32009R0206

Commission Regulation (EC) No 206/2009 of 5 March 2009 on the introduction into the Community of personal consignments of products of animal origin and amending Regulation (EC) No 136/2004


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
Finna má upplýsingar um stöðu gerðar neðar

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð merkt EES-tæk en EFTA-ríkin innan EES telja að eigi ekki að taka upp í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 01 Heilbrigði dýra og plantna, 01.01 Dýr

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 206/2009 um innflutning ferðamanna á dýraafurðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 136/2004.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin mælir fyrir um reglur varðandi aðflutning til Bandalagsins á vörusendingum með afurðum úr dýraríkinu til einkaneyslu, sem ekki eru viðskiptalegs eðlis, sem eru hluti af faranagri ferðamanna eða eru fluttar í litlum sendingum til einstaklinga eða eru fjarpantaðar (t.d. á netinu eða í síma) og sendar neytandanum.

Reglugerðin gildir ekki um vörusendingar til einkaneyslu frá Andorra, Liechtenstein, Noregi, San Marínó og Sviss. Að auki gildir reglugerðin ekki um vörusendingar með lagarafurðum til einkaneyslu frá Færeyjum og Íslandi.

Til að tryggja að farþegar fái réttar upplýsingar þarf að tilgreina í öllu viðkomandi kynningarefni að þessi þriðju lönd njóti undanþágu.

Reglugerðin gildir með fyrirvara um lögjöf Bandalagsins um dýr og dýraafurðir sem miðar að því að verjast dýrasjúkdómum og útrýma þeim, eða varðandi tilteknar verndarráðstafanir. Reglugerðin gildir jafnframt með fyrirvara um viðeigandi reglur um vottun sem er að finna í löggjöf til framkvæmdar reglugerðar (EB) nr. 338/97 um vernd villtra dýra og plantna með því að setja reglur um viðskipti með þau.

Reglugerðin leiðir það m.a. í sér að tegundum búfjárafurða sem hægt er að flytja með sér til eigin neyslu fjölgar.

Eins fjölgar þeim löndum þaðan sem heimilt verður að flytja þessar afurðir með sér frá. Þannig verður heimilt að flytja með sér búfjárafurðir til einkaneyslu frá Sviss og Liechtenstein án þess að magnkröfur gildi þar um.
Frá Króatíu, Grænlandi og Íslandi verður fyrst og fremst leyfilegt að flytja með eða taka á móti búfjárafurðum til einkaneyslu sem nemur 10 kg. á einstakling.
Magn fiskurða sem leyfilegt er að koma með eða senda til einkaneyslu eykst. Magnkröfur munu jafnframt gilda um mjólkurduft og barnamat til einkaneyslu, en svo hefur ekki verið hingað til.

Koma þarf upp auglýsingum með áberandi hætti hvaða reglur séu í gildi varðandi innflutning ferðamanna á þeim stöðum þar sem tekið er á móti ferðamönnum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur 10 milljónir árlega vegna fræðslu og upplýsinga til ferðamanna.
Kostnaðurinn fellur á hið opinbera.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32009R0206
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 77, 24.3.2009, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar