32019D0984

Decision (EU) 2019/984 of the European Parliament and of the Council of 5 June 2019 amending Council Directive 96/53/EC as regards the time limit for the implementation of the special rules regarding maximum length for cabs delivering improved aerodynamic performance, energy efficiency and safety performance


iceland-flag
Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/984 frá 5. júní 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/53/EB að því er varðar frest til að framkvæma sérstakar reglur um hámarkslengd stýrishúsa sem fela í sér bætta loftnúningsviðnámsgetu, meiri orkunýtni og meira öryggi.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 218/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Breytt er tímaramma sem framkvæmdastjórnin hefur til að leggja fram tillögu að nýrri löggjöf um hámarkslengd ökutækja og breyta því hvenær beita skal ákvæðum tilskipunar 96/53/EB um eftirlit með tilteknum búnaði. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með þessari gerð er að breyta tímaramma framkvæmdastjórnarinnar í 2. undirgrein 2. mgr. 9. gr. a. til að leggja fram tillögu að nýrri löggjöf um hámarkslengd ökutækja og breyta því hvenær beita skal ákvæðum 1. mgr. 9. gr. a., skv. 3. mgr. 9. gr. a. í tilskipun 96/53/EB. Sjá hér aftar.
Aðdragandi: Tilskipun 96/53/EB var breytt með tilskipun 2015/719. Með breytingunni átti að draga úr orkunotkun og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig átti að aðlaga löggjöfina að tækniþróun og breyttum markaðsþörfum. Að síðustu var ætlunin að með þeim reglum sem festar yrðu með samþykkt tilskipun 2015/719 yrðu til að greiða fyrir því að fleiri en einn flutningsmáti yrði notaður við vöruflutninga þegar það hentaði. Með öðrum orðum að auðveldað yrði að vara væri flutt af einum flutningsmáta á annan ef það yrði til að losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði.
Í dag er til tækni sem gerir það mögulegt að festa búnað sem hægt er að draga inn eða fella saman aftan á ökutæki og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar slíkur búnaður er settur á ökutæki er hins vegar hætta á að lengd þeirra fari yfir leyfilega hámarkslengd eins og hún er tilgreind í tilskipun 96/53/EB. Því er nauðsynlegt að veita undanþágu frá ákvæðum þeirrar tilskipunar um hámarkslengd.
Markmiðið með tilskipun 2015/719 var að heimila uppsetningu þessa búnaðar. Fyrst þurfti þó að gera nauðsynlegar breytingar á tæknilegum kröfum um gerðarviðurkenningu búnaðar sem dregur úr loftmótstöðu. Þá átti einnig eftir að setja reglur um notkun slíks búnaðar.
Efnisútdráttur: Með ákvörðun 2019/984 er gerð sú breyting á 2. undirgrein 2. mgr. 9. gr. a. tilskipunar 96/53/EB að framkvæmdastjórnin skuli leggja fram tillögu að nýrri löggjöf til að breyta reglum um gerðarviðurkenningu framangreinds búnaðar. Það skuli gert innan ramma tilskipunar 2007/46/EB fyrir 1. nóvember 2019.
Þá er tímamarkinu í 3. mgr. sömu greinar einnig breytt með gerð 2019/984. Þar kom fram að beita skuli ákvæðinu þremur árum frá þeim degi sem nauðsynlegar breytingar á gerðarviðurkenningunum sem um getur í 2. mgr. hafa verið settar eða komið til framkvæmda. Nýja gerðin segir til um að beita skuli ákvæði 1. mgr. frá 1. september 2020.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 75. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Innleiðing færi fram með breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, nr. 155/2007 og reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004. Tryggja þarf að heimild fyrir viðbótarlengd sé til staðar í framangeindum reglugerðum.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Samtök atvinnulífsins.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment; aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 75. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Innleiðing færi fram með breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, nr. 155/2007 og reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0984
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 20.6.2019, p. 30
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 275
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 81
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 88

Staða innleiðingar samkvæmt ESA