagsetning slíks skírteinis er 6. mars 2025. Þrátt fyrir framangreinda dagsetningu skal stjórnsýslugildi þess samsvara tímabundinni vernd frá Úkraínu skv. 4. gr. tilskipunar 2001/55/EB eða lengd tímabundinnar eða fullnægjandi verndar skv. landslögum handhafa, hvort sem lýkur fyrst. Handhafi skal upplýstur um slíka takmörkun.4. mgr. Ef sannprófunin skv. 1. mgr. er ekki möguleg skal viðkomandi aðildarríki ekki gefa ökuskírteinið út skv. 2. mgr. Í þeim tilfellum getur aðildarríkið gefið út ökuskírteini sem gildir eingöngu í því landi og skal skírteinið vera frábrugðið fyrirmyndinni sem mælt er fyrir um í I. viðauka við tilskipun 2006/126/EB.5. mgr.  Þegar tímabundinni vernd er lokið skulu ökuskírteini sem aðildarríkin gefa út í samræmi við þessa grein ógildast.•      7. gr. Koma í veg fyrir svik og skjalafals.Við beitingu þessarar reglugerðar skulu aðildarríkin beita öllum viðeigandi úrræðum til að koma í veg fyrir svik og fölsun ökuskírteina og annarra skjala.Aðildarríkin geta, hvenær sem er, sannreynt gildi ökuskírteina og annarra skjala sem gefin er út af Úkraínu. Aðildarríkin geta neitað að viðurkenna slík skjöl ef neikvætt eða ekkert svar berst frá úkraínskum yfirvöldum og ef upp koma alvarlegar efasemdir um áreiðanleika skjalanna sem bendir til þess að umferðaröryggi gæti verið stefnt í hættu.Aðildarríki skulu ekki beita ákvæðum þessarar reglugerðar á skjöl ökumanna á rafrænu formi ef þau geta ekki sannreynt áreiðanleika þeirra.•      8. gr.  EftirlitFramkvæmdastjórnin skal upplýsa Evrópuþingið og ráðið um framkvæmd þessarar reglugerðar einu sinni á sex mánaða fresti eftir gildistöku hennar, aðallega á grundvelli upplýsinga sem aðildarríkin veita framkvæmdastjórninni.•      9. gr. Gildistaka og umsókn1. mgr. Reglugerðin öðlast gildi á fimmta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.2. mgr. Reglugerðin hættir að gilda daginn eftir að gildistími tímabundinnar verndar úkraínskra flóttamanna líður undir lok.3. mgr. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gera þarf breytingar á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.Réttindi sem reglugerð (ESB) 2022/1280 veitir eru bundin við einstaklinga sem njóta verndar á grundvelli tilskipunar (EB) 2001/55 og ákvörðunar (ESB) 2022/382 sem falla utan gildissviðs EES-samningsins.Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar má gera ráð fyrir aðlögun þess efnis að vísanir til fyrrgreindra gerða sem falla utan EES-samningsins beri að skilja sem vísanir til fullnægjandi verndar samkvæmt landsrétti viðkomandi ríkis.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 62. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar geta einstaklingar frá Úkraínu sem njóta tímabundinnar verndar skv. tilskipun 2001/55/EB og ákvörðun (ESB) 2022/382 setið endurmenntunarnámskeið bílstjóra. Það athugast að kveðið er á um að leggja skuli próf fyrir einstaklinganga í lok námskeiðsins í  4. mgr. í 4. gr. reglugerðarinnar en það er ekki gert hér á landi. Þrátt fyrir framangreint ákvæði ætti ekki að þurfa að breyta námskrá Samgöngustofu.Það þarf að upplýsa þá sem halda námskeiðin um þær reglur sem gilda um einstaklinga sem njóta tímabundinnar verndar.Fyrst og fremst hefur innleiðing gerðarinnar hér á landi þau áhrif að úkraínskum ríkisborgurum verður auðveldara að njóta ökuréttar hér á landi.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Sýslumannsembættin og þeir sem halda námskeiðin.Horizontal issues: sktir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 62. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1280
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 195, 22.7.2022, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2022) 313
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 65
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02293, 9.11.2023