32018R1807

Regulation (EU) 2018/1807 of the European Parliament and of the Council of 14 November 2018 on a framework for the free flow of non-personal data in the European Union

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.04 Þjónusta tengd upplýsingasamfélaginu
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 240/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið reglusetningarinnar er að bregðast við þróun í rafrænni tækni sem felur í sér að ýmiss konar þjónustur í upplýsingatæknisamfélaginu byggja á því að safna og vinna úr upplýsingum, t.d. upplýsingar sem internettengdir hlutir senda frá sér, t.d. með sjálfvirkum aðferðum gervigreindar. Mikil viðskiptaleg verðmæti geta verið fólgin í því að vinna úr slíkum upplýsingum og búa til vörur og þjónustur sem af þeim leiðir. Til þess að stuðla að því að aðgangur að slíkum upplýsingum og viðskipti með þær geti gengið greiðlega fyrir sig er talin vera þörf á því að mæla fyrir um tiltekin réttindi aðila hvað þetta varðar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, einstaklinga eða stjórnvöld. Helstu efnisþættir tillögunar eru: Meginregla um frjálst flæði upplýsinga innan EES svæðisins, Aðgangur eftirlitstjórnvalda að upplýsingum, Þjónustuflutningur þjónustuveita og úrvinnsluaðila upplýsinga, Þjónustugátt um upplýsingabeiðnir.

Nánari efnisumfjöllun

Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að markmið reglusetningarinnar sé að bregðast við þróun í rafrænni tækni sem felur í sér að ýmiss konar þjónustur í upplýsingatæknisamfélaginu byggja á því að safna og vinna úr upplýsingum, t.d. upplýsingar sem internettengdir hlutir senda frá sér, t.d. með sjálfvirkum aðferðum gervigreindar. Mikil viðskiptaleg verðmæti geta verið fólgin í því að vinna úr slíkum upplýsingum og búa til vörur og þjónustur sem af þeim leiðir, en metið er að velta varðandi viðskipti með slíkar upplýsingar geti numið rúmlega 106 miljarða evra á árinu 2020.

Til þess að stuðla að því að aðgangur að slíkum upplýsingum og viðskipti með þær geti gengið greiðlega fyrir sig er talin vera þörf á því að mæla fyrir um tiltekin réttindi aðila hvað þetta varðar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, einstaklinga eða stjórnvöld. Helstu efnisþættir tillögunar eru:

- Meginregla um frjálst flæði upplýsinga innan EES svæðisins,
- Aðgangur eftirlitstjórnvalda að upplýsingum,
- Þjónustuflutningur þjónustuveita og úrvinnsluaðila upplýsinga,
- Þjónustugátt um upplýsingabeiðnir.

Hvað varðar mat á áhrifum þessarar tillögu m.t.t. til stjórnsýsluverkefna og kostnaðar að þá liggja þessir þættir fyrst og fremst í kröfu um rafræna þjónustugátt (e. Single Point of Contact) til að taka við upplýsingabeiðnum frá aðilum um gögn, jafnt innanlands sem erlendis frá. Umrædd gögn kunna að vera varðveitt í gagnagrunnum sem falla undir eftirlit stjórnvalda á ýmsum sviðum. Því er gert ráð fyrir að komið verði upp miðlægri þjónustugátt fyrir allar upplýsingabeiðnir og að tilteknu stjórnvaldi verði falið að setja gáttina upp og annast þjónustu hennar. Í greinargerð með tillögunni er kostnaður einstakra aðildarríkja við að koma upp slíkri gátt metinn á rúmar 4 milljónir króna (á gengi dagsins í dag) en árlegur rekstrarkostnaður sé óverulegur eða um 300 þúsund krónur á ári. Ekki er vitað til þess að í þessum kostnaði felist umsjónartími þeirra sem sinna munu verkefninu.

Með tilliti til þess að gert er ráð fyrir því að stjórnvaldið sem rekur upplýsingagáttina sé aðili sem starfi þvert á alla geira, þ.e. á sviðum samfélagsins sem kunna lúta eftirliti tiltekinna eftirlitsstjórnvalda, myndi e.t.v. ekki fara vel á því að fela eftirlitsstjórnvaldi á tilteknu sviði (e. sector specific authority), t.d. á borð við PFS, að annast umrætt verkefni.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Greiningu ekki lokið.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1807
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 303, 28.11.2018, p. 59
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 495
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 35, 25.4.2024, p. 86
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/992, 25.4.2024