32021R1237
Commission Regulation (EU) 2021/1237 of 23 July 2021 amending Regulation (EU) No 651/2014 declaring certain categories of aid compatible with the internal market in application of Articles 107 and 108 of the Treaty
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1237 frá 23. júlí 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 651/2014 þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sáttmálans
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 15 Ríkisaðstoð |
| Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 196/2022 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerðin felur í sér breytingu á almennu reglugerðinni um hópundanþágur frá tilkynningarskyldu vegna ríkisaðstoðar nr. 651/2014 þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sáttmálans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2014 frá 27. júní 2014. Breytingunni er ætlað að styðja stefnumótun á sviði umhverfis- og loftslagsmála og stafvæðingar með því að auka möguleika til veitingu ríkisaðstoðar á þeim sviðum án þess að aðstoðin sé tilkynningarskyld.
Nánari efnisumfjöllun
Reglugerðin felur í sér breytingu á GBER sem er almenna hópundanþágureglugðin frá tilkynningarskyldu. GBER reglugerðin felur í sér að tilteknir flokkar ríkisaðstoðar sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í GBER eru undanskildir tilkynningarskyldu til ESA þar sem skilyrðin GBER eru til þess fallin að tryggja að aðstoðin samrýmist reglum innri markaðrins skv. 61. gr. EES-samningsins. Nú stendur yfir uppfærsla á leiðbeinandi reglum um ríkisaðstoð sem tekur til þeirrar aðstoðar sem fellur ekki undir GBER og er því háð mati ESA hverju sinni á því hvort hún samrýmist reglum innri markaðrins skv. 61. gr. EES-samningsins.Sú uppfærsla sem nú er gerð á GBER veitir aukna möguleika til veitingu ríkisaðstoðar til að styðja við markmið í umhverfis- og loftslagsmálum með því að heimila ríkisaðstoð til fjölbreyttra verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfis- og loftslagsmál og með því að þrengja skilyrði fyrir veitingu ríkisaðstoðar til orkufrekrar atvinnustarfsemi þannig að hvati verði til að draga úr orkunotkun. Jafnframt eru auknar heimildir til veitingu ríkisaðstoðar varðandi umhverfisvænt eldsneyti og orkunotkun bygginga.Breytingin felur jafnframt í sér auknar heimildir til veitingar ríkisaðstoðar vegna áhættufjárfestinga (risk finance) til að styðja við lítil fyrirtæki, m.a. hvað varðar hugverkaréttindi, og einföldun skilyrða varðandi aðstoð vegna rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Loks eru auknar heimildir til veitingu byggðaaðstoðar m.a. til mótvægisaðgerða vegna fólksfækkunar.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Á ekki við |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Nei |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
| Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Reglugerðir ESB á sviði ríkisaðstoðar hafa verið innleiddar með breytingum á reglugerð um gildistöku á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð, nr. 1165/2015. Lagastoð er í 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005. |
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
|---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32021R1237 |
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 270, 29.7.2021, p. 39 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB |
|---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
|---|---|
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 47 |
| Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 267, 13.10.2022, p. 48 |
