32016R2120
Commission Implementing Regulation (EU) 2016/2120 of 2 December 2016 amending Regulation (EC) No 1033/2006 as regards the provisions referred to in Article 3(1)
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug |
| Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 064/2017 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006, sem innleidd er á Íslandi með reglugerð nr. 602/2008, er kveðið á um kröfur um verklagsreglur um flugáætlanir fyrir flug sem fyrirhugað er að starfrækja eða starfrækt eru í samræmi við blindflugsreglur á EUR/AFI svæðinu. Gildissvið reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 og þar með reglugerðar (ESB) 2016/2120 er EUR/AFI svæði ICAO og kemur reglugerðin því ekki til framkvæmda hér á landi.
Með reglugerð (ESB) 2016/2120 er reglugerð (EB) nr. 1033/2006 breytt og er markmiðið að uppfæra tilvísanir viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago-samninginn og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
Með reglugerð (ESB) 2016/2120 er reglugerð (EB) nr. 1033/2006 breytt og er markmiðið að uppfæra tilvísanir viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago-samninginn og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
Nánari efnisumfjöllun
Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006, sem innleidd er á Íslandi með reglugerð nr. 602/2008, er kveðið á um kröfur um verklagsreglur um flugáætlanir fyrir flug sem fyrirhugað er að starfrækja eða starfrækt eru í samræmi við blindflugsreglur á EUR/AFI svæðinu. Gildissvið reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 og þar með reglugerðar (ESB) 2016/2120 er EUR/AFI svæði ICAO og kemur reglugerðin því ekki til framkvæmda hér á landi.
Með reglugerð (ESB) 2016/2120 er reglugerð (EB) nr. 1033/2006 breytt og er markmiðið að uppfæra tilvísanir viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago-samninginn og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er fjallað um flugáætlanir og er í 2. gr. reglugerðarinnar vísað til skilgreininga í 1. bindi af ICAO Procedures for Air Navigation Services – Aircraft Operations (PANS-OPS, Doc 8168) og er sérstaklega vísað í 4. útgáfu frá 1993. Eftir að reglugerð 1033/2006 tók gildi hefur framangreindu riti verið breytt og 5. útgáfa verið gefin út af ICAO.
Í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er vísað til 10. útgáfu af ICAO viðauka 2 um flugreglur (Rules of the Air). Þar sem núgildandi reglugerð ESB nr. 923/2012, með síðari breytingum, fjallar um þau efnisatriði sem vísað er til í ICAO viðauka 2, gilda efnisákvæði hennar framar ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1033/2006.
Í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er einnig vísað til ákvæða í ICAO Procedures for Air Navigation Services - Air Traffic Management (PANS-ATM, Doc 4444) 15. útgáfu. ICAO hefur nú uppfært ritið. Þá er í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 vísað til ákvæða sem er að finna í ICAO Regional Supplementary Procedures (Doc 7030), 5. útgáfu. Það skjal hefur nú verið uppfært af ICAO.
Með vísan til framangreindra uppfærslna á þeim ICAO gögnum sem vísað er til í reglugerðinni er rétt að uppfæra tilvísanirnar til samræmis. Þá er rétt að fella niður tilvísun til ICAO flugreglna þar sem reglugerð (ESB), nr. 923/2012 gildir framar.
Áhrif vegna breytingarreglugerðarinnar eru engin þar sem reglugerðinni er ekki beitt hér á landi.
Með reglugerð (ESB) 2016/2120 er reglugerð (EB) nr. 1033/2006 breytt og er markmiðið að uppfæra tilvísanir viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago-samninginn og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er fjallað um flugáætlanir og er í 2. gr. reglugerðarinnar vísað til skilgreininga í 1. bindi af ICAO Procedures for Air Navigation Services – Aircraft Operations (PANS-OPS, Doc 8168) og er sérstaklega vísað í 4. útgáfu frá 1993. Eftir að reglugerð 1033/2006 tók gildi hefur framangreindu riti verið breytt og 5. útgáfa verið gefin út af ICAO.
Í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er vísað til 10. útgáfu af ICAO viðauka 2 um flugreglur (Rules of the Air). Þar sem núgildandi reglugerð ESB nr. 923/2012, með síðari breytingum, fjallar um þau efnisatriði sem vísað er til í ICAO viðauka 2, gilda efnisákvæði hennar framar ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1033/2006.
Í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er einnig vísað til ákvæða í ICAO Procedures for Air Navigation Services - Air Traffic Management (PANS-ATM, Doc 4444) 15. útgáfu. ICAO hefur nú uppfært ritið. Þá er í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 vísað til ákvæða sem er að finna í ICAO Regional Supplementary Procedures (Doc 7030), 5. útgáfu. Það skjal hefur nú verið uppfært af ICAO.
Með vísan til framangreindra uppfærslna á þeim ICAO gögnum sem vísað er til í reglugerðinni er rétt að uppfæra tilvísanirnar til samræmis. Þá er rétt að fella niður tilvísun til ICAO flugreglna þar sem reglugerð (ESB), nr. 923/2012 gildir framar.
Áhrif vegna breytingarreglugerðarinnar eru engin þar sem reglugerðinni er ekki beitt hér á landi.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
| Alþingi hefur lokið mati sínu | Nei |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
| Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Lagastoð fyrir innleiðingu er að finna í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð nr. 602/2008. |
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
|---|---|
| Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Sjá efnisútdrátt |
Ábyrgðaraðilar
| Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
|---|---|
| Ábyrg stofnun | Samgöngustofa |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32016R2120 |
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 329, 3.12.2016, p. 70 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
| Dagsetning tillögu ESB | |
|---|---|
| C/D numer | D045876/02 |
| Dagsetning tillögu | |
| Samþykktardagur i ESB |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
|---|---|
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 81, 29.11.2018, p. 36 |
| Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 305, 29.11.2018, p. 31 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
| Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
|---|
