32021R1068

Regulation (EU) 2021/1068 of the European Parliament and of the Council of 24 June 2021 amending Regulation (EU) 2016/1628 as regards its transitional provisions for certain machinery fitted with engines in the power ranges greater than or equal to 56 kW and less than 130 kW, and greater than or equal to 300 kW, in order to address the impact of the COVID-19 crisis


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1068 frá 24. júní 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1628 að því er varðar umbreytingarákvæði hennar um tiltekinn vélbúnað, sem er búinn hreyflum með aflsvið sem er meira en eða jafnt og 56 kW og minna en 130 kW og meira en eða jafnt og 300 kW, til þess að bregðast við áhrifum af völdum COVID-19-hættuástandsins
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.24 Vélar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 346/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þar sem COVID-19 faraldurinn hefur leitt til truflana á framleiðslu á brunahreyflum fyrir færanlegan vélabúnað til nota utan vega í samræmi við umhverfiskröfur reglugerðar ESB 2016/1628 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, þá ákvað ESB að framlengja tiltekna fresti til aðlögunar sem veittir voru í reglugerð (ESB) nr. 2016/1628, sem var innleidd hér á landi með reglugerð nr. 179/2021 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, með breytingarreglugerð (ESB) nr. 2020/1040. Þar sem þær ráðstafanir til lengingar á aðlögunartíma sem veittar voru skv. framangreindri breytingarreglugerð ESB eru ekki taldar ganga nægilega langt og þörf er á frekari tíma til aðlögunar þá hefur ESB ákveðið að lengja fresti til aðlögunar enn meira með breytingarreglugerð (ESB) nr. 2021/1068.

Nánari efnisumfjöllun

Þar sem COVID-19 faraldurinn hefur leitt til truflana á framleiðslu á brunahreyflum fyrir færanlegan vélabúnað til nota utan vega í samræmi við umhverfiskröfur reglugerðar ESB 2016/1628 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, þá ákvað ESB að framlengja tiltekna fresti til aðlögunar sem veittir voru í reglugerð (ESB) nr. 2016/1628, sem var innleidd hér á landi með reglugerð nr. 179/2021 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, með breytingarreglugerð (ESB) nr. 2020/1040. Þar sem þær ráðstafanir til lengingar á aðlögunartíma sem veittar voru skv. framangreindri breytingarreglugerð ESB eru ekki taldar ganga nægilega langt og þörf er á frekari tíma til aðlögunar þá hefur ESB ákveðið að lengja fresti til aðlögunar enn meira með breytingarreglugerð (ESB) nr. 2021/1068.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Hægt er að innleiða ESB gerðina með breytingarreglugerð sem sett yrði á grundvelli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlitsins. Þetta felur í sér breytingar á íslenskri reglugerð nr. 179/2021, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til að nota utan vega.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Vinnueftirlitið telur að þessar breytingar muni ekki hafa mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi, aðra en þær að samræma íslenskar reglur við reglur ESB til að tryggja einsleitni innri markaðarins og eru reglurnar því ívilnandi fyrir fyrirtæki í landinu, t.d. ætti breytinginn að gera íslenskum fyrirtækjum auðveldara að flytja inn vélar sem gerðar eru á grundvelli ESB gerðarinnar.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Ábyrg stofnun Vinnueftirlit ríkisins

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1068
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 230, 30.6.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 254
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 47
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/668, 14.3.2024