Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á landsbundnum úthlutunartöflum fyrir endurgjaldslausar losunarheimildir í flugi vegna flugs frá aðildarríkjum ESB til Sviss. - 32020D1106(01)

Commission Decision of 22 July 2020 instructing the central administrator of the European Union Transaction Log to enter the changes to the national aviation allocation tables for aviation allowances to be allocated for free in 2020 by the Member States administering aircraft operators that have performed flights from the EU to Switzerland into the European Union Transaction Log 2020/C 375/08


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
Finna má upplýsingar um stöðu gerðar neðar

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem ESB og EFTA-ríkin innan EES telja að eigi ekki að taka upp í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 22. júlí 2020 um að að fela miðlægum stjórnanda viðskiptadagbókar Evrópusambandsins að færa inn breytingar á landsbundnum úthlutunartöflum vegna flugs í viðskiptadagbók Evrópusambandsins fyrir flugheimildir sem úthlutað verður án endurgjalds árið 2020 af aðildarríkjunum sem eru umsjónarríki flugrekenda sem hafa flogið frá aðildarríkjum ESB til Sviss.

Nánari efnisumfjöllun

Þessi ákvörðun fjallar um að breyta úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda í samræmi við tengingafyrirkomulag ESB við Sviss sem tók gildi 1. janúar 2020 og kveður á um samsvarandi breytingar á úthlutunartöflum flugrekenda og gerðar voru með framseldri ákvörðun (ESB) 2020/1071 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB er varðar útilokun flugs frá Sviss til flugvalla innan EES- svæðisins frá viðskiptakerfi ETS með losunarheimildir.

Viðmið til úthlutunar endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda koma fram í 1. mgr. 3. gr. e tilskipunar 2003/87/EB og skv. 28. gr. a sömu tilskipunar gildir tímabundin undanþága varðandi flug til og frá þriðju löndum, en 25. gr. a sömu tilskipunar kveður svo á um tengingasamninga eins og þann sem gerður var við Sviss.

Í B-lið tengingasamningsins við Sviss kemur fram að flug flugrekenda sem fer frá flugvelli sem staðsettur er á EES- svæðinu og til flugvallar á svissnesku yfirráðasvæði falli undir gildissvið ETS- tilskipunarinnar. Því þarf að endurskoða endurgjaldslausa úthlutun til flugrekenda í samræmi við stækkað gildissvið sem samsvarar framangreindu flugi. Breytingin á úthlutuninni kemur fram í viðauka sem fylgir ákvörðun þessari.

Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda byggir hins vegar ennþá á tonnkílómetraskýrslum flugrekenda frá árinu 2010, skv. 3. mgr. 3. gr. d tilskipunar 2003/87/EB.

Eina grein ákvörðunarinnar fjallar um að miðlægur stjórnandi skráningarkerfisins skuli hlaða endurskoðuðum landsbundnum úthlutunartöflum vegna endurgjaldslausra losunarheimilda frá flugi til úthlutunar árið 2020 inn í viðskiptadagbók Evrópusambandsins. Þetta á við um umsjónarríki þar sem flugrekendur hafa flogið frá EES- ríkjum til Sviss. Endurskoðaðar landsúthlutunartöflur fyrir flug eru settar fram í viðauka með ákvörðun þessari.

Umhverfisstofnun bendir á að enginn íslenskur flugrekandi flaug til Sviss skv. tonnkílómetraskýrslu og því mun þessi ákvörðun ekki hafa áhrif á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til íslenskra flugrekenda.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Þessi ákvörðun hefur engin áhrif á íslenska flugrekendur.
Umhverfisstofnun bendir á að þrátt fyrir að ákvörðun þessi kalli ekki á sérstaka aðlögun fyrir EFTA ríkin þá grundvallast hún meðal annars á ákvörðun (ESB) 2020/1071 sem breytir tilskipun 2003/87/EB. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin upp í EES- samninginn vegna stjórnskipulegs fyrirvara af hálfu Íslands.

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D1106(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 375, 6.11.2020, p. 47
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB