32022R2038

Regulation (EU) 2022/2038 of the European Parliament and of the Council of 19 October 2022 amending Council Regulation (EEC) No 95/93 as regards temporary relief from the slot utilisation rules at Union airports due to an epidemiological situation or military aggression

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 289/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 95/93 að því er varðar tímabundna undanþágu frá reglum um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum vegna faraldsfræðilegra aðstæðna eða hernaðarárása.
Markmiðið með gerðinni er að veita flugrekendum sem geta ekki nýtt afgreiðslutíma sína á flugvöllum vegna aðstæðna sem tengjast faraldsfræði eða hernaðarárásum sveigjanleika. Þeir munu geta að vissum skilyrðum uppfylltum, haldið afgreiðslutímum sínum á næsta viðmiðunartímabili. Kostnaður óverulegur. Áhrif jákvæð og eðlileg.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með gerðinni er að veita flugrekendum sem geta ekki nýtt afgreiðslutíma sína á flugvöllum vegna aðstæðna sem tengjast faraldsfræði eða hernaðarárásum sveigjanleika. Þeir munu geta að vissum skilyrðum uppfylltum, haldið afgreiðslutímum sínum á næsta viðmiðunartímabili.Aðdragandi: Í reglugerð (EBE) nr. 95/93 er kveðið á um skyldu flugrekenda til að nýta úthlutaða afgreiðslutíma á flugvöllum í 80% tilvika á hverju úthlutunartímabili en að öðrum kosti missa þá að tímabilinu loknu, e. use-it-or-lose-it-rule.Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð nr. 95/93 vegna áhrifa COVID-19 á getu flugrekenda til að nýta afgreiðslutíma sinn. Með breytingunum hefur verið veitt undanþága frá reglunni um 80% nýtingu á afgreiðslutíma.Samkvæmt upplýsingum frá Eurocontrol mun flugumferð næstum hafa færst til fyrra horfs. Í spám er gert ráð fyrir að hún verði um 90% af því sem var árið 2019 á vetraráætlunartímabilinu 2022/2023.Þrátt fyrir það ríkir enn óvissa bæði vegna COVID-19 og innrásar Rússa í Úkraínu. Hvoru tveggja getur haft skyndileg áhrif á flugumferð. Því þykir nauðsynlegt að kveða á um ákveðinn sveigjanleika og úrræði fyrir samræmingarstjóra til að geta brugðist við í samræmi við það.Efnisútdráttur: Með þessari gerð eru gerðar breytingar á 2. gr., 8. gr., 10. gr., 10. gr. a og 11. gr. reglugerðar (EBE) nr. 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum.Breytingarnar snúa meðal annars að því að skerpa á markmiðum reglugerðarinnar sem er að tryggja skilvirka nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum, tryggja sanngjarnan aðgang allra flugrekenda að afgreiðslutímum og stuðla að samkeppni.Samræmingarstjórar hafa samkvæmt gerðinni rýmri heimild til að breyta tímasetningum úthlutaðra afgreiðslutíma í samræmi við sérstakar leiðbeiningar og skilyrði.Komi til þess að flugrekandi geti ekki nýtt úthlutunartíma sína vegna takmarkana yfirvalda sem settar eru á vegna faraldurs, náttúruhamfara eða pólitískrar ólgu sem síðan hafi veruleg áhrif á getu þeirra til að nýta afgreiðslutíma sinn, má samræmingarstjórinn að vissum skilyrðum uppfylltum veita undanþágu frá reglunni um skyldu til að nýta afgreiðslutíma eða tapa hönum ella.Samræmingarsjórinn má einnig veita undanþágu frá reglum vegna afleiðinga af hernaði t.d. vegna eyðileggingar mikilvægra innviða sem hefur áhrif á getu flugrekenda til að veita flugþjónustu eða áhrifa á eftirspurn. Slík undanþága má gilda í 16 vikur frá lokun loftrýmis eða flugvallar hvort sem gerist fyrr. Sé slík undanþága veitt skal framkvæmdarstjórn ESB tilkynnt um hvenær hún hefst og hvenær henni lýkur.Gerðin gildir á tímabilinu frá  30. október 2022 til 28. október 2023.Á tímabilinu gildir einnig víðari skilgreining á hugtakinu nýr aðili. Það er gert í þeim tilgangi að gefa fleiri flugrekendum tækifæri á að auka við starfsemi sína.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur jákvæð áhrif fyrir flugrekendur og möguleika þeirra á að halda óbreyttum úthlutuðum afgreiðslutíma á flugvöllum þrátt fyrir að uppfylla ekki nýtingartíma samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EBE) nr. 95/93.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er g. liður 1. mgr. 200. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður metinn vegna innleiðingar gerðarinnar.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er g. liður 1. mgr. 200. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R2038
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 275, 25.10.2022, p. 14
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 35, 4.5.2023, p. 20
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 117, 4.5.2023, p. 20

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt
Viðeigandi lög/reglugerði