Útdráttur
Með þessari gerð er felld úr gildi reglugerð (EB) nr. 473/2006 og settar í nýrri gerð uppfærðar reglur um ítarlega málsmeðferð um stofnun lista sambandsins, uppfærslu á listanum, sérstakar ráðstafanir sem aðildarríkin hafa samþykkt og hvernig flugrekandi sem til stendur að setja á listann getur gripið til varna.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að setja nákvæmar reglur um skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan Bandalagsins eða sæta rekstrartakmörkunum.Efnisútdráttur: Um er að ræða drög að reglugerð þar sem mælt er fyrir um nákvæmar reglur um skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 473/2006 um sama efni.Í reglugerð (EB) nr. 473/2006 er kveðið á um framkvæmdareglur fyrir bandalagsskrá yfir flugrekendur sem háðir eru rekstrarbanni innan Bandalagsins sem vísað er til í reglugerð (EB) nr. 2111/2005.Með þessari gerð er felld úr gildi reglugerð (EB) nr. 473/2006 og settar í nýrri gerð uppfærðar reglur um ítarlega málsmeðferð um stofnun lista sambandsins, uppfærslu á listanum, sérstakar ráðstafanir sem aðildarríkin hafa samþykkt og hvernig flugrekandi sem til stendur að setja á listann getur gripið til varna.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Um er að ræða sambærilegar reglur og hafa verið til staðar.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 3. mgr. 228. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður metinn vegna innleiðingar gerðarinnar. Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta:Tilgreining á hagsmunaaðilum:Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða