32019R1823
Commission Delegated Regulation (EU) 2019/1823 of 8 August 2019 amending Regulation (EU) No 528/2012 of the European Parliament and of the Council to include D-fructose as an active substance in Annex I thereto
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1823 frá 8. ágúst 2019 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 í því skyni að bæta virka efninu D-frúktósa við í I. viðauka við hana
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni |
| Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 008/2020 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerðin felur í sér að bæta D-frúktósa, sem virku efni, við I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 528/2012. Vegna 3. mgr. 89. gr. reglugerðarinnar er dagsetning samþykkis fyrir D-frúktósa, sem virkt efni í vöruflokki 19, 1. júní 2021.
Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerðin er bindandi í heild sinni og gildir án frekari lögfestingar í öllum aðildarríkjum.
Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerðin er bindandi í heild sinni og gildir án frekari lögfestingar í öllum aðildarríkjum.
Nánari efnisumfjöllun
D-frúktósi, sem virkt efni, féll áður undir ákvæði í 6. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1451/2007 sem heimilaði að sett væru á markað virk efni sem samanstæðu aðeins af matvælum eða fóðri og væru ætluð til að nota sem fæliefni eða löðunarefni í vöruflokki 19. Eftir að gildistími ákvæðisins rann út var lögð fram tilkynning fyrir D-frúktósa í samræmi við 5 mgr. 16. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2014, þar sem óskað var eftir því að D-frúktósa yrði bætt við í endurskoðunaráætlun yfir skráð virk efni í sæfivörum í vöruflokki 19. Eftir að Efnastofnun Evrópu hafði lýst yfir að tilkynningin væri í samræmi við 17. gr. reglugerðarinnar var D-frúktósa bætt á lista yfir þær samsetningar efnis/vöruflokks sem endurskoðunaráætlun yfir skráð virk efni í sæfivörum nær yfir.
Þann 31. janúar 2017 óskaði framkvæmdastjórnin eftir áliti frá Efnastofnuninni um hvort að D-frúktósi gæfi tilefni til áhyggna, sbr. 2. mgr. 28. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012. Efnastofnunin ályktaði að D-frúktósi gæfi ekki tilefni til áhyggna og væri því ákjósanlegt virkt efni til að bæta við I. viðauka við reglugerðina.
Í samræmi við ályktun Efnastofnunarinnar þykir rétt að bæta D-frúktósa við I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 528/2012. Þar sem D-frúktósi er af náttúrulegum uppruna á það að falla undir 4. flokk, Efni af náttúrulegum uppruna sem hefð er fyrir að nota. Undanskilinn er D-frúktósi sem telst ekki sem matvæli eða fóður.
Til að tryggja að tímaramminn til að sækja um leyfi sé nægur í samræmi við aðra undirgrein 3. mgr. 89. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 skal dagsetning samþykkis fyrir D-frúktósa, sem virku efni í vöruflokki 19, vera 1. júní 2021.
Þann 31. janúar 2017 óskaði framkvæmdastjórnin eftir áliti frá Efnastofnuninni um hvort að D-frúktósi gæfi tilefni til áhyggna, sbr. 2. mgr. 28. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012. Efnastofnunin ályktaði að D-frúktósi gæfi ekki tilefni til áhyggna og væri því ákjósanlegt virkt efni til að bæta við I. viðauka við reglugerðina.
Í samræmi við ályktun Efnastofnunarinnar þykir rétt að bæta D-frúktósa við I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 528/2012. Þar sem D-frúktósi er af náttúrulegum uppruna á það að falla undir 4. flokk, Efni af náttúrulegum uppruna sem hefð er fyrir að nota. Undanskilinn er D-frúktósi sem telst ekki sem matvæli eða fóður.
Til að tryggja að tímaramminn til að sækja um leyfi sé nægur í samræmi við aðra undirgrein 3. mgr. 89. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 skal dagsetning samþykkis fyrir D-frúktósa, sem virku efni í vöruflokki 19, vera 1. júní 2021.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
| Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
Innleiða þarf þessa reglugerð með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur. Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. |
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
|---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32019R1823 |
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 279, 31.10.2019, p. 13 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
| Dagsetning tillögu ESB | |
|---|---|
| C/D numer | C(2019)5865 |
| Dagsetning tillögu | |
| Samþykktardagur i ESB |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
|---|---|
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 13, 16.2.2023, p. 23 |
| Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 49, 16.2.2023, p. 22 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
| Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
|---|---|
| Viðeigandi lög/reglugerði |
