32020R0469

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/469 of 14 February 2020 amending Regulation (EU) No 923/2012, Regulation (EU) No 139/2014 and Regulation (EU) 2017/373 as regards requirements for air traffic management/air navigation services, design of airspace structures and data quality, runway safety and repealing Regulation (EC) No 73/2010


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/469 frá 14. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 923/2012, reglugerð (ESB) nr. 139/2014 og reglugerð (ESB) 2017/373 að því er varðar kröfur um rekstrarstjórnun flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu, hönnun loftrýmisskipulags og gæði gagna, öryggi á flugbrautum og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 73/2010
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 120/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Meginmarkmið með gerðinni er áframhaldandi þróun á reglugerð (ESB) 2017/373. Auk þess er bætt við skýrari tengingu á milli Part ATM/ANS og ADR þar sem fjallað erum þau áhrif sem breytingar á flugferlum geta haft á örugga starfrækslu flugs á flugvöllum. Þá eru ákvæði um almenn áhrif ATM/ANS á viðbrögð flugmanna og starfrækslu flugvalla.
Einnig eru atriði um samræmingu milli SERA reglugerðarinnar og Part-ATM/ANS. Reglugerðinni um SERA er ekki beitt á Íslandi. Því hugsanlegt að breyta þurfi reglugerð 770/2010 um flugreglur en með þeirri reglugerð er innleiddur ICAO-viðauki 2. Kostnaður um 4,3 m. kr.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerðum:
· (ESB) nr. 923/2012, sem innleidd er með reglugerð nr. 665/2015 – reglugerð 923/2012 er ekki beitt hér á landi.
· reglugerð (ESB) nr. 139/2014 sem innleidd er með reglugerð nr. 75/2016
· reglugerð (ESB) 2017/373 sem innleidd er með reglugerð nr. 720/2019
· reglugerð (ESB) nr. 73/2010, sem innleidd er með reglugerð 211/2017 er felld úr gildi með gerðinni.
Meginmarkmið með gerðinni er áframhaldandi þróun á reglugerð (ESB) 2017/373. Auk þess er bætt við skýrari tengingu á milli Part ATM/ANS og ADR þar sem fjallað erum þau áhrif sem breytingar á flugferlum geta haft á örugga starfrækslu flugs á flugvöllum. Þá eru ákvæði um almenn áhrif ATM/ANS á viðbrögð flugmanna og starfrækslu flugvalla.
Einnig eru atriði um samræmingu milli SERA reglugerðarinnar og Part-ATM/ANS. Reglugerðinni um SERA er ekki beitt á Íslandi. Því hugsanlegt að breyta þurfi reglugerð 770/2010 um flugreglur en með þeirri reglugerð er innleiddur ICAO-viðauki 2.
Aðdragandi: Árið 2017 samþykkti Evrópusambandið reglugerð (ESB) 2017/373 um sameiginlegar kröfur fyrir þá sem veita þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim. Með henni var ætlunin að innleiða á samræmdan hátt þá ICAO viðauka sem eru um ATM/ANS. Auk þess var með reglugerð 2017/373 sett ein reglugerð um bæði rekstur og eftirlit ATM/ANS. Þessar kröfur voru jafnframt færðar yfir á „EASA formið“ til samræmis við önnur svið, þ.e. OPS, AIR og FCL.
Þegar reglugerð 2017/373 var breytt í fyrsta sinn var ICAO-viðauki 3 innleiddur, auk þeirra ákvæða um ATM/ANS sem voru til staðar í fyrri starfsleyfis- og eftirlitsreglugerðum. Því til viðbótar voru gerðar breytingar á ákvæðum er snúa að breytingastjórnun og öryggismati breytinga eftir því sem þróun hefur orðið í rekstrarumhverfi flugs.
Í þessari atrennu bætast við innleiðing á ákvæðum úr ICAO viðaukum 10, 11 og 15, ákveðin atriði úr ICAO airspace design manual, PANS-OPS, PANS-ATM. Þær breytingar sem nú koma til framkvæmda teljast eðlileg þróun á reglugerð (ESB) 2017/373 miðað við þær breytingar sem orðið hafa í flugi. Þá eru ákvæði sem áður voru í reglugerð (ESB) 73/2010 (ADQ) færð yfir í Part-ATM/ANS.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Þær breytingar sem verða með þessari gerð snerta í flestum tilvikum kröfur sem þegar eru til staðar við veitingu og eftirlit ATM/ANS. Umræddar regluger eru ýmist í sér-íslenskum reglugerðum eða verklagi sem Samgöngustofa hefur beitt í því skyni að uppfylla ICAO ákvæði. Um breytingar á einstaka ákvæðum getur verið að ræða.
Breyting á cover regulation eru þessar helstar:
• kröfur um hönnun loftrýmisskipunar, design of airspace structures, sem ætlað er að tryggja að hönnun sé tilhlýðileg. Mæling, e. survey og notkunarpófun, validation, sé framkvæmd áður en ný skipan loftrýmis er innleidd.
• kröfur breytast til aðildarríkja til að tryggja að hönnun loftrýmisskipunar sé þannig að hún henti almannaflugi og taki mið af öryggi, kröfum vegna umferðar og áhrifa á umhverfið.
• kröfur breytast til þeirra sem búa til, e. originators að flugmálagögnum/-upplýsingum sem notuð eru til grundvallar AIS útgáfu e. used as a source for aeronautical information products and service.
• skilgreind eru atriði sem taka ber til skoðunar þegar þörf fyrir flugumferðarþjónustu er ákvörðuð.
Breytingar á (EU) 923/2012.
Hafa ekki áhrif hér þar sem reglugerðinni er ekki beitt.
Breytingar á (EU) 139/2014
Hafa ekki áhrif hér á landi. Með þeim er staðfest núverandi verklagi Samgöngustofu.
Breyting á (EU) 2017/373
Breyting á viðauka II Part-ATM/ANS.AR. Skilgreiningar bætast við og breytast. Sniðmáti fyrir starfsleyfi er breytt. Nú er AIS þjónusta bútuð niður eins og var áður í reglugerð 1035/2011 og flugferlahönnun (FPD) bætt við í fylgiskjal starfsleyfis. Þessi breyting kallar á vottun Isavia vegna flugferlahönnunar, að öðru marki ekki áhrifamikil breyting á viðauka II.
Breyting á viðauka III, Part-ATM/ANS.OR
Kröfur úr ICAO-viðauka 15 eru innleiddar á samræmdan máta. Í OR kaflann fara kröfur á veitendur ATM/ANS sem varða AIS og ADQ. Einnig er um að ræða ákvæði úr PANS-AIM, t.d. um Aeronautical data catalogue.
Breyting á viðauka IV, Part-AT
Innleiðing á ICAO viðauka-11 og ákvæðum úr PANS-ATM fela í sér breytingar frá núverandi fyrirkomulagi ATS, t.d.
(b) The transition level shall be located above the transition altitude such that at least a nominal 300 m (1 000 ft) vertical separation minimum is ensured between aircraft f lying concurrently at the transition altitude and at the transition level.
Ólíklegt er að þær muni hafa mikil áhrif. Í þeim tilvikum sem um er að ræða sér-evrópsk ákvæði er rétt að minna á núgildandi aðlögun sem er til staðar vegna innleiðingar (ESB) 2017/373 og fjallað er um hér að neðan.
Breyting á viðauka V, Part-MET
Þær breytingar sem gerðar eru á Part-MET kröfum eru ekki taldar hafa stór áhrif á veitingu veðurþjónustu. Um er að ræða orðalagsbreytingar og skilgreind eru sniðmát fyrir fjölda veðurskeyta.
Breyting á viðauka VI, Part-AIS:
ICAO-viðauki 15 er í dag innleiddur á Íslandi með reglugerð 772/2020 og því þarf að fella þá reglugerð úr gildi um leið og ný reglugerð verður innleidd. Viðauki VI fjallar bæði um kröfur til AIS og ADQ og hvað gagnagæði snertir eru hvorki fyrirséð áhrif á Samgöngustofu né Isavia. Hvað varðar AIS, sjá athugasemd við breyting á viðauka III hér að ofan. Ekki er talið að breytingin hafi áhrif umfram það sem hefði orðið hvort eð er með gildistöku nýrrar útgáfu ICAO viðauka 15 og PANS-AIM.
Breyting á viðauka XI, hét áður Part-ASD en heitir nú Part-FPD:
Um er að ræða nýjar kröfur um vottun starfsleyfishafa fyrir flugferlahönnun og uppfært eyðublað starfsleyfis vegna FDP.
Part-FPD gerir nú kröfu um stjórnunarkerfi vegna flugferlahönnunar. Þannig eru komnar ítarlegri kröfur um hæfni flugferlahönnuða, gagnageymslu, gagnagæði og fl. Með reglugerðinni eru innleiddar kröfur úr viðeigandi leiðbeiningar efni eins og kröfur um notkunarprófun, e. validation, reglulega endurskoðun flugferla og samninga um gagnaskipti við hagsmunaaðila, e. formal arrangements.
ICAO-viðauki 4 er innleiddur með rg. 773/2010 sem er ítarlegri en Part-FDP en að öllum líkindum er í lagi að fella þá reglugerð úr gildi en það kallar á nánari greiningu, líkt á og við um rg. 772/2010 og 787/2010.
Eftirfarandi skilgreiningar í reglugerðinni hafa áhrif á loftrýmisskipulag:
Skilgreining á “flugstjórnarsvæði“ hefur verið breytt með þeim hætti að skilgreina skal efri mörk við þá hæð sem þjónusta takmarkast við.
„Flugstjórnarrými“ skal ná yfir allt loftrýmið sem blindflugsferlar að og frá flugvelli eru í séu þeir ekki innan annars stjórnaðs loftrýmis.
Flight information zones skulu ná yfir allt loftrýmið sem blindflugsferlar að og frá flugvelli eru í séu þeir ekki innan stjórnaðs loftrýmis.
Þessar breytingar kalla á endurskilgreiningu efri marka BIRD FIR. Endurskilgreina þarf ytri mörk BIAR CTR og skilgreina þarf FIZ umhverfis þá flugvelli sem hafa skilgreinda komu og brottflugs flugferla.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.
Samið var um aðlaganir þegar reglugerð (EB) 2017/373 var innleidd í EES-samninginn og mikilvægt er að þær aðlaganir gildi einnig um þær nýju kröfur sem eru í rg. (ESB) 2020/469 enda um samræmda innleiðingu á ICAO ákvæðum að ræða. Eins og fyrr má vænta þess að ekki verði tekið tillit til þess að Ísland er í NAT svæði ICAO við gerð og þróun AMC fyrir reglugerðina.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Verkefni Samgöngustofu vegna innleiðingar reglugerðarinnar snýst að mestu leyti um breytingar á Part-FPD. Endurskoða þarf skipulag loftrýmisins. Reikna má með um 200 klst vinnuframlagi sérsfræðinga Samgöngustofu. Kostnaður gæti orðið um 4,3 m. kr.
Kostnaður Samgöngustofu vegna Part-FPD fellst í vinnu við endurvottun fyrir FDP og endurskilgreiningar á loftrými eins og farið er yfir hér að ofan. Áætlað er að verkið taki um 400 klst. í hönnun, samráð, öryggismat og birtingu en búast má við að kostnaður lendi til jafns á Isavia ANS og Samgöngustofu.
Leitað var umsagnar Veðurstofu Íslands við gerð áhrifamatsins. Ekki er talið að gerðin hafi kostnað í för með sér fyrir Veðurstofuna.
Einnig var leitað umsagnar Isavia. Engar athugasemdir bárust og ekki talið að gerðin hafi áhrif á störf Isavia að öðru marki en því sem SGS hefur auðkennt hér að ofan.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Isavia, Veðurstofa Íslands.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Samið var um aðlaganir þegar reglugerð (EB) 2017/373 var innleidd í EES samninginn og mikilvægt er að þær aðlaganir gildi einnig um þær nýju kröfur sem eru í reglugerð. (ESB) 2020/469 enda um samræmda innleiðingu á ICAO ákvæðum að ræða.
Semja þarf um frest á gildistöku ákvæða um skipulag loftrýmis. Þessi breyting kallar á endurskoðun á skilgreiningu CTA, CTR, og FIZ sem allt eru tímafrekar breytingar. Leggja þarf mat á hvenær SGS gæti uppfyllt kröfur, bæði með vísan í tiltækan mannauð og tímaramma breytingar sem þessarar sem fjallað er um hér að ofan.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0469
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 104, 3.4.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 86
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02265, 9.11.2023