Innflutningur dýraafurða - Samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorð Sambandsins (CHED) - 32024R0950

Commission Delegated Regulation (EU) 2024/950 of 15 January 2024 amending Delegated Regulation (EU) 2019/1602 as regards the date of application and the cases where customs authorities are required to deduct the quantities stated in the customs declaration from the total allowed quantity declared in the Common Health Entry Document (CHED)


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 01 Heilbrigði dýra og plantna, 01.01 Dýr

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld reglugerð ESB nr. 2024/950 frá 15. janúar 2024 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1602 að því er varðar umsóknardag og tilvik þar sem tollyfirvöldum er skylt að draga frá það magn sem tilgreint er í tollskýrslu frá leyfilegu heildarmagni sem gefið er upp í Samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorði Sambandsins (Common Health Entry Document - CHED)

Nánari efnisumfjöllun

Um er að ræða breytingu á framseldri reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1602 frá 23. apríl 2019 um viðbætur á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2017/625 sem varðar samræmt dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorð  Sambandsins (CHED) sem fylgja sendingum af dýrum og afurðum þeirra á ákvörðunarstað.Reglugerðin setti fram skilyrði og hagnýtar reglur um CHED sem fylgja á sendingum:sem er ekki skipt upp,sem er skipt upp á landamærastöð,sem er skipt upp eftir að hún fer af landamærastöð.Þá skuli CHED fylgja hverri sendingu (dýraafurð) áður en hún er afgreidd í frjálst flæði. Með þessari reglugerð (EU 2024/950) frestast gildistaka eftirfarandi ákvæða reglugerðarinnar, til 15. janúar 2024:ákvæði c-liðar 4. gr.,ákvæði f-liðar 1. mgr. 5. gr.,ákvæði c-liðar 6. gr.Ákvæðin áttu skv. EU 2019/1602 að taka gildi 1. mars 2023. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á (ESB) 2019/1602 sem er innleidd með 287/2020, sem er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Samkvæmt fjármálaráðuneytinu/tollinum ætti gerðin ekki að fela í sér aukinn kostnað.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Lítil sem engin hvað varðar matvælastofnun, óvíst með Tollyfirvöld.
Vísað í umsögn með reglugerð EU 2019/1602. Eftirfarandi texti kemur fram í "Aðlögunar þörf _ hvers eðlis":
Gerð er krafa um að tollyfirvöld setji upp rafrænt gagnavinnslukerfi skv. reglugerð EU Nr. 952/2013. Tollyfirvöld skulu nota kerfið til þess að skiptast á upplýsingum við yfirvöld á landamærastöðvum, til að uppfylla skilyrði í þessari reglugerð. Sjá inngangspunkt (6), greinar 4(c), 5(1)(f), 6(c) og 7.
Reglugerð EU Nr. 952/2013 hefur ekki verið innleidd á Íslandi, enda tollamál utan EES samningsins. Því mun þurfa að leita annarra leiða til þess að tollyfirvöld geti komið sínum upplýsingum til skila í upplýsingastjórnunarkerfi fyrir opinbert eftirlit (e. IMSOC – Information management system for official controls), svo skilyrði þessarar reglugerðar geti verið uppfyllt og aðlögunin samþykkt af ESA.
Því þarf líklega að aðlaga texta í greinum 4(b) og (c), 5(1)(e) og (f), 6(b) og (c) og 7.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Ríkisskattstjóri

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024R0950
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/950, 26.3.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar