Ákvörðun ESB 2023/2895 um lista yfir eyjar og hafnir og samninga sem vísað er í í 12 .gr. (3-d) og (3-c) í ETS tilskipuninni. - 32023D2895

Commission Implementing Decision (EU) 2023/2895 of 19 December 2023 laying down the list of islands and ports referred to in Article 12(3-d) of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council and the list of transnational public service contracts or transnational public service obligations referred to in Article 12(3-c) of that Directive


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Vegna tímabundinnar undanþágu frá skyldunni til að standa skil á losunarheimildum hvað varðar ákveðnar sjóferðir, sbr. 12. gr. 3-d og 3-c í tilskipun 2003/87/EB (ETS tilskipunin) er ákvörðun ESB 2023/2895 sett. Í henni er tiltekið hvaða sjóferðir um ræðir og í henni eru listuð upp viðaeigandi aðildarríki, eyjar og hafnir, sbr. 12. gr. 3-d í ETS tilskipuninni og viðeigandi samningar, sbr. 12. gr. 3-c í ETS tilskipuninni.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðunin er samþykkt á grundvelli 12. gr. 3-d og 3-c í ETS tilskipuninni, þær greinar voru teknar upp í EES samninginn með JCD 335/2023 og ákveðnar aðlaganir gerðar varðandi 12. gr. 3-d og 3-c. Aðlaganirnar snúa að því að ákvarðanir hvað varðar beiðnir frá Íslandi og Noreg skulu teknar af Sameiginlegu EES nefndinni.   Vegna tímabundinnar undanþágu frá skyldunni til að standa skil á losunarheimildum hvað varðar ákveðnar sjóferðir samkvæmt 12. gr. 3-d og 3-c í ETS  tilskipuninni er ákvörðun ESB 2023/2895 samþykkt. Í henni er tiltekið hvaða sjóferðir um ræðir og í henni eru listuð upp viðaeigandi aðildarríki, eyjar og hafnir, sbr. 12. gr. 3-d í ETS tilskipuninni og viðeigandi samningar, sbr. 12. gr. 3-c í ETS tilskipuninni.   Í ákvörðuninni kemur fram  að aðildarríkin skuli líta svo á að kröfum í lið c, 1. undirgreinar, 3. mgr. 12. gr. (skylda skipafélaga til að gera upp losunarheimildir) og 16. gr. (viðurlög) ETS tilskipunarinnar sé mætt og að þau skuli ekki grípa til aðgerða gegn skipafélögum fram til 31. desember 2030 að því er varðar losun í ákveðnum tilvikum: losun frá förnum sjóferðum farþegaskipa, annarra en skemmtiferðaskipa með farþega, og ekjuferja (e. ro-pax ships), milli hafnar á eyju sem listuð er upp í viðauka I við ákvörðunina sem hér er til greiningar, og hafnar í sama aðildarríki. Þetta á líka við um starfsemi skipa innan hafnar í tengslum við slíkar sjóferðir. Þessar eyjar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og þeim er bætt á listann eftir beiðni viðkomandi ríkis, sbr. 12. gr. 3-d í ETS tilskipuninni. losun frá förnum sjóferðum farþegaskipa eða ekjuferja innan ramma opinbers þjónustusamnings (e. transnational public service contract) milli landa eða skyldu til að veita opinbera þjónustu sem tengir saman tvö aðildarríki (e. transnational public service obligation), líkt og listað er í viðauka II við  þá ákvörðun, sem hér er til greiningar (Grikkland og Kýpur). Þetta á líka við um starfsemi skipa innan hafnar í tengslum við slíkar sjóferðir. Slíkum samningum er bætt á lista eftir sameiginlega beiðni tveggja viðkomandi ríkja, sbr. 12. gr. 3-c í ETS tilskipuninni. Viðauki I við ákvörðunina listar upp viðaeigandi aðildarríki, eyjar og hafnir, sbr. 12. gr. 3-d í ETS tilskipuninni. Viðauki II við ákvörðunina listar upp þá samninga sem getið er að ofan, sbr. 12. gr. 3-c í ETS tilskipuninni.   

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvörðun ESB 2023/2895 þyrfti að innleiða með breytingum á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, þó með tilliti til þess að unnið er að nýrri reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Reglugerðarheimild er að finna í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 96/2023, sbr. 4. mgr. 11. gr. laganna. Athuga þarf sérstaklega hvort að þessi lagastoð geti talist ná yfir þær undanþágur sem er hér lýst. Aðra reglugerðarheimild er að finna í 6. mgr. sömu greinar, hún nær ekki yfir þessar undanþágur. Mögulega þyrfti því að koma til lagabreyting til að tryggja lagastoðina.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Áhrif á Íslandi yrðu takmörkuð en kæmu til ef að skipafélög skráð á Íslandi sigldu á leiðum og í þeim tilgangi sem lýst er í efnisumfjöllun hér að ofan. Í þeim tilfellum þyrftu þau ekki að gera upp losun fyrir þær sjóferðir fyrr en eftir 31. desember 2030.
Ef til þess kemur að minni skip (400-5000 t) verði felld undir ETS-kerfið eins og er til skoðunar gæti Ísland þurft að sækja um undanþágu vegna losunar skipa sem sigla á milli meginlands Íslands og eyja í kringum landið, t.d. til Vestmannaeyja, Flateyjar, Hríseyjar og Grímseyjar. Tekin verður ákvörðun um hvort að minni skip verði felld undir ETS-kerfið fyrir árslok 2024 skv. 22. gr. a í reglugerð (ESB) 2015/757 um vöktun og skýrslugjöf skipafélaga.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfis- og orkustofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D2895
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2895, 22.12.2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar