Ákvörðun um reglur um framkvæmd útreikninga, sannprófunar og skila á upplýsingum vegna sérsöfnunar á einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur úr plasti - 32021D1752
Commission Implementing Decision (EU) 2021/1752 of 1 October 2021 laying down rules for the application of Directive (EU) 2019/904 of the European Parliament and of the Council as regards the calculation, verification and reporting of data on the separate collection of waste single-use plastic beverage bottles
 
     
        
            Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
	    
        
Gerð ekki til á íslensku
- 
                              Tillaga sem gæti verið EES-tæk
- 
                              Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
- 
                              Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
- 
                              Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
- 
                              Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
- 
                              Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi | 
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur | 
| Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 175/2022 | 
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Í gildi á EES-svæðinu | Já | 
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Ákvörðunin setur reglur um framkvæmd útreikninga, sannprófunar og skil á upplýsingum vegna sérsöfnunar á einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur úr plasti (sbr. gr. 9(3) og gr. 13(4) í tilskipun 2019/904/ESB) í átt að þeim söfnunarmarkmiðum sem sett eru í tilskipuninni (77% árið 2025 og 90% árið 2029).
Nánari efnisumfjöllun
Ákvörðunin setur reglur um framkvæmd útreikninga, sannprófun og skil upplýsinga og gagna vegna sérsöfnunar á einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur úr plasti sem kveðið er á um í gr. 9(3) og gr. 13(4) tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/904 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Í 9. gr. tilskipunar 2019/904/ESB eru sett markmið um að sérstök söfnun fyrir endurvinnslu á einnota drykkjarumbúðum úr plasti (sbr. f-hluta viðauka tilskipunar) verði að lágmarki 77% á ári fyrir 2025 og að lágmarki 90% á ári fyrir árið 2029.Samkvæmt gr. 13(1) í 2019/904/ESB eru fyrstu skil á upplýsingum vegna söfnunar á árinu 2023 og skal skila í síðasta lagi 18 mánuðum eftir lok þess árs. Lagt er til að Endurvinnslan taki mið af ákvörðuninni við skil á gögnum og upplýsingum frá og með 2023 sbr. a. lið 10. mgr. 2. gr. breytingarlaga nr. 103/2021.Vakin er athygli á að núverandi fyrirkomulag á upplýsingaskilum frá Endurvinnslunni fer í gegnum Úrvinnslusjóð en skv. breytingarlögunum sem taka gildi 1. jan 2023 skal Endurvinnslan skila beint til Umhverfisstofnunar.Nánar um efni ákvörðunar:1. gr. fjallar um aðferðir við útreikninga og skýrslugjöf á magni á sérsöfnuðum einnota drykkjarumbúðum. Magn sérsafnaðra drykkjarumbúða úr plasti, sem útlistaðar eru í F-hluta viðauka tilskipunar (ESB) 2019/904, er reiknað með því að deila þyngd þeirra í þyngd þeirra einnota drykkjarumbúða sem settar eru á markað og sett fram sem prósentutala. Þá skulu aðildarríkin beita þeim formúlum sem kveðið er á um í 1. viðauka.2. gr. fjallar um aðferðir til að ákvarða þyngd sérsafnaðra drykkjarumbúða, þ.e. hvað er talið með og hvað ekki (1.-3. mgr), hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að teljast sérsafnaðar umbúðir (4.-5. mgr.), hvar og hvernig þyngd sérsafnaðra umbúða er mæld eða áætluð út frá fjölda eða hlutfalli og sannprófun þess (6.-8. mgr.). 3. gr. fjallar um aðferðir við ákvörðun á þyngd einnota drykkjarumbúða sem settar eru á markað, þ.e. hvaða umbúðir teljast með, hvernig flutningur milli landa er tekinn með í reikninginn og hvernig skal meta magn markaðssettra umbúða út frá magni úrgangs.4. gr. fjallar um aðferðir við sýnatöku og greiningu á samsetningu úrgangs til að reikna þyngd einnota drykkjarumbúða í blönduðum heimilisúrgangi eða sem er fleygt á víðavangi, m.a. kannanir og dæmigert úrtak.5. gr. fjallar um gildistöku ákvörðunarinnar.Í 1. viðauka eru formúlur til að reikna magn/hlutfall sérsafnaðra einnota drykkjarumbúða.Í 2. viðauka er snið/fyrirkomulag fyrir skýrslugjöf.Í 3. viðauka er snið fyrir gæðaskýrslu.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já | 
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun | 
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já | 
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já | 
Innleiðing
| Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný | 
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Setja þarf nýja reglugerð. Lagastoð í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. | 
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin | 
Samráð
| Samráð | Já | 
|---|---|
| Hvaða hagsmunaaðilar | Endurvinnslan hf., Úrvinnslusjóður | 
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað | 
|---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32021D1752 | 
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 349, 4.10.2021, p. 19 | 
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | 
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB | 
|---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
|---|---|
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 16 | 
| Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 267, 13.10.2022, p. 18 | 
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
| Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Hvít: Ekki þörf á laga- eða reglugerðabreytingum til að innleiða gerðina | 
|---|
