32023R0851

Regulation (EU) 2023/851 of the European Parliament and of the Council of 19 April 2023 amending Regulation (EU) 2019/631 as regards strengthening the CO2 emission performance standards for new passenger cars and new light commercial vehicles in line with the Union’s increased climate ambition


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/851 frá 19. apríl 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/631 að því er varðar styrkingu staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir nýjar fólksbifreiðar og ný, létt atvinnuökutæki í samræmi við aukinn metnað Sambandsins í loftslagsmálum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 107/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að leggja grunninn að harðari markmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda frá fólksbilum og léttum atvinnuökutækjum. Framkvæmdastjórninni er falin heimild til að breyta markmiðunum og útreikningi þeirra eftir því sem þörf er metin á. Þá er verið að flýta fyrir því að eldri og mengandi ökutækjum verði skipt út fyrir önnur sem menga minna eða ekki neitt. Áhrif hér á landi eingöngu óbein. Kostnaður telst falla innan reglubundinnar starfsemi Samgöngustofu.

Nánari efnisumfjöllun

Lengri:Markmið sem að er stefnt: Þær ráðstafanirnar sem gerðar eru í þessari reglugerð eru gerðar til að ná markmiðum Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með minni losun mun sambandið auðveldara með að afla nægjanlegs eldsneytis til samgangna og annarra þátta daglegs lífs. Sambandið mun þannig verða sjálfstæðara.Aðdragandi: Eigi losun gróðurhúsalofttegunda að hafa dregist saman um a. m. k. 55% árið 2030 miðað við viðmiðunar árið 1990 er nauðsynlegt að auka þær kröfur um samdrátt sem settar voru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 bæði fyrir fólksbíla og létta atvinnubíla.Þá þarf einnig að gera skýra grein fyrir því hvernig standa á að málum eftir 2030 þannig að markmiðinu um hlutleysi í loftslagsmálum verði náð fyrir árið 2050. Án metnaðarfullra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem hljótast af flutningum á vegum væri þörf á meiri samdrætti í losun í öðrum geirum.Efnisútdráttur: Verið er að tryggja að sömu aðferðir verði notaðar við útreikning á sérstökum losunarmarkmiðum sem framleiðendum hafa verið sett. Auk þess er verið að fela framkvæmdastjórninni vald til að samþykkja afleiddar gerðir til fyllingar á ákvæðum reglugerðar (ESB) 2019/631, þ.m.t. breyta, eftir þörfum þeim útreikningum sem notaðir eru.Kaup og sala á notuðum ökutækjum skapar hættu á að losun koltvísýrings og önnur mengun í andrúmslofti færist til fátækari svæða sambandsins. Til að flýta fyrir því að bifreiðum verði skipt úr fyrir aðrar sem engin losun kemur frá er afar mikilvægt að til þess verði beitt hvötum.ESB markmiðin eiga að uppfærast með tilliti til hvernig gengur að beita hvötum, m.a. hvernig gengur að gera aðgang að eldsneyti auðveldari með því að koma upp nauðsynlegum innviðum. Því er mikilvægt að fjárfestingar í þeim verði auknar. Þannig verður dreifing endurnýjanlegrar orku sem kveðið er á um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/2001 betri.Tilkynning gagna um ökutæki í flokkum M2 (rútur) og N2 (meðalstórar vöruflutningabifreiðar) falla undir gildissvið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956. Því er rétt að fella út ákvæði um skil á upplýsingum um þá flokka bifreiða úr reglugerð (ESB) 2019/631.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breyting á 2. gr. gæti haft áhrif á flokkun ökutækja þar sem skilgreiningu á N1 er breytt lítilsháttar með hliðsjón af aflgjafa. Gæti haft áhrif á svokallað „Real world data“. Mat á því verður gert við áframhaldandi vinnu Samgöngustofu vegna 2019/631.Að öðru leyti eingöngu óbein áhrif. Bein áhrif verða aðallega á framleiðendur og framkvæmdastjórnina.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðina er að finna í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Gæti verið kostnaður við uppfærslu á tölvukerfum ef óskað er frekari gagna frá Samgöngustofu vegna skila á gögnum úr 2019/631. Sá kostnaður fellur innan marka reglubundinnar starfsemi Samgöngustofu.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðina er að finna í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R0851
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 110, 25.4.2023, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 556
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 60, 8.8.2024, p. 39
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/1937, 8.8.2024

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt
Viðeigandi lög/reglugerði